Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Göngur og gleði - sálarnæring á Tenerife | 2. - 9. nóvember 2024 | Með Ragnhildi Aðalsteinsdóttur

Göngur og gleði - sálarnæring á Tenerife 2. - 9. nóvember 2024, með Ragnhildi Aðalsteinsdóttur

Yndisleg ferð fyrir alla. Það er ógleymanleg upplifun að næra líkama og sál á erlendri grundu í spennandi umhverfi. Framundan eru gönguferðir í náttúruperlunni Tenerife þar sem ætlunin er að njóta umhverfisins, hreyfingarinnar og líðandi stundar. Farið verður á ólíka staði; meðfram ströndinni, inn í gil, gegnum skóg og upp á fjall. Tilgangur er einnig að fræðast um bætt lífsgæði og stunda heilsurækt og líkamsrækt undir berum himni. Ferðin er upplögð fyrir þá sem hafa lent í kulnun á vinnustað og eru að vinna sig frá streitu, núllstilla sig. Ferðin er fyrir alla þar sem erfiðleikastig í ferðinni hentar öllum.

Við gistum á Iberostar Bouganville Playa sem er 4* hótel á Costa Adeje ströndinni.

Fararstjórinn

Ragnhildi Aðalsteinsdóttur

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir er náttúruunnandi og útivist hennar hennar líf og yndi, ekki síst utanvegahlaup og fjallgöngur. Henni finnst gaman að kynnast nýjum stöðum, fjölbreyttri menningu og þeim mannauði heimurinn allur býr yfir. Hún útskrifaðist sem leiðsögumaður úr Leiðsöguskólanum í Kópavogi vorið 2021 og er að auki blaðamaður og ljósmyndari. Hún leiðsegir erlendu ferðafólki í styttri og lengri ferðum um Ísland og hefur verið fararstjóri í hreyfiferðum á Ítalíu og Spáni.

Iberostar Bouganville Playa 

Iberostar
Bouganville Playa 

Iberostar Bouganville Playa er fjögurra stjörnu hótel staðsett örstutt frá Playa del Bobo ströndinni í San Eugenio hverfinu á Costa Adeje. Frábær staðsetning þar sem úrval veitingastaða og verslana eru í næsta nágrenni og fyrir framan hótelið er göngustígur sem liggur meðfram sjávarsíðunni í átt að Playa de las Americas og Costa Adeje. Puerto de Colón er stutt frá hótelinu.

Þetta er frábært hótel og Star Prestige svæðið er fullkominn staður til að slaka á þar sem persónuleg þjónusta og hugguleg aðstaða er í hávegum höfð. Herbergin eru björt og bjóða upp á ferskan og nútímalegan stíl til að tryggja eftirminnilega dvöl, þau eru loftkæld með sjónvarpi, síma, hárþurrku, þráðlausu neti, smábar (gegn gjaldi) og öryggishólfi (gegn gjaldi). Hótelgarðurinn er stílhreinn og huggulegur þar sem nóg pláss er fyrir alla við sundlaugina eða á huggulegri verönd með útsýni yfir hafið. Á aðalveitingastað hótelsins er hlaðborð en á hótelinu er einnig Barbacoa veitingastaðurinn, Lanzarote bar og snakkbar við sundlaugina. Iberostar Bouganville Playa er sannarlega flottur kostur á Tenerife.

  Sundlaug
  Bílaleiga
  Leiga á handklæði við sundlaug
  Þráðlaust net
  Lyfta
  Hjólastólaaðgengi
  Farangursgeymsla
  Gestamóttaka
  Snyrtistofa
  Líkamsrækt
  Innilaug
  Borðtennis
  A la carte veitingastaður
  Bar
  Veitingastaður
  Loftkælingr
  Fundarsalur
  Skemmtidagskrá
  Morgunverður
DAGSKRÁ (birt með fyrirvara um breytingar)
DAGSKRÁ (birt með fyrirvara um breytingar)

  Við fljúgum með Play frá Keflavík kl. 09:10 og lendum á Tenerife kl. 14:35

Akstur frá flugvelli að hóteli. Þegar á hótelið er komið og farþegar hafa komið sér fyrir er fundur með fararstjóra. Þar er farið yfir dagskrá vikunnar og við kynnum okkur svæðið og hótelið.

  10:00 – 13:00: Costa Adeje — La Caleta

Vegalengd: 10 km / strandganga um 3 klst.
Heildarhækkun um 240 m

Við hefjum annan daginn okkar á léttri göngu meðfram ströndinni og ferðinni er heitið að litla fiskiþorpinu La Caleta sem þekkt er fyrir góða fiskiveitingastaði. Þaðan er gengið áfram um klettótta strandlengju með fallegum bergmyndunum úr sandsteini og útsýni yfir hafið, meðal annars að ströndinni Los Morteros, eða hippa ströndinni, þar sem fólk býr stundum í hellum eða tjöldum. Eftir það er gengið til La Caleta þar sem gangan endar og frjáls tími tekur við. Þá getur fólk t.d. fengið sér hádegisverð í La Caleta. Tilvalið er að hafa handklæði með í bakpokanum því líklegt er að tilfinningin að dýfa tánum í tært grænblátt hafið komi yfir okkur við fallegu klettana í La Caleta. Fólk getur svo ákveðið hvort það vill ganga til baka á hótelið eða taka leigubíl á eigin kostnað.

  9:00 – 14:00: Roque del Conde

Vegalengd: 8 km / fjallganga um 5 klst
Heildarhækkun um 600 m

Roque del Conde eða Roque del Ichasagua er 1000 m hátt fjall sem blasir við fyrir ofan ferðamannasvæðið Costa Adeje. Við tökum leigubíl frá hótelinu upp í bæinn Arona þar sem gangan byrjar og endar. Bærinn stendur í 650 m hæð yfir sjávarmáli en þar sem stígurinn liggur fyrst niður á við er heildarhækkunin í göngunni um 600 m. Þetta er mest krefjandi ganga ferðarinnar og gott að hafa göngustafi meðferðis en möguleiki er á styttri göngu fyrir þá sem vilja. Fyrst er gengið niður í fallegt gil og síðan hefst gangan upp fjallið. Í fjallinu miðju erum við á fallegum útsýnisstað og þar er möguleiki fyrir þá sem vilja að snúa við. Á þessum stað verður gangan aðeins brattari. Þegar komið er á toppinn tekur við svolítil háslétta og á toppnum erum við í 1000 m hæð yfir sjávarmáli. Útsýnið þaðan er stórkostlegt, bæði yfir ströndina og að eldfjallinu El Teide.

Hvíld og slökun – Njótið dagsins.

  09:00 – 13:00: Vilaflor - Ifonche

Vegalengd: 11 km, skógarganga um 4 klst.
Heildarhækkun er um 360 m en heildarlækkun 830 m

Við byrjum í bænum Vilaflor sem liggur í 1500 metra hæð yfir sjávarmáli og er það sveitarfélag sem liggur hæst á gjörvöllum Spáni. Furuskógur umkringir bæinn, strætin eru blómleg og þar er mikið ræktað af kartöflum og vínviði. Fyrsta hótelið á suðurströnd Tenerife var staðsett í bænum. Margar skemmtilegar gönguleiðir liggja frá Vilaflor og ein þeirra um skógi vaxið fjalllendi niður að smábænum Ifonche sem er í 1040 m hæð yfir sjávarmáli. Það er því að mestu gengið niður í móti, um fallega göngustíga með glæsilegu útsýni.

  09:00 – 12:00 Barranco del Infierno

Vegalengd: 8 km, upp og niður gil um 3 klst.
Heildarhækkun er um 300 m

Þessi gönguleið er rétt fyrir ofan Adeje-svæðið og liggur upp stórbrotið gil að litlum fossi. Nokkuð er um gróður á leiðinni, bæði í anda hitabeltis og regnskóga, og klettótt landslagið stórbrotið. Enginn fer inn í gilið án hjálms, opnir skór eru bannaðir og nauðsynlegt er að hafa númerið af vegabréfinu meðferðis því öll þurfa að kvitta undir að fara að öllum reglum.

Hvíld og slökun. Njótið dagsins, upplagt að fara á ströndina eða heimsækja höfuðborgina Santa Cruz.

Akstur á flugvöll og fararstjóri lætur vita af tímasetningu.
Við fljúgum heim með Play frá Tenerife kl. 15:50 og lendum í Keflavík kl. 21:10.

Athugið að dagskráin getur breyst án fyrirvara

Þátttaka í dagskrá er frjáls og ekki er skyldumæting

Ekki innifalið:
  Skoðunarferðir sem boðið verður upp á í ferðinni.
  Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu og ekki talið í upptalningu á hvað sé innifalið.
Annað:
  Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óafturkræft
  Lágmarksþátttaka er 16 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.

Tenerife

Tenerife hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga árum saman og ekki að furða, þar sem hér er að finna eitt besta loftslag í heimi, í aðeins 5 tíma fjarlægð frá Íslandi. Fallegar strendur, skemmtileg menning, einstök matargerð og líflegt mannlíf einkennir þessa huggulegu eyju sem ferðamenn heimsækja aftur og aftur.

 Playa de las Americas
Líflegasti áfangastaðurinn á Tenerife, og sá sem flestir sækja. Hér er úrval frábærra hótela, allt frá glæsilegum 5 stjörnu hótelum, í þægileg þriggja stjörnu hótel á frábæru verði. Hér finnur þú „Laugarveginn“, með öllum sínum verslunum og veitingastöðum, þar sem er auðvelt að eyða deginum í að skoða og njóta mannlífsins. Hér eru margir vinsælustu skemmtigarðarnir á eyjunni, bestu hótelin og veitingastaðirnir.
 Los Cristianos
Los Cristianos er án efa vinsælasti áfangastaðurinn á Tenerife fyrir þá sem sækja í frábært mannlíf, góða gististaði, úrval veitingastaða, rólegt yfirbragð, og fallegt umhverfi. Hér er frábært verðurfar allt árið um kring, enda er flóinn í skjóli og hér því stillt og hlýtt. Hér er að finna marga vinsælustu gististaði sem Íslendingar sækja í.
 Costa Adeje
Hér hefur nýjasta uppbyggingin átt sér stað á Tenerife. Glæsileg hótel, golfvellir og skemmtigarðar. Frábær aðstaða og glæsilegar strendur, svo sem Playa del Duque, með gullinn sand og gullfallegt umhverfi. Hér finnur þú mörg bestu hótel á eyjunni, glæsilegar verslunarmiðstöðvar eins og Siam Mall og Playa del Duque. Staðurinn fyrir þá sem gera miklar kröfur.

Skemmtilegt að gera

  Skella sér í Siam Park og eyða deginum þar - Siam Park

  Heimsækja Loro Parque - Loro Parque

  Njóta dags í Masca, týnda þorpinu - Nánar um Masca

  Eyða deginum í Santa Cruz, höfuðborg Tenerife - Nánar um Santa Cruz