Persónuverndarskilmálar Aventuraholidays ehf
Eftirfarandi er yfirlit yfir hvernig ferðaskrifstofan Aventuraholidays ehf, Aventura, annast vinnslu persónuupplýsinga. Aventura mun veita þér upplýsingar um þau gögn sem er safnað og með hvaða hætti við notum þau. AVENTURA mun nota upplýsingarnar sem þú gefur okkur í þeim tilgangi sem lýst er í stefnu okkar um persónuvernd. Það felur meðal annars í sér að veita þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir og bæta þjónustu okkar við viðskiptavini. Aventura mun ekki senda þér markaðsefni ef þú afþakkar það. Hins vegar munum við halda áfram að senda þér mikilvægar upplýsingar um þá þjónustu þú hefur keypt til þess að veita þér sem bestar upplýsingar um ferð þína og ferðatilhögun og annað sem skiptir máli.Hér að neðan er hægt að lesa frekar um Persónuverndarstefnu Aventura. Vinsamlegast hafðu samband við okkur í tölvupósti gegnum sala@aventura.is ef þú hefur frekari spurningar. Vinsamlegast hafðu í huga að samantektin hér að ofan og persónuverndarstefnan hér að neðan hafa ekki samningsgildi og eru því ekki hluti af samningi þínum við fyrirtækið samkvæmt gildandi lögum.
Tilkynningar og markaðsefni
AVENTURA getur beðið um samþykki þitt fyrir því að taka við markaðsefni frá þriðja aðila ef um sérstakar markaðsupplýsingar er að ræða. Við virðum óskir þínar um hvort þú viljir fá markaðsefni frá okkur og með hvaða hætti þú vilt fá það afhent.Þú getur skipt um skoðun hvenær sem er um hvort þú vilt fá sent markaðsefni eða ekki. Til að hætta að fá markaðsefni sent frá okkur getur þú gert eftirfarandi:
Í öllum markaðssamskiptum sem send eru í tölvupósti er gefinn kostur á að skrá sig úr áskrift að frekara markaðsefni. Í tölvupóstum okkar er hægt að smella á „Afskrá af póstlista“.
Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 556 2000 eða senda okkur tölvupóst á sala@aventura.is og óska eftir afskráningu.
Ef þú óskar ekki eftir markaðsefni, þurfum við engu að síður að senda þér allar upplýsingar sem lúta að þeim ferðum og þeirri þjónustu sem þú hefur keypt af okkur.
Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar þínar verða geymdar eins lengi og nauðsynlegt er í þeim tilgangi að nota þær til úrvinnslu. Allar upplýsingar sem tengjast ferðalagi þínu, til að ganga frá ferðatilhögun þinni og síðan til að geta svarað öllum sem lítur að bókun þinni við okkur, ágreiningi eða spurningum.Hvenær á persónuverndarstefna við?
Persónuverndarstefna AVENTURA á við þegar við söfnum, nýtum eða vinnum með öðrum hætti persónuupplýsingar sem varða samband þitt við okkur sem viðskiptavinur. Þetta á við þegar þú bókar flug, ferðast með okkur eða nýtir viðbótarþjónustu og vefsíðu okkar. Einnig á persónuverndarstefnan við þegar þú hefur samband við þjónustuaðila okkar eða bókar þjónustu okkar í gegnum þriðja aðila. Dæmi um slíkan þriðja aðila er önnur ferðaskrifstofa eða flugfélag. Til að nálgast frekari upplýsingar um gildissvið persónuverndarstefnanna, til dæmisþegar það eru fleiri „ábyrgðaraðilar gagna“, mælum við með því að þú kynnir þér persónuverndarstefnu viðkomandiHvað eru persónuupplýsingar?
Allar upplýsingar sem auðkenna þig eða væri hægt að nota í þeim tilgangi, teljast til persónuupplýsinga. Dæmi um slíkt er nafnið þitt, tengiliðaupplýsingar þínar eða upplýsingar um fyrri kaup. Upplýsingar um hvernig þú notar vefsíðu okkar getur einnig flokkast sem persónuupplýsingar.Við söfnum persónuupplýsingum um þig hvenær sem þú nýtir þér þjónustu okkar eða vefsíðu eða hefur samband við okkur í gegnum tölvupóst, samfélagsmiðla eða þjónustuaðila. Það sama gildir þegar þjónustan er veitt af þriðja aðila eða aðilum sem koma fram fyrir hönd AVENTURA.
