preloader

Ferðaskilmálar


Ferðaskilmálar fyrir leiguflug Aventura 



Bókunarferli 

Við bókun þarf að greiða staðfestingargjald, 50.000 krónur fyrir hvern farþega sem er óafturkræft séu liðnir meira en 7 dagar frá bókun.  
Farþegi ber ábyrgð á því að allar upplýsingar sem hann gefur upp séu réttar og að lesa yfir ferðagögn til að tryggja að allar upplýsingar varðandi ferðina séu réttar og nöfn farþega í samræmi við vegabréf. Alltaf skal ferðast með vegabréf og er mikilvægt að skoða gildistímann fyrir brottför. Mikilvægt er að hafa ferðagögn með sér þegar ferðast er.  
Fullnaðargreiðsla þarf að hafa borist ferðaskrifstofu 7 vikum fyrir brottför. Golfferðir þarf að greiða 7 vikum fyrir brottför.

Breytingar á ferð 

Aventura áskilur sér rétt til leiðréttinga á verði og villum sem rekja má til rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna og áskilur sér rétt til leiðréttinga á verði eða endurgreiðslu hafi rangt verð verið gefið eða af öðrum tæknilegum ástæðum.   
Hægt er að breyta bókun innan 7 daga frá því bókun var gerð án gjalds, séu meira en 6 vikur í brottför. Eftir það er staðfestingargjald alltaf óendurkræft og greiða þarf breytingargjald.
 

  • Breytingargjald er 5000 kr fyrir hvern farþega. Nafnabreyting kostar 5000 kr. Ekki er hægt að nafnabreyta 72 klukkutímum fyrir brottför. Gjaldskrá flugfélaga gildir varðandi allar breytingar
  • Ekki er hægt að breyta bókaðri ferð í tilboðsferð né skipta um áfangastað.
  • Ekki er hægt að breyta dagsetningu á jóla eða páskaflugi. 




Afpöntun ferðar 

Afpöntun þarf að berast skriflega til sala@aventura.is 

  • Hægt er að afpanta bókun innan 7 daga frá því bókun var gerð séu meira en 6 vikur í brottför og fá fulla endurgreiðslu. Sé bókun afpöntuð 8 dögum eftir að bókun var gerð og séu meira en 6 vikur í brottför er staðfestingargjaldið óendurkræft. 
  • Sé ferð afpöntuð 28 – 42 dögum fyrir brottför heldur Aventura eftir 50% af verði ferðarinnar, þó aldrei lægri upphæð en staðfestingargjald á mann. 
  • Sé ferð afpöntuð 8-27 dögum fyrir brottför heldur Aventura eftir 75% af verði ferðarinnar, þó aldrei lægri upphæð en staðfestingargjald á mann. 
  • Sé ferð afpöntuð 0-7 dögum fyrir brottför er engin endurgreiðsla 
  • Endurgreitt er inn á það kort sem greitt var með. 


Aflýsingar og breytingar á ferðaáætlun 

Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirsjáanlega og þess eðlis að ferðaskrifstofan getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð. Í þeim tilvikum er ferðaskrifstofunni heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt tafarlaust þar um.  Geri ferðaskrifstofan breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er.  
Ferðaskrifstofunni er heimilt að aflýsa ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg. Í leiguflugi miðast lágmarksþátttaka við að a.m.k. 65% nýting sé í viðkomandi flugvél, bæði á út- og heimflugi. Sé nýting tiltekinnar flugleiðar á ákveðnu tímabili (flugsería) að jafnaði undir 70% er ferðaskrifstofu heimilt að fella niður öll flug á tilteknu tímabili á þeirri flugleið (flugseríu), jafnvel þó lágmarksþátttaka hafi náðst í einstaka flugi. Flugtími er ávallt áætlaður og getur breyst. Í sérferðum, t.d eldri borgara, hreyfiferðum og þess háttar er lágmaksfjöldi 15 manns.
Ef ferðaskrifstofan fellir niður ferð þá er hægt að velja um inneign eða endurgreiðslu innan virkra 7 daga.

Verðbreytingar 

Uppgefin verð geta breyst ef breytingar verða á eftirfarandi þáttum 

  • Flutningskostnaði, þar með talið eldsneytisverði 
  • Álögum, sköttum eða sérgreiðslum, t.d lendingargjöld. 
  • Gengisbreytingum 
  • Skilmálum og viðskiptareglum greiðslukorta 


Skyldur farþega  

Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum starfsfólks þeirra aðila er ferðaskrifstofan skiptir við. Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðamanna sinna og hlíta þeim reglum er gilda hjá flutningatækjum, áningarstöðum (flughöfnum o.þ.u.l.), gisti- og matsölustöðum o.s.frv., enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni. Farþegi sem ferðast á eigin vegum og endurstaðfestir ekki heimferð sína með minnst 72 klukkustunda fyrirvara eða mætir ekki á brottfararstað (flugstöð) á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann verður af pöntuðu flugi af þeim sökum. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofu heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofu.  

