Beint frá Akureyri

PRAG Í BEINU LEIGUFLUGI FRÁ AKUREYRI 26. - 29. OKTÓBER
VERÐ FRÁ 119.900 KR Á MANN
ÍSLENSK FARARSTJÓRN - KAREN JÓSEFS
SKEMMTILEGT AÐ GERA Í PRAG
.jpg)
SKOÐUNARFERÐIR
Gönguferð um Prag - 3 klst
Prag er ein fegursta borg heimsins og það er ómissandi að byrja ferðina með því að kynnast helstu perlum hennar og þeirri ótrúlegu sögu sem hún hefur að bjóða. Gengið frá Republiky torginu, þar framhjá Púðurturninum, að Wenceslas torgi og um gamla bæinn, skoðuð hin fræga stjörnufræðiklukkaog gyðingahverfið. Gengið að Karlsbrúnni þar sem ferðinni lýkur. Hér heyrir þú söguna eins og hún átti sér stað.
Brottför klukkan 10:00 - Íslensk fararstjórn
Verð 3.900 kr á mann
Sigling á Moldá með hádegisverði - 2 klst
Frábær valkostur til að skipta upp deginum. Sigling á Moldá þar sem þú sérð helstu kennileiti borgarinnar en frá einstöku sjónarhorni. Kastalinn í Prag, Karlsbrúin, Rudolfinum tónlistarhöllin, þjóðleikhúsið, Vysehrad virkið.
Á meðan á siglingunni stendur nýtur þú hádegisverðar og einstaks útsýnis frá ánni og fegurstu bygginga borgarinnar.
Brottför frá bryggju nr 3 kl 12:00 (Gott að mæta 10 mínútum fyrr) - Íslensk fararstjórn
Verð 7.490 kr á mann
Lágmarksþáttaka í skoðunarferðir er 20 manns.
Hægt er að velja sér sæti í flugvélina gegn gjaldi, hafið samband við Aventura í síma 556-2000
Sæti við neyðarútgang: 5900 kr aðra leið
Önnur sæti: 2000 kr aðra leið
MEÐ EASYJET
.jpg)
MEÐ EASYJET
Að sjálfsögðu kaupa sér flestir ferð til Lundúna til að sjá og heimsækja Big Ben, Westminster, London Eye og svo mætti lengi telja. Það er alveg hægt að gera lista af áhugaverðum stöðum í London í langan tíma – ógrynni garða, safna og minnisvarða. Einnig eru úrval verslana til staðar og hægt að gera góð kaup í þessari stórkostlegu borg.
.jpg)