Vinsamlegast hafðu í huga að ef þú vilt ekki veita okkur persónuleg gögn sem eru nauðsynleg til þess að efna samning eða þegar vinnslu er krafist af okkur samkvæmt lögum getum við mögulega ekki veitt þér þá þjónustu sem óskað er eftir, að öllu leyti eða að hluta. Enn fremur getum við fengið persónuupplýsingar þínar frá þriðja aðila svo sem:
Þegar fyrirtæki sem er verktaki eða þjónustuaðili AVENTURA veitir þér þjónustu.
Þegar fyrirtæki eða þriðji aðili sem tengist ferð þinni veitir þér þjónustu, svo sem tollayfirvöld eða útlendingaeftirlit, hótel, rekstraraðilar flugvalla, flugfélög sem þú ferðaðist með áður eða munt ferðast með næst á ferðalagi þínu.
Aventura vinnur eftirfarandi tegundir persónuupplýsinga:
► Upplýsingar sem þú veitir sem eru nauðsynlegar til að annast og ljúka við bókun á þjónustu sem þú hefur óskað eftir.
► Nafn, heimilisfang, tölvupóstfang, tengiliðaupplýsingar, fæðingardagur, kyn, vegabréfsnúmer, reiknings- og greiðsluupplýsingar.
► Upplýsingar á meðan á ferð þinni stendur, um aukaþjónustu sem pöntuð hefur verið, samkskiptir við birgja sem veita þjónustu sem tengist ferð þinni og við starfsfólk.
► Við söfnum nafni, afmælisdegi eða kennitölu, síma og hvaða tegund ferða þú óskar eftir til þess að geta sent þér pósta sem eru sér sniðnir að þér og því sem þú hefur áhuga
Í sumum tilfellum þarf AVENTURA að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar.
Trúarbrögð, heilsufar eða þjóðernisuppruni krefjast frekari öryggisráðstafana samkvæmt lögum Evrópusambandsins og íslenskum lögum um persónuvernd. Vísað er til þessara flokka sem „viðkvæmra persónuupplýsinga“.
► Ferðaskrifstofum ber skylda samkvæmt regulgerðum að halda skrá yfirfarþegaupplýsingar.
► Lög ákveðinna landa eins og Bandaríkjanna, Kanada og Bretlands krefjast þess að flugfélög veiti landamæraeftirliti og útlendingaeftirliti tilteknar farþegaupplýsingar.
► AVENTURA heldur utan um gögn sem geta verið notuð, og hefur rétt til að neita tilteknum einstaklingum um þjónustu vegna fyrri atvika t.d. að hafa stofnað farþegum eða starfsfólki í hættu eða verið með áreitni í garð farþega og starfsmanna.
Markaðsetning
Við getum sent þér upplýsingar um vörur og þjónustu og notum upplýsingar t.d. frá Google og Facebook, til að senda þér upplýsingarAVENTURA vinnur ekki úr persónuupplýsingum þínum nema heimild í lögum sé fyrir hendi. Sú heimild kann að breytast eftir því hver tilgangur vinnslunnar er. Almennt er lagastoðin eftirfarandi:
Vinnsla þessara upplýsinganna er nauðsynleg til þess að efna samning eða til þess að taka skref til þess að uppfylla kröfur þínar áður en gengið er til samnings, þ.e. svo að við getum gengið frá ferðatilhögun þinni, unnið bókun þína eða veitt þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir.
AVENTURA hefur lögmæta hagsmuni sem ferðaskrifstofa af því að vinna persónuupplýsingar þínar til að reka og bæta starfsemi okkar. AVENTURA þarf því að vinna persónuupplýsingar þínar til að hlíta lagalegum kröfum eða kröfum eftilitsaðila. Það er ástæða þess að þú hefur gefið samþykki þitt til AVENTURA um að vinna upplýsingar þínar í ákveðnum tilgangi. Þú getur fundið frekari upplýsingar um vinnslu með tilliti til sérhverrar lagastoðar hér að neðan.
