Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Algengar spurningarMeð hvaða flugfélagi er flogið í leiguflugi ?

Það er flogið með Smartwings til Tenerife og Gran Canaria. Það er flogið með Icelandair til Jerez og Alicante/Murcia. (ATH flogið er til Murcia).


Hvað er innifalið í fluginu ?

Smartwings:

Pakkaferð: Innifalið er 23 kg innritaður farangur, 8 kg handfarangur að stærð 56x45x25
Eingöngu flug: 8 kg handfarangur að stærð 56x45x25
Verð fyrir tösku: 4900 kr aðra leið.

Icelandair:
Pakkaferð: Innifalið er 23 kg innritaður farangur, 8 kg handfarangur sem kemst undir sætið fyrir framan.
Eingöngu flug: Innifalið er 23 kg innritaður farangur, 8 kg handfarangur sem kemst undir sætið fyrir framan.
Verð fyrir aukatösku er 6.600 kr önnur leiðin.


Er hægt að bóka sæti um borð ?

Smartwings:

Hægt er að bóka sæti gegn gjaldi í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is. 
Sæti við neyðarútgang: 3500 kr (Sætaröð 1, 15, 16, ekki hægt að halla í röð 15)
Almennt sæti: 2000 kr

Icelandair:
Hægt er að bóka sæti gegn gjaldi í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is. 
Betri sæti kosta 12.900 kr önnur leiðin.
Almennt sæti: 2000 kr


Er íslensk fararstjórn ?

Það er íslensk fararstjórn á Tenerife og Kanarí frá 21. desember - 19. apríl.
 

Hvenær er flogið ?

Alicante/Murcia: 19.12 - 3.1, 27.3 - 7.4
Jerez: 20.3, 27.3, 6.4, 16.4, 24.4 og 6.5
Costa del Sol 27.3 - 5.4, 19.5 vikulega til 27.10
Alicante 18.5 vikulega til 26.10