60+ ferð til Prag

Prag fyrir 60+ frá 1. - 4. maí
Prag fyrir 60+ frá 1. - 4. maí

Prag er ein af stærstu borgum Mið-Evrópu og aldagömul höfuðborg Bæheims. Brýr, dómkirkjan, gylltir turnar og kirkjuhvolf hafa speglast í ánni Vltava í árþúsund. Borgin slapp nánast alveg við skemmdir í síðar heimsstyrjöldinni. Þetta er miðaldaborg með steinlögðum götum og görðum, óteljandi kirkjuturnum og bekkjum. Samt sem áður er Prag líka nútímaleg og lifandi borg, full af orku, tónlist, menningu í allri sinni mynd og að sjálfsögðu stórkostlegum veitingastöðum. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari borg: sögulegar minjar, stórkostlegar leiksýningar, skoðunarferðir á söfn, dásamlegan mat heimamanna að ógleymdum tékkneska bjórnum.

Gist verður á hinu vinsæla hóteli Adria sem er notalegt 4 stjörnu hótel staðsett í hjarta borgarinnar, við Wenceslas torg

Adria - Hótel fyrir 60+ HOTEL CAESAR PALACE
Adria - Hótel fyrir 60+ HOTEL CAESAR PALACE
Adria - Hótel fyrir 60+ HOTEL CAESAR PALACE
Dagskrá
Dagskrá

  Koma til Prag, farið í rútu á Hotel Adria

  Klukkan 10:00
Gönguferð um bæinn með íslenskri fararstjórn.

  Sameiginlegur kvöldverður

  Brottför frá Prag

Innifalið
  Flug með 20 kg tösku
  Akstur til og frá flugvelli
  Gisting á Hotel Adria með morgunverði
  Íslensk fararstjórn á meðan dvöl stendur
  Gönguferð með íslenskri fararstjórn
  Sameiginlegur kvöldverður án drykkja
Ekki innifalið
  Ferðamannaskattur sem greiðist á hóteli
  Aðrar skoðunarferðir
  Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu og ekki talið í upptalningu á hvað sé innifalið
Annað
    Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óafturkræft
    Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.