Í tilfellum þar sem vinnsla gagna þinna er háð öðrum lögum getur lagastoðin fyrir vinnslunni verið önnur en getið er að ofan. Undir slíkum kringumstæðum kann vinnslan að vera byggð á samþykki þínu í öllum tilfellum. Vinnsla sem byggir á samningsbundinni nauðsyn´ Til þess að við getum veitt þér þjónustu, svo sem að ganga frá ferðatilhögun þinni, er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna sumar persónuupplýsingar þínar. Við munum þurfa að vinna upplýsingar eins og nafnið þitt, tengiliðaupplýsingar og greiðsluupplýsingar svo þú getir bókað ferðr, innritað þig á hótel, innritað þig í flug o.s.frv.
Lögmætir hagsmunir
AVENTURA er ferðaþjónustuveitandi. Sem slíkur aðili höfum við lögmæta hagsmuni af því að vinna persónuupplýsingar þínar til þess að veita þá þjónstu sem við bjóðum. Sem ferðaskrifstofa þarf AVENTURA að hlíta kröfum eftirlitsaðila og getur þurft persónuupplýsingar þínar til að uppfylla þær kröfur. Þetta á við ef þjónusta truflast og við þurfum að veita upplýsingar um viðskiptavini, upplýsingar til annarra landa vegna vegabréfaeftirlits eða ef veita þarf læknisfræðilegar upplýsingar.
Í einhverjum tilvikum getum við þurft að vinna persónuupplýsingar þínar þegar þú hefur veitt samþykki þitt fyrir því. Þú getur alltaf afturkallað samþykkið hvenær sem er. Vinsamlegast hafðu samband við AVENTURA til að afturkalla samþykki þitt með því að senda tölvupóst á sala@aventura.is, hringja í þjónustuver okkar í síma 556 2000 eða skrifa til okkar til:
Aventuraholidays ehf.
Sundagarðar 2
104 Reykjavík
AVENTURA þarf í mörgum tilfellum að deila persónuupplýsingum þínum með flugfélögum, ferðaskrifstofum eða hótelum sem taka þátt í að ganga frá ferðatilhögun þinni.
Greiðslu- og kreditkortafyrirtæki, fyrirtæki, stjórnvöld, þriðju aðilar sem koma að því að veita þjónustu.
AVENTURA getur þurft að láta af hendi persónulegar upplýsingar þínar ef okkur ber lagaskylda til, þar með talið ef hafið er áætlunarflug frá nýjum áfangastað þar sem landslög krefjast þess að við veitum persónuupplýsingar.
AVENTURA getur gert breytingar á persónuverndarstefnu sinni eins og þörf krefur eða kröfur eru gerðar til, á hverjum tíma.
Samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins og íslenskum persónuverndarlögum getur þú óskað eftir afriti af persónuupplýsingum þínum ef þær eru unnar af Aventura Við gerum allt sem á okkar valdi stendur til að bregðast við beiðni þinni innan 30 daga frá móttöku. Beiðni þín verður að vera skrifleg og innihalda eftirfarandi upplýsingar:
► Nafn, tölvupóstfang og póstfang.
► Upplýsingar um beiðni þína.
► Upplýsingar sem auðvelda okkur að finna þær upplýsingar sem þú ert að óska
eftir t.d.:
► Bókunarnúmer eða flugnúmer og dagsetningar.
► Tölvupóstfang, símanúmer eða aðrar tengiliðaupplýsingar þínar.
Leggja þarf fram gild persónuskilríki s.s. vegabréf eða ökuskírteini til að staðfesta hver leggur fram beiðnina.
Vinsamlegast sendu beiðni þína til:
Aventuraholidays ehf
Sundagarðar 2
104 Reykjavík, Ísland
Þú hefur einnig rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar. Kvörtun má senda skriflega til:
Persónuvernd
Rauðarárstígur 10
105 Reykjavík
Aventuraholidays ehf
29.janúar 2020