60+ ferð með Kristínu Tryggva
60+ FERÐ MEÐ KRISTÍNU TRYGGVA TIL BENIDORM 20. SEPT
Kristín Tryggva endurtekur leikinn og skellir sér með farþega 60 ára og eldri á vit ævintýra til Benidorm.
Farið verður 20. september og hægt er að vera í 14, 21 eða 28 nætur

KRISTÍN TRYGGVADÓTTIR
Fararstjóri
Kristín ólst upp í Breiðholtinu. Kristín hóf störf hjá íslenskri ferðaskrifstofu vorið 1998 sem fararstjóri erlendis og allt fram til vorsins 2020. Kristín hefur unnið við fararstjórn á Spáni og Kanaríeyjum allt árið um kring s.l. 22 ár og einnig farið í sérferðir til Grikklands, Tyrklands, Lettlands, Búdapest, Slóveníu, Kúbu o.fl. staða. Ferðalög eru eitt af aðal áhugamálum Kristínar ásamt útiveru og samverustundum með góðu fólki. Kristín á eina dóttir og eitt barnabarn.
(1).jpg)
Verð í tvíbýli í 14 nætur - 199.900 kr á mann
Verð í einbýli í 14 nætur - 254.900 kr
.jpg)
Verð í tvíbýli í 21 nætur - 249.900 kr á mann
Verð í einbýli í 21 nótt - 322.100 kr
.jpg)
Verð í tvíbýli í 28 nætur - 299.900 kr á mann
Verð í einbýli í 28 nætur - 379.300 kr
Kristín er sannkallaður gleðigjafi og hefur þjónustað Íslendinga á erlendri grundu í yfir 20 ár. Hún mun halda þétt utan um hópinn og skipuleggur hún skemmtilega dagskrá þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.
- Gönguferðir á morgnanna
- Félagsvist
- Minigolf
- Heimsókn í bæina Albir og Altea
- Seinniparts gönguferð um gamla bæinn á Benidorm með viðkomu á frábærum tapasstöðum
- Ferð í þorpið Guadalest
- Heimsókn til Alicante
- Bátsferð
- Benidorm Palace kvöldskemmtun með dans og söng
Verð frá 199.900 kr - Innifalið í verði ferðar
- Flug til og frá Alicante
- Rútur til og frá flugvelli
- Traust fararstjórn
- Hálft fæði vatn og léttvín fylgir með kvöldverði
- Gott 4 stjörnu hótel
- 20 kg. innrituð taska
Gist er á Flash Hótel sem er huggulegt og nýtískulegt 4 stjörnu hótel einungis fyrir fullorðna
Hótelið er mjög vel staðsett um 500 metrum fyrir ofan Levante ströndina og stutt að fara á aðalgötuna Mediterraneo, þar sem finna má fjölda verslana og veitingastaða. Verð fyrir einbýli í 3 vikur 299.900 kr á mann.
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)