Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Hagnýtar upplýsingar fyrir Costa Daurada

  Innritun

 
 Ef flogið er með Play
 Innritunarferlið hjá Play fer í gegnum heimasíðu þeirra og fá farþegar sendar upplýsingar frá Play varðandi innritunarferlið en búa þarf til aðgang á MyPlay og skrá sig inn en innritunarkerfið er mjög einfalt og innritun ætti ekki að taka meira en nokkrar mínútur. Það þarf að nota bókunarnúmerið sem Play sendir til að innrita sig.

Gott er að mæta 2-3 klst fyrir brottför til Keflavíkur. 

Netinnritun opnar 24 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma og lokar 1 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma. Farþegum er raðað handahófskennt í þau sæti sem eru laus ef ekki er greitt fyrir valin sæti. Þegar þú hefur innritað þig á netinu færð þú brottfararspjaldið sent á netfangið þitt. Ekki er nauðsynlegt að klára ferlið í gegnum heimasíðuna, einnig er hægt að innrita sig á flugvelli.

  Ef þú ferðast með farangur sem þarf að innrita notar þú sjálfsafgreiðslu Play til að prenta út töskumiðana þína og brottfararspjald, ef þörf er á því. Til að fá töskumiðana þarftu að skanna brottfararspjaldið þitt eða vegabréf. Þegar þú hefur fengið töskumiðana þína og fest þá við töskuna þarf að skila henni í töskuafhendinguna. Þeir farþegar sem ekki hafa innritað sig eða skilað farangri í töskuafhendingu áður en innritun lýkur geta ekki innritað sig í flugið.

  Hægt er að fylgjast með brottfarartíma frá Keflavík á síðunni https://www.isavia.is/keflavikurflugvollur/flugaaetlun/brottfarir og er góð regla að kanna hvort einhverjar breytingar hafi orðið áður en lagt er af stað út á flugvöll.
Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt.

Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 42x32x25 cm að stærð bakpoki eða veski, sem þarf að komast undir sætið fyrir framan þig. Þá máttu einnig koma með poka úr fríhöfninni í handfarangri og eins þau lyf eða lækningatæki sem þú þarft á að halda í fluginu. Vinsamlega athugaðu að þú þarft að hafa læknisvottorð meðferðis sem segir að lyfin/tækin séu nauðsynleg. Fyrir þá sem hafa keypt innritaða tösku þá má hún vera allt að 20 kg.

Fyrir aukafarangur eða sætapantanir þarf að hafa samband við Aventura í 5562000. 
 
Ef flogið með Vueling 

Innritun fer fram á síðu flugfélagsins, veljið online check-in Vueling: cheap flights to major European cities - Vueling
Fylla þarf inn bókunarnúmer, áfangastað og brottfarardag, þá getur innritunarferli hafist. Starfsfólk Aventura aðstoðar við ferlið ef þess er þörf. 

Mikilvægt er að mæta ekki síðar en 2 tímum fyrir brottför út á flugvöll.

Hægt er að fylgjast með brottfarartíma frá Keflavík á síðunni https://www.isavia.is/keflavikurflugvollur/flugaaetlun/brottfarir og er góð regla að kanna hvort einhverjar breytingar hafi orðið áður en lagt er af stað út á flugvöll. 

Persónulegi hluturinn/bakpoki eða veski má ekki vera stærri en  40x20x30 cm. Ef handfarangurinn er stærri eða þyngri en sagt er hér að ofan þarf að innrita hann og greiða aukalega fyrir hann. Fyrir þá sem hafa keypt innritaða tösku þá má hún vera allt að 23 kg. 

Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt. 

 
 
 
  Þjónustu og neyðarsími

Neyðarsími Aventura er 6862000.
Hægt er að ná í neyðarnúmer Aventura fyrir utan skrifstofutíma á Íslandi. Neyðarsíminn er einungis fyrir neyðartilvik og við biðjum um að það sé haft í huga. 
 
Ef farþegi hefur einhverjar athugasemdir varðandi þjónustu eða íbúð/herbergi hótels skal leita í gestamóttöku viðkomandi hótels eða gera Aventura viðvart, ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið. Ávallt er hægt að hringja á skrifstofu Aventura í síma: + 354 556 2000, frá 9 – 16 alla virka daga.



  Almennar upplýsingar


Við komu 
Hafi farþegi/ar bókað og greitt fyrir akstur skal fylgja upplýsingum á þjónustubeiðni sem send verður til farþega fyrir brottför. Þess má geta að rútan getur stoppað á nokkrum hótelum áður en kemur að þínu hóteli.

Við brottför 
Vinsamlegast lesið leiðbeiningar á voucher varðandi akstur á flugvöll.

Hafi farþegi/ar bókað og greitt fyrir akstur skal fylgja upplýsingum á þjónustubeiðni sem send verður til farþega fyrir brottför. Þess má geta að rútan getur stoppað á nokkrum hótelum áður en komið er á flugvöll.

Vinsamlegast verið mætt fyrir utan hótelið 10 mínútum fyrir brottfarartíma. Mikilvægt er að mæta ekki síðar en 2 tímum fyrir brottför út á flugvöll. 
 
