Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Körfuboltaferð með Brynjari Þór. Til Albir 5. – 12. nóvember 2024

Ferðin er 5. – 12. nóvember

Körfuboltaferð Brynjars er fyrir þau sem langar að stunda skemmtilega líkamsrækt undir handleiðslu Brynjars Þórs Björnssonar. Ferðin er undirlögð körfubolta þar sem æft verður daglega, spilað við heimamenn og farið á körfuboltaleiki. Æfingarnar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum og ættu allir að fá að njóta sín.

Æft verður á morgnanna með fjölbreyttum körfuboltaæfingum og alhliða styrktaræfingum. Æfingarnar verða skemmtilegar með mikið af leikjum og keppnum. Fyrir þau sem langar að spreyta sig á móti innfæddum verður spilaður leikur í Alicante við aðra áhugamenn.
Heimsklassa æfingaaðstaða Valencia verður skoðuð en þar hafa Íslendingarnir Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason og fyrrum íþróttamaður ársins Jón Arnór Stefánsson spilað. Valencia er á leið í nýja höll Roig Arena sem er á pari við flottustu NBA hallirnar. Stefnan er svo sett á að fara heimaleik hjá Valencia eða Murcia en bæði lið spila í ACB deildinni sem er talin önnur besta deild heims á eftir NBA.

Ferðin er upplögð fyrir þau sem elska körfubolta og dreymir um að samtvinna körfubolta- og sólarlandaferð. 

Æfingaaðstaða Valencia 

Nýja höll Valencia Basket 

Körfuboltaæfingar 

Brynjari Þór
Brynjari Þór
Brynjari Þór

Brynjar Þór Björnsson er reynslumikill körfuboltamaður og þjálfari. Brynjar varð 8 sinnum Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari með KR. Brynjar á að baki 68 landsleiki með A-landsliði Íslands og tók hann þátt í Eurobasket árið 2017. Tímabilið 2018-2019 setti Brynjar Íslandsmet þegar hann skoraði 16 þriggja stiga körfur í leik gegn Blikum, met sem stendur enn. 

Haustið 2016 stofnaði Brynjar Körfuboltaþjálfun Brynjars þar sem iðkendur mæta tvisvar í viku og æfa körfubolta. Nú, átta árum seinna, er kominn tími til að færa út kvíarnar og bjóða upp á æfingar fyrir utan landsteinana.

Frábært fjölskylduhótel og notalegt andrúmsloft er á Albir Garden Hótel

Albir Garden er staðsett miðsvæðis í Albir og í um það bil 15 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Huggulegar vistarverur sem henta vel fyrir fjölskyldur. Í hótelgarðinum er frábær vatnagarður með mörgum vatnsrennibrautum fyrir allan aldur. Á hótelinu er líkamsræktarstöð, heilsulind, veitingastaður og fