Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Algengar spurningar

 


Hvernig bóka ég ferð ?

Þú ferð á vef Aventura og velur þína fer í leitarvélinni. Það þarf að greiða staðfestingargjald við bókun og fullgreiða ferð sé minna en 7 vikur í brottför. Staðfesting á bókun með upplýsingum um ferðina berst á netfang sem gefið er upp þegar bókunin er tilbúin. Vinsamlegast farið vel yfir staðfestinguna og passið að allt sé rétt, nöfn þurfa að vera eins og í vegabréfi. Einnig er hægt að bóka ferð símleiðis í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is - Án bókunargjalds.

Er innritaður farangur innifalinn ?

Það kemur fram í bókunarferli hvort farangur sé innifalinn. Sé farangur ekki innifalinn þá er hægt að bæta honum við í næsta skrefi bókunar. Það er mismunandi eftir flugfélögum hversu stór innifalinn handfarangur má vera.
Play: Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum, sem þarf að komast undir sætið fyrir framan. 
Icelandair: Farangursheimild er 10 kg handfarangurstaska sem má ekki vera stærri en 55x40x20 cm.
Wizzair: Farangursheimild er bakpoki eða taska sem þarf að komast undir sætið fyrir framan (40x30x20cm).
Vueling: Farangursheimild er bakpoki eða taska sem þarf að komast undir sætið fyrir framan (40x20x30cm).
Enter Air: Farangursheimild er 5 kg handfarangri þó ekki stærri en 55x40x20 cm að stærð með handfangi og hjólum. 20 kg taska er innifalin í sérferðum til Dóminíska Lýðveldisins.
Smartwings: Farangursheimild í leiguflugi er 8 kg handgarangur og 20 kg taska.
Hægt er að bæta við aukafarangri skv gjaldskrá flugfélaganna í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is. 

Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt. 
 
 

Er hægt að bóka sæti um borð ?

Play: Hægt er að bóka sæti skv gjaldskrá flugfélagsins í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is. 
Icelandair: Hægt er að bóka sæti gegn gjaldi í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is. Þess má geta að í leiguflugi eru saga sæti seld án þjónustu.
Wizzair: Hægt er að bóka sæti skv gjaldskrá flugfélagsins í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is.
Vueling: Hægt er að bóka sæti skv gjaldskrá flugfélagsins í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is.
Enter Air: Hægt er að bóka sæti gegn gjaldi í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is.
Smartwings: Hægt er að bóka sæti gegn gjaldi í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is.
 

Er hægt að kaupa forfallatryggingu hjá Aventura ?

Aventura selur ekki forfallatryggingu. Forfallatrygging er oft innifalin í greiðslukortum eða hjá viðkomandi tryggingarfélagi. Við bendum öllum á að kynna sér forfallatryggingu og skilmála hennar vel. 
 

Hvernig get ég greitt ferðina mína ?

Hægt er að greiða með debet og kreditkortum frá Visa og Mastercard bæði símleiðis og á skrifstofu okkar. Einnig er hægt að ganga frá bókun í gegnum Mínar síður. 
Hægt er að greiða með greiðslukortaláni í gegnum vef Aventura eða símleiðis.
Hægt er að millifæra á bankareikning Aventura. Kennitala 681119-0190, reikningsnúmer 515-26-681119. Senda kvittun til sala@aventura.is og hafa bókunarnúmer í skýringu.
Aventura geymir ekki kortanúmer og ekki er tekið sjálfkrafa af korti fyrir lokagreiðslu.
 

Hvað er innifalið í fæði ?

Hálft fæði: Morgun- og kvöldverður
Fullt fæði: Morgun-, hádegis- og kvöldverður
Allt innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður. Snarl á milli mála. Innlendir drykkir. Þess má geta að mismunandi opnunartímar eru fyrir allt innifalið eftir hótelum.
 

Þarf að greiða fyrir öryggishólf, þráðlaust net og ýmsa þjónustu á hótelum þegar út er komið ?

Öryggishólf: Það er mismunandi eftir hótelum hvort greiða þurfi fyrir öryggishólf á hótelum en oftast þarf þess.
Þráðlaust net: Þráðlaust net er oftast innifalið en í einstaka tilfellum þarf að greiða fyrir notkun. Hraði á þráðlausu neti getur verið misfjafn eftir hótelum, oft er besta tengingin í gestamóttöku.
Handklæði í garðinn: Á þeim hótelum sem eru með handklæðaþjónustu þarf stundum að greiða tryggingargjald sem eru endurgreitt við lok ferðar.
Smábar: Það er mismunandi eftir hótelum hvort greiða þurfi fyrir notkun á smábar.


Kostar að breyta ferð ?

Hægt er að breyta bókun innan 7 daga frá því bókun var gerð án gjalds, séu meira en 6 vikur í brottför. Eftir það er staðfestingargjald alltaf óendurkræft og greiða þarf breytingargjald. 
Breytingargjald er 5000 kr fyrir hvern farþega. Nafnabreyting kostar 5000 kr. Ekki er hægt að nafnabreyta sé minna en 3 sólarhringar í brottför. Breyting á áfangastað telst sem ný bókun. Þess má geta að mismunandi breytingargjöld geta átt við hjá flugfélögum sem flogið er með.
Nánari upplýsingar varðandi breytingar og afbókanir má finna í skilmálum Aventura.

 

Er fararstjóri á áfangastöðum Aventura ?

Ekki er fararstjórn á áfangastöðum Aventura nema annað sé tekið fram eins og í golf- og sérferðum. Það er alltaf hægt að ná í fulltrúa Aventura á meðan er dvalið erlendis í neyðarsíma ferðaskrifstofunnar.

 

Kostar fyrir ungabarn að 2ja ára aldri ?

Það kostar 12.000 kr fyrir ungabarn að 2ja ára.

 

Hverju þarf ég að framvísa við innritun í flug ?

Ofast er nóg að hafa vegabréf við innritun, séu brottfararspjöld til staðar þarf að sýna þau við innritun eða nota sjálfsafgreiðslu flugfélaganna og skila svo tösku í töskuafhendingu. Athugið tímanlega hvort vegabréf sé enn í gildi, nánari upplýsingar hér


Finnur þú ekki svar við þinni spurningu ? Sendu okkur tölvupóst á sala@aventura.is