Vegabréf 
Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf og er almenna reglan að ef ferðast er utan EES verða vegabréf að hafa gildistíma í amk 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum. Gott er að athuga tímanlega hvort vegabréf sé enn í gildi og einnig er gott að ferðast með ljósrit af vegabréfi. Farþegar bera einir ábyrgð á því að vegabréf sé gilt. Farþegar með erlent vegabréf þurfa sjálfir að kanna hvort þeir þurfa vegabréfsáritun inn í landið. Nöfn í bókun þurfa að vera alveg eins og í vegabréfi. Nánar um vegabréf hér

Um borð 
Hægt er að kaupa létta rétti, sælgæti og drykki um borð.  

Tryggingar 
Farþegar bera sjálfir ábyrgð á tryggingum sínum. Hafi ferð verið greidd með kreditkorti fylgja yfirleitt góðar tryggingar. Gott er að hafa Evrópska Sjúkratryggingakortið með, hægt er að nálgast það hjá Sjúkratryggingum Íslands.  

Gjaldmiðill og kreditkort 
Gjaldmiðillinn á Spáni er Evra (EUR). Hraðbankar eru víða en hægt er að nota kort á flestum veitingastöðum og í verslunum. 

Sími 
Þegar hringt er úr íslenskum síma og í íslenskan síma frá Spáni þarf að setja 00354 á undan símanúmerinu. 

Ferðamannaskattur
Greiða þarf sérstakan ferðamannaskatt á hóteli. Verð frá ca 2 - 4 EUR á mann á dag, fer eftir stjörnufjölda hótela. 

Þjórfé 
Á Spáni tíðkast að gefa þjórfé, um 5-10 % af upphæð. Gott er að skilja eftir pening fyrir herbergisþernur í byrjun dvalar. 

Costa Daurada
Costa Daurada er algjör paradís fyrir unnendur gullinna stranda. Á ströndinni er fínn sandur sem líkist kistum fullum af gulli og gimsteinum. Costa Dorada er þýðing úr katalónsku og merkir gullna ströndin. Hún teygir sig yfir 140 km frá bænum Vilanova i la Geltrú sem er vestan við Barcelona til lóna og hrísgrjónaakranna​​ Ebro River Valley. Costa Dorada dregur nafn sitt af ströndum sínum með fína gullna sandinum og hafa margar þeirra hlotið viðurkenninguna blái fáninn. Stórkostlega gullströndin laðar að túrista hvaðanæva úr heiminum sem koma til að skoða Costa Dorada.
Salou er lítill bær í miðju Costa Dorada. Þar eru þó nokkrar strendur sem eru í rauninni ein strönd sem margir glæsilegir klettaveggir skilja að sem er mjög sjaldgæft. Á háannatíma koma margir ferðamenn og heimamenn til að njóta sandstranda Salou en sú vinsælasta er Playa de Levante. Þar eru græn pálmatré, fallegir göngustígar, flott hótel, dýrir veitingastaðir en líka ódýrari staðir. Frægu syngjandi gosbrunnarnir og aðrir áhugaverðir staðir Costa Dorada eru í göngufjarlægð frá Salou. Það eru aðeins nokkrir kílómetrar til eins stærsta skemmtigarðs í Evrópu - Port Aventura.
Hin fallega og frekar afskekkta La Pineda strönd er rétt norðan við Salou, í um 15 kílómetra fjarlægð. Þá er Cambrillas-ströndin einn mest sótti ferðamannastaður Costa Dorada. Þar er fjöldinn allur af hótelum í mismunandi verðflokkum. Strönd þessi er staðsett í bæ sem ber sama nafn og hún.
 
Cambrils
Cambrils var áður gömul fiskihöfn en er nú glæsilegur ferðamannastaður. Þar eru u.þ.b. 10 km af ströndum sem eru mjög vel hirtar. Það sem þessi staður hefur fram yfir aðra er hreini sjórinn, fallegar strendur og það hvað hann er afslappandi. Þetta gerir hann að fullkomnum stað fyrir fjölskyldufríið. Staðurinn skiptist í þrennt: sögulegan hluta þar sem gömul hús frá miðöldum eru staðsett, höfnina þar sem hótelin eru og svo skemmtistaði. Það sem laðar ferðamenn helst að borginni er það hvað henni hefur tekist vel til við að blanda saman hinu gamla og því nýja.

Salou
Salou er ferðamannahöfuðborg Costa Dorada, 100 km sunnan við Barcelona. Breiðar strendur Salou teygja sig frá Cape La Pineda í norðri til ferðamannabæjarins Cambrils í suðri. Frá maí til október er nóg að gera, þá eru þúsundir ferðamanna á götunum. Þú heyrir skálað í sangríu og finnur lyktina af paellu. Fallegasta gatan er full af margvíslegum börum, veitingastöðum, kaffihúsum og verslunum sem teygja sig meðfram átta kílómetra langri ströndinni. Ljósa- og tónlistargosbrunnurinn er réttilega sagður það fallegasta á staðnum.

Tarragona
Tarragona er höfuðborg samnefnds héraðs í suðurhluta Katalóníu. Borgin á sér langa sögu og hefur að geyma minjar sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi rólega borg hefur áhugaverða forna sögu að segja sem heillar alla sem hafa áhuga á þjóðhátíðum og hátíðum yfirhöfuð, gullnum ströndum Costa Dorada og einstökum katalónska matnum.

Með von um góða ferð!