60+ Ferð til Prag

PRAG FYRIR 60+ FRÁ 1. - 5. MAÍ MEÐ KAREN JÓSEFS
VERÐ FRÁ 184.900 KR Á MANN
Prag er ein af stærstu borgum Mið-Evrópu og aldagömul höfuðborg Bæheims. Brýr, dómkirkjan, gylltir turnar og kirkjuhvolf hafa speglast í ánni Vltava í árþúsund. Borgin slapp nánast alveg við skemmdir í síðar heimsstyrjöldinni. Þetta er miðaldaborg með steinlögðum götum og görðum, óteljandi kirkjuturnum og bekkjum. Samt sem áður er Prag líka nútímaleg og lifandi borg, full af orku, tónlist, menningu í allri sinni mynd og að sjálfsögðu stórkostlegum veitingastöðum. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari borg: sögulegar minjar, stórkostlegar leiksýningar, skoðunarferðir á söfn, dásamlegan mat heimamanna að ógleymdum tékkneska bjórnum.
Gist verður á hinu vinsæla hóteli Adria sem er notalegt 4 stjörnu hótel staðsett í hjarta borgarinnar, við Wenceslas torg.
.jpg)
KAREN JÓSEFS
Fararstjóri
Karen Jósefs er þaulreyndur fararstjóri og hefur lengst af unnið á Costa del Sol. Hún hefur einnig tekið að sér ferðir til Valencia, Sevilla, Portó, Bratislava, Dubrovnik og auðvitað Prag. Karen þekkir Prag vel og er hún full af fróðleik um sögu og menningu borgarinnar.
DAGSKRÁ MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR
Prag er ein fegursta borg heimsins og það er ómissandi að byrja ferðina með því að kynnast helstu perlum hennar og þeirri ótrúlegu sögu sem hún hefur að bjóða. Gengið frá Republiky torginu, þar framhjá Púðurturninum, að Wenceslas torgi og um gamla bæinn, skoðuð hin fræga stjörnufræðiklukkaog gyðingahverfið. Gengið að Karlsbrúnni þar sem ferðinni lýkur. Hér heyrir þú söguna eins og hún átti sér stað. Þessi ferð er innifalin
Heimsókn til Kutna Hora er frábær upplifun en þessi miðaldarbær er á lista Heimsminjaskrár UNESCO. Kutna Hora er gamall silfurnámubær og þar er mikið að skoða, stórglæsilega Gothic St. Barbara Cathedral, The Cathedral of Assumption og Beinakirkjan Sedlec Ossuary verða heimsótt í þessari ferð.
Þessi ferð er innifalin
► 4. maí - Sigling á Moldá með kvöldverði - Valkvæð ferð
Sigling á Moldá þar sem þú sérð helstu kennileiti borgarinnar en frá einstöku sjónarhorni. Kastalinn í Prag, Karlsbrúin, Rudolfinum tónlistarhöllin, þjóðleikhúsið, Vysehrad virkið.
Á meðan á siglingunni stendur nýtur þú kvöldverðar, lifandi tónlistar og einstaks útsýnis frá ánni og fegurstu bygginga borgarinnar.
Þessi ferð er valkvæð og kostar 9900 kr á mann
► 5. maí - Heimferð að kvöldi



- Innifalið:
- Flug með Smartwings, 20 kg innrituð taska ásamt 10 kg handfarangri
- Gisting á 4 stjörnu hótelinu Adria með morgunverði.
- Fararstjórn í höndum þaulreynda fararstjórans Karenar Jósefs
- Rútur til og frá flugvelli
- Gönguferð um borgina og skoðunarferð til Kutna Hora
- Annað:
- Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óendurkræft.
- Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.
- Ekki innifalið: Sigling á Moldá og annað sem ekki er talið upp hér fyrir ofan
Hægt er að velja sér sæti í flugvélina gegn gjaldi, hafið samband við Aventura í síma 556-2000
Sæti við neyðarútgang: 5900 kr aðra leið
Önnur sæti: 2000 kr aðra leið