Tryggingar 

Aventura ráðleggur öllum sínum farþegum að huga vel að tryggingamálum áður en lagt er upp í ferð, ferðaskrifstofan tryggir ekki farþega né farangur, það er á ábyrgð hvers og eins að vera með tryggingar í lagi.
Farþegar eiga þess kost að kaupa á sinn kostnað ferða-, slysa-/sjúkra- og farangurstryggingu hjá tryggingafélögum og mælir Aventura með því að allir farþegar hafi gildar tryggingar, og kynni sér þau mál vel.  Ef ferð er greidd með greiðslukorti fylgja oft forfallatryggingar og ferðatryggingar, athugið þó að tryggingar eru mjög mismundandi eftir tegund og gerð greiðslukorts. Ef farið er í hreyfiferð er gott að huga að því að hafa slysatryggingu erlendis, ef eitthvað kemur upp á í ferðinni. Kynnið ykkur vel tryggingaskilmála hjá greiðslukortafyrirtækjum.  Einnig er hægt að sækja um sjúkratryggingakort hjá Sjúkratryggingum Íslands, upplýsingar um það má finna á www.sjukra.is . 
 


Á áfangastað 

Ferðaskrifstofan sér ekki um að raða gestum á hótelið, það er starfsfólk hótelanna sem sér um það og er það ekki gert nema rétt fyrir brottför. Hægt er að biðja um séróskir með staðsetningu innan hótelsins en ferðaskrifstofan getur aldrei staðfest að það gangi upp. 
Komi til óánægju við komu á áfangastað skal tafarlaust hafa samband við fararstjóra ferðaskrifstofunnar, ferðaskrifstofuna eða gestamóttöku hótelsins. Ef ekki er haft samband við fararstjóra eða ferðaskrifstofu vegna vandamála á meðan dvöl stendur getur verið ómögulegt fyrir ferðaskrifstofuna að aðhafast og bótakröfur því mögulega felldar niður. 
Sé farþegi bókaður í skoðunarferð á vegum ferðaskrifstofunnar skal mæta á réttum tíma skv leiðbeiningum frá ferðaskrifstofu eða fararstjóra. Sé ekki mætt á réttum tíma á farþegi ekki rétt á endurgreiðslu. Ef skoðunarferð er felld niður er full endurgreiðsla. Skoðunarferðir eru óafturkræfar.
Í hreyfiferðum geta verið nokkur erfileikastig, vinsamlegast kynnið ykkur fyrir brottför, það er á ábyrgð hvers og eins að velja sér ferð sem hentar getu og heilsufari.
Farþegi skal ávallt fylgja fyrirmælum og öryggisreglum fararstjóra. 

 

Almennir ferðaskilmálar Aventura fyrir áætlunarflug

 
Upplýsingar og bókun 

Allar upplýsingar Aventura eru birtar á vefnum og er verð ferða reiknað út í hvert sinn sem viðskiptavinur leitar að ferð. Verð uppgefin á vef eru staðgreiðsluverð. Verð eru háð breytingum á gengi, hvaða fargjald er í boði á hverjum tíma og verði á herbergjum viðkomandi hótela. Sama gildir um verð kynnisferða og annarrar þjónustu. Verð er staðfest þegar greiðsla hefur átt sér stað.  Vefsíða Aventura er beintengd flugfélögum og hótelum og því geta uppgefin verð tekið breytingum fyrirvaralaust.  Bókun á ferð er bindandi samningur fyrir farþega og ferðaskrifstofu, en þó því aðeins að ferðaskrifstofa hafi staðfest pöntun skriflega með tölvupósti og farþegi hafi á réttum tíma greitt tilskilið staðfestingargjald eða fullgreitt pöntun sína. Ef farþegi hefur sett fram sérstakar kröfur um þjónustu skal það koma fram í samningi aðila.  

Aventura áskilur sér rétt til leiðréttinga á verði og villum sem rekja má til rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna og áskilur sér rétt til leiðréttinga á verði eða endurgreiðslu hafi rangt verð verið gefið eða af öðrum tæknilegum ástæðum.  
 
Greiðslur 
Um leið og pöntun er gerð á vef Aventura þarf að fullgreiða bókun og er þá bókunin staðfest og um leið óbreytanleg.  

