60+ ferð með Kristínu Tryggva
60+ FERÐ MEÐ KRISTÍNU TRYGGVA
TIL BENIDORM 21. SEPTEMBER
FINNA FERÐ60+ Ferð með Kristínu Tryggva til Benidorm er alltaf jafn vinsæl, að þessu sinni förum við 21. september og dveljum í 14, 21 eða 28 daga, einni verður hægt að fara 5. október og vera í 14 nætur. Það verður dvalið á glæsilegu 4 stjörnu hóteli, Primavera Park, sem opnaði í júní 2022 eftir algera endurnýjun. Hótelið stendur í nálægð við gamla bæ Benidorm sem er alltaf jafn heillandi og huggulegur. Gist verður í junior svítum sem eru rúmgóðar og fallega hannaðar í björtum litum.
KRISTÍN TRYGGVADÓTTIR
Fararstjóri
Kristín Tyggvadóttir er þaulvanur fararstjóri og einkar vinsæl. Kristín hóf störf hjá íslenskri ferðaskrifstofu vorið 1998 sem fararstjóri erlendis. Kristín hefur unnið við fararstjórn á Spáni og Kanaríeyjum allt árið um kring s.l. 24 ár og einnig farið í sérferðir til Grikklands, Tyrklands, Lettlands, Búdapest, Slóveníu, Kúbu o.fl. staða. Ferðalög eru eitt af aðal áhugamálum Kristínar ásamt útiveru og samverustundum með góðu fólki. Kristín hefur starfað fyrir Aventura síðan 2021.
Verð í tvíbýli í 14 nætur - 219.900 kr á mann
Verð í einbýli í 14 nætur - 272.900 kr
Verð í tvíbýli í 21 nætur - 269.900 kr á mann
Verð í einbýli í 21 nótt - 344.900 kr
Verð í tvíbýli í 28 nætur - 319.900 kr á mann
Verð í einbýli í 28 nætur - 422.900 kr
INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐAR
- Innifalið:
- Flug með Play, 20 kg innrituð taska ásamt 10 kg handfarangri þó ekki stærri en 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum
- Gisting á 4 stjörnu hótelinu Primavera Park með hálfu fæði, vatni og víni
- Fararstjórn í höndum okkar einstöku Kristínar Tryggvadóttir
- Rútur til og frá flugvelli
- Frábær dagskrá
- Annað:
- Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óendurkræft.
- Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.
- Ekki innifalið: Sameiginlegir kvöldverðir og annað sem ekki er talið upp hér fyrir ofan.
- Bingó, Félagsvist, minigolf, gönguferðir, skoðunarferðir í næstu þorp og bæi
Dvalið verður á glæsilegu 4 stjörnu hóteli, Primavera Park, sem er opnaði eftir algera endurnýjun í júní 2022. Hótelið stendur í nálægð við gamla bæ Benidorm sem er alltaf jafn heillandi og huggulegur.
Hotel Primavera Park er staðsett frábærum stað á Benidorm, 700 metrum frá Levante ströndinni og örstutt frá gamla bænum. Hótelið er nýlega endurnýjað.
Á hótelinu eru 206 herbergi á 17 hæðum hótelsins, á þaki hótelsins er skemmtilegur bar, Oasis bar og infinity sundlaug með einstöku útsýni yfir Benidorm en þaksvæðið er einungis fyrir fullorðna.
Kvöldskemmtun í sundlaugargarði hótelsins.
Gestir í ferðinni verða allir í jr svítu sem er hugguleg og rúmgóð herbergi. Nóg pláss er í 30 fermetra herberginu og er hægt að tylla sér í sófa við sófaborð. Hálft fæði með víni og vatni.
Þetta er frábær kostur þar sem allt er nýtt og huggulegt. Hótelið hefur rólegt og þægilegt andrúmsloft og er einstaklega sjarmerandi og kósí.
Glæsilegur gistikostur þar sem mun fara einstaklega vel um okkar farþega, seinniparts sól á svölum og fyrir þá sem lenda á efri hæðum hótelsins, fallegt útsýni yfir Miðjarðarhafið.