We use cookies and other tracking technologies to improve your browsing experience on our website, to show you personalized content and targeted ads, to analyze our website traffic, and to understand where our visitors are coming from. By browsing our website, you consent to our use of cookies and other tracking technologies.

Q & A

 


Hvernig bóka ég ferð ?

Þú ferð á vef Aventura og velur þína fer í leitarvélinni. Það þarf að greiða staðfestingargjald við bókun og fullgreiða ferð sé minna en 7 vikur í brottför. Staðfesting á bókun með upplýsingum um ferðina berst á netfang sem gefið er upp þegar bókunin er tilbúin. Vinsamlegast farið vel yfir staðfestinguna og passið að allt sé rétt, nöfn þurfa að vera eins og í vegabréfi. Einnig er hægt að bóka ferð símleiðis í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is - Án bókunargjalds.

Er innritaður farangur innifalinn ?

Það kemur fram í bókunarferli hvort farangur sé innifalinn. Sé farangur ekki innifalinn þá er hægt að bæta honum við í næsta skrefi bókunar. Það er mismunandi eftir flugfélögum hversu stór innifalinn handfarangur má vera.
Play: Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum, sem þarf að komast undir sætið fyrir framan. 
Icelandair: Farangursheimild er 10 kg handfarangurstaska sem má ekki vera stærri en 55x40x20 cm.
Wizzair: Farangursheimild er bakpoki eða taska sem þarf að komast undir sætið fyrir framan (40x30x20cm).
Vueling: Farangursheimild er bakpoki eða taska sem þarf að komast undir sætið fyrir framan (40x20x30cm).
Smartwings: Farangursheimild í leiguflugi er 8 kg handgarangur og 20 kg taska.
Enter Air: Farangursheimild er 5 kg handfarangri þó ekki stærri en 55x40x20 cm að stærð með handfangi og hjólum. 20 kg taska er innifalin í sérferðum til Dóminíska Lýðveldisins.
Hægt er að bæta við aukafarangri skv gjaldskrá flugfélaganna í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is. 

Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt. 
 
 

Er hægt að bóka sæti um borð ?

Play: Hægt er að bóka sæti skv gjaldskrá flugfélagsins í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is. 
Icelandair: Hægt er að bóka sæti gegn gjaldi í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is. Þess má geta að í leiguflugi eru saga sæti seld án þjónustu.
Wizzair: Hægt er að bóka sæti skv gjaldskrá flugfélagsins í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is.
Vueling: Hægt er að bóka sæti skv gjaldskrá flugfélagsins í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is.
Smartwings: Hægt er að bóka sæti gegn gjaldi í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is.
Enter Air: Hægt er að bóka sæti gegn gjaldi í síma 5562000 eða með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is

Er hægt að kaupa forfallatryggingu hjá Aventura ?

Aventura selur ekki forfallatryggingu. Forfallatrygging er oft innifalin í greiðslukortum eða hjá viðkomandi tryggingarfélagi. Við bendum öllum á að kynna sér forfallatryggingu og skilmála hennar vel. 
 

Hvernig get ég greitt ferðina mína ?

Hægt er að greiða með debet og kreditkortum frá Visa og Mastercard bæði símleiðis og á skrifstofu okkar. Einnig er hægt að ganga frá bókun í gegnum Mínar síður. 
Hægt er að greiða með greiðslukortaláni í gegnum vef Aventura eða símleiðis.
Hægt er að millifæra á bankareikning Aventura. Kennitala 681119-0190, reikningsnúmer 515-26-681119. Senda kvittun til sala@aventura.is og hafa bókunarnúmer í skýringu.
Aventura geymir ekki kortanúmer og ekki er tekið sjálfkrafa af korti fyrir lokagreiðslu.

Hvað er innifalið í fæði ?

Hálft fæði: Morgun- og kvöldverður
Fullt fæði: Morgun-, hádegis- og kvöldverður
Allt innifalið: Morgun-, hádegis- og kvöldverður. Snarl á milli mála. Innlendir drykkir. Þess má geta að mismunandi opnunartímar eru fyrir allt innifalið eftir hótelum.

Þarf að greiða fyrir öryggishólf, þráðlaust net og ýmsa þjónustu á hótelum þegar út er komið ?

Öryggishólf: Það er mismunandi eftir hótelum hvort greiða þurfi fyrir öryggishólf á hótelum en oftast þarf þess.
Þráðlaust net: Þráðlaust net er oftast innifalið en í einstaka tilfellum þarf að greiða fyrir notkun.
Handklæði í garðinn: Á þeim hótelum sem eru með handklæðaþjónustu þarf stundum að greiða tryggingargjald sem eru endurgreitt við lok ferðar.
Smábar: Það er mismunandi eftir hótelum hvort greiða þurfi fyrir notkun á smábar.


Kostar að breyta ferð ?

Hægt er að breyta bókun innan 7 daga frá því bókun var gerð án gjalds, séu meira en 6 vikur í brottför. Eftir það er staðfestingargjald alltaf óendurkræft og greiða þarf breytingargjald. 
Breytingargjald er 5000 kr fyrir hvern farþega. Nafnabreyting kostar 5000 kr. Ekki er hægt að nafnabreyta sé minna en 3 sólarhringar í brottför. Breyting á áfangastað telst sem ný bókun. Þess má geta að mismunandi breytingargjöld geta átt við hjá flugfélögum sem flogið er með.
Nánari upplýsingar varðandi breytingar og afbókanir má finna í skilmálum Aventura.
 

Er fararstjóri á áfangastöðum Aventura ?

Ekki er fararstjórn á áfangastöðum Aventura nema annað sé tekið fram eins og í golf- og sérferðum. Það er alltaf hægt að ná í fulltrúa Aventura á meðan er dvalið erlendis í neyðarsíma ferðaskrifstofunnar.
 

Kostar fyrir ungabarn að 2ja ára aldri ?

Það kostar 12.000 kr fyrir ungabarn að 2ja ára.
 

Hverju þarf ég að framvísa við innritun í flug ?

Ofast er nóg að hafa vegabréf við innritun, séu brottfararspjöld til staðar þarf að sýna þau við innritun eða nota sjálfsafgreiðslu flugfélaganna og skila svo tösku í töskuafhendingu.