Ef langt er í brottför er í einhverjum tilfellum hægt að festa bókun með greiðslu staðfestingargjalds.  Staðfestingargjald fer eftir verði ferðar og reiknað út fyrir hverja ferð fyrir sig og er alltaf óafturkræft. 

Lokagreiðsla ferðar þarf að hafa borist 5 vikum fyrir brottför. 

Þegar reglur samstarfsaðila, flugfélaga og hótela og annarra,  ganga lengra hvað greiðslur varðar en almennir skilmálar Aventura, gildir sú regla er gengur lengra. 
 
Verðbreytingar 
Öll verð Aventura eru reiknuð út í rauntíma, þegar farþegi bókar á vefnum, eða í gegnum þjónustuver.  

Eftirfarandi verðmyndunarþættir geta haft áhrif á pantanir sem eru ekki fullgreiddar: 
Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði.•  Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu, s.s. lendingargjöldum eða gjöldum fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum. 

Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð. Verð ferðar er reiknað um leið og bókun á sér stað. Verði mikil breyting á gengi íslensku krónunnar þá er ekki um verðbreytingu að ræða nema gengi íslensku krónunnar breytist um meira en 10%. 

Ferð sem er að fullu greidd tekur ekki verðbreytingum. 

Ef ferðin er greidd að meiru en hálfu en þó ekki að fullu tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta. 

Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 20 dagana áður en ferð hefst.  

Sérstakt þjónustugjald er innheimt fyrir þjónustu sem er ekki innifalin í verði ferðar, s.s. sérpöntun á bílaleigubíl, gistingu o.fl. 
 
Afpöntun eða breytingar á bókun 
Um leið og bókun hefur átt sér stað og er að fullu eða öllu leiti greidd og ef hún innifelur flugfarseðla, er hún óbreytanleg. Ekki er hægt að endurgreiða útgefinn farseðil, en farseðill er gefinn út um leið og viðskiptavinur kaupir og fullgreiðir ferðina. Um afpöntun á hótelum geta gilt aðrar reglur, eftir reglu hótels en innáborgun er þó aldrei afturkræf.  Ef um endurgreiðslur er að ræða er greitt inná það greiðslukort sem notað var við bókun. Reglur varðandi breytingar og gjöld fylgja því flugfélagi sem á við.

Ekki er hægt að breyta í lægra fargjald og fá mismun endurgreiddan. Ekki er unnt að breyta bókaðri ferð í tilboðsferð. Aventura kaupir fargjaldið af viðkomandi flugfélagi um leið og pöntun á sér stað, og getur ekki endurútgefið farseðla. Breyting á dagsetningu og nafnabreyting er rukkuð eftir gjaldskrá viðkomandi flugfélags. Ekki er hægt að færa ferð á annan áfangastað.

Ef farþegi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, s.s. vegabréfi, vegabréfsáritun, vottorði vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar. 

Farþegar bera ábyrgð á að lesa vel yfir nöfn þeirra sem ferðast og að nöfn séu færð inn eins og þau eru í vegabréfi, athugið þó að ekki er hægt að nota séríslenska bókstafi.  Einnig bera farþegar sjálfir ábyrgð á að bóka réttar dagsetningar.  
 
Aflýsing ferða og/eða breytingar á ferðaáætlun 
Farþegar sem ferðast í áætlunarflugi heyra undir reglur viðkomandi flugfélags og þeirra landa sem þeir ferðast til. Ferðaskrifstofan getur ekki haft áhrif á þá skilmála. Ferðaskrifstofa ber enga ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem ferðaskrifstofa fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofu heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt þar um tafarlaust. Geri ferðaskrifstofa breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er. Sé um verulega breytingu á ferð er að ræða ber farþega að tilkynna ferðaskrifstofu eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótarsamning er tilgreinir þær breytingar sem gerðar eru á upphaflega samningnum og áhrif þeirra á verð og önnur kjör.  

Tímasetningar sem gefnar eru upp við bókun ferðar eru áætlaðar og geta breyst. 
 
Gild ferðaskilríki og áritanir 
Mjög mikilvægt er að nafn á farseðli sé skráð eins og í vegabréfi, en þó er ekki hægt að nota séríslenska bókstafi.  Það er á ábyrgð farþega að hafa með sér gild ferðaskilríki og hafa útvegað sér gildar ferðaáritanir þegar það á við. Vinsamlegast athugið að í mörgum löndum þarf vegabréf að vera gilt í minnst 6 mánuði, til að farþegum sé hleypt inní landið.  Upplýsingar um vegabréf og áritanir má finna heimasíðu þjóðskrár Íslands www.skra.is .
 
Bandaríkin 
Þeir farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna og hafa undanþágu frá vegabréfsáritun (VWP) þurfa að hafa svokallaða ESTA ferðaheimild.  ESTA stendur fyrir Electronic System for Travel Authorization og á einvörðungu við VWP farþega. Hver farþegi er ábyrgur fyrir sinni umsókn. Sækja þarf um amk 72 klst fyrir brottför á https://esta.cbp.dhs.gov/ . 
 
APIS upplýsingar 
Samkvæmt bandarískum lögum er skylda að fylla út ákveðnar upplýsingar áður en þú ferðast til og frá Bandaríkjunum. Best er að fylla APIS út áður en lagt er af stað út á flugvöll.  Ef þú hefur ekki lokið við ferð vegna ógilds vegabréfs, vantar vegabréfsáritanir, bólusetningarnar eða önnur nauðsynleg skjöl,  er ferð ekki endurgreidd. 
 
Flug 
Á vef Keflavíkurflugvallar www.airport.is má finna  upplýsingar um brottfarar- og komutíma flugvéla, eða í síma 50 50 500.  Komu- og brottfarartímar geta breyst af óviðráðanlegum orsökum, t.d. vegna veðurs og vegna tæknilegra orsaka.  Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð eða skaðabótaskyldu ef breytingar verða á flugi. Farþegar skulu mæta tímanlega í flug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, í síðasta lagi 2 klukkustundum fyrir brottför, hvort sem um er að ræða almenna innritun eða flýtiinnritun. Oft myndast mikil töf við innritun, í öryggis og vegabréfaskoðun. Sum flugfélög bjóða uppá netinnritun.  

Í tengslum við öll flug til og frá Keflavík bjóðast rútuferðir frá nokkrum fyrirtækjum. 
 
Flugvallargjald 
Á ákveðnum stöðum í heiminum þarf að borga gjald á flugvellinum. Þetta er til viðbótar við það sem þú hefur þegar greitt fyrir miðann. 
 
Fararstjórn 
Farþegar Aventura eru á eigin vegum og ekki um fararstjórn að ræða nema þess sé sérstaklega getið.
 
Skyldur farþega 
Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum starfsfólks  þeirra aðila er ferðaskrifstofan skiptir við. Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðamanna sinna og hlíta þeim reglum er gilda hjá flutningatækjum, áningarstöðum (flughöfnum o.þ.u.l.), gisti- og matsölustöðum o.s.frv., enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni. Farþegi sem ferðast á eigin vegum og endurstaðfestir ekki heimferð sína með minnst 72 klukkustunda fyrirvara eða mætir ekki á brottfararstað (flugstöð) á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann verður af pöntuðu flugi af þeim sökum. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofu heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofu. 
 
Tryggingar 
Aventura ráðleggur öllum sínum farþegum að huga vel að tryggingamálum áður en lagt er upp í ferð.  
Farþegar eiga þess kost að kaupa á sinn kostnað ferða-, slysa-/sjúkra- og farangurstryggingu hjá tryggingafélögum og mælir Aventura með því að allir farþegar hafi gildar tryggingar, og kynni sér þau mál vel.  Ef ferð er greidd með greiðslukorti fylgja oft ferðatryggingar, athugið þó að tryggingar eru mjög mismundandi eftir tegund og gerð greiðslukorts. Kynnið ykkur vel tryggingaskilmála hjá greiðslukortafyrirtækjum. Einnig er hægt að sækja um sjúkratryggingakort hjá Sjúkratryggingum Íslands, upplýsingar um það má finna á www.sjukra.is .
 
Takmörkun ábyrgðar og skaðabætur 
Ferðaskrifstofa gerir ráð fyrir að farþegar séu heilir heilsu, þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms. Ef farþegi veikist í ferð og er ekki fær um að halda ferðaáætlun eða óferðafær á heimferðardegi, er farþegi á eigin vegum og ber sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast, sem og kostnaði við heimferð.  
Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þótt hann ljúki ekki ferð af slíkum ástæðum eða öðrum sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt.  

Komi upp kvartanir meðan á ferð stendur er mjög mikilvægt að hafa strax samband við fulltrúa þjónustuaðila á staðnum t.d. starfsfólk gististaða og munu þau gera allt sem í þeirra valdi stendur til að að greiða úr vandamálum. Einnig má hafa samband við skrifstofu Aventura í síma 556 2000.  Hafi farþegi ekki komið umkvörtun sinni á framfæri við starfsfólk gististaðar eða fulltrúa Aventura á meðan á ferð stendur, hefur farþegi fyrirgert rétti sínum til mögulegra bóta. 

Kvartanir vegna ferðarinnar eftir að henni lýkur skulu berast skrifstofu Aventura tafarlaust og eigi síðar en 1 mánuði eftir að ferð lýkur. Kvörtun þarf að berast skriflega og skal senda hana á sala@aventura.is. Berist kvörtun ekki skriflega sér Aventura sér ekki fært að svara athugasemdum og kvörtunum. Þjónustudeild mun svo afla þeirra upplýsinga og gagna sem þarf til að taka afstöðu til kvörtunarinnar og skila niðurstöðum til farþega. Ferðaskrifstofa áskilur sér jafnframt rétt til að takmarka skaðabætur í samræmi við takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum.  

Ef ferð fullnægir ekki ákvæðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á því nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir ferðaskrifstofu. Ef ekki er hægt að bæta úr því sem á vantar, eða einungis með lakari þjónustu, á farþegi rétt á verðlækkun á ferðinni eða næstu ferð sem farin er með Aventura sem jafngildir mismuninum á þjónustu sem greitt var fyrir og þeirri sem veitt var. 
 
Flugáætlun 
Flugfélög hafa rétt til breytinga á flugáætlun og flugtímum vegna veðurfarslega orsaka, tafa vegna mikillar flugumferðar eða vegna seinnar komu vélar úr öðru flugi eða bilana. Flugfélög hafa rétt til að skipta um flugvélakost reynist það nauðsynlegt. Aventura bera ekki ábyrgð á slíkum töfum flugfélaga eða breytingum frá fyrirfram staðfestri flugáætlun. 
 
Hótel og gististaðir 
Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum á pöntunum. Komi til yfirbókunar hjá gististöðum, sem hafa staðfest gistingu til farþega, á er gististaðurinn ábyrgur fyrir að útvega viðskiptavinum sambærilegt eða betra hótel.  Aventura er umboðsaðili og ber ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða, en aðstoða að sjálfsögðu farþega.  Myndir og upplýsingar sem birtast á vef Aventura eru fengnar frá þriðja aðila og getur ferðaskrifstofan því ekki borið ábyrgð á þeim.  Einnig ber Aventura ekki ábyrgð ef aðbúnaður og þjónusta er tímabundið ekki fyrir hendi, t.d. ef um bilanir eða viðgerðir er að ræða. 
 
Breytingar á sætabókunum  
Sætabókanir geta breyst án fyrirvara vegna breytinga á flugáætlun eða annarra ófyrirsjáanlegra kringumstæðna. Í slíkum tilfellum er ávallt reynt að útvega viðskiptavini sambærilegt sæti með svipaða staðsetningu í flugvélinni eins og upphafleg bókun segir til um. Sætabókanir fást ekki endurgreiddar nema að um verulega tilfærslu hafi verið að ræða. Farþegi þarf þá að framvísa brottfararspjaldi sem sýnir úthlutað sæti á viðkomandi flugi. 

Ákveðnar reglur gilda einnig um farþega í hjólastól. Skoðið vef viðkomandi flufélags. 
 
Farangur
Aventura ber ekki ábyrgð á skemmdum á farangri, hvort sem er í flugi eða  öðrum farartækjum. Mælt er  með að farþegar hafi gildar farangurstryggingar.  Verði tjón á farangri í flugvél, er nauðsynlegt að fá skýrslu um farangurstjón á flugvellinum, hjá þjónustufulltrúa flugfélagsins strax við komu, til að staðfesta tjón.  Geyma skal brottfararspjald og tjónaskýrslu og koma því til viðkomandi flugfélags sem mun svo sjá um greiðslu skaðabóta samkvæmt þeirra reglum og er greiðsla send beint til farþega. Hafi farþegi ekki tjónaskýrslu getur hann ekki fengið tösku bætta. Aventura ber ekki ábyrgð ef farangur tapast eða hann berst farþega seint vegna rangrar afgreiðslu á flugvelli.

Upplýsingar um farangursheimild og kostnað þar að lútandi fást á heimasíðu flugfélaganna. 
 
Ólögráða einstaklinar  
Einstaklingum undir 18 ára er ekki heimilt að versla þjónustu hjá Aventura nema að fyrir liggi skriflegt samþykki forráðamanns hjá ferðaskifstofunni. 
 
Íslensk lög 
Að öðru leyti en hér að ofan greinir gilda íslensk lög. Verði ágreiningur og þurfi að höfða mál skal það gert fyrir íslenskum dómstólum.  

 



Aventuraholidays ehf. 
Sundagarðar 2 
104 Reykjavík 
Ísland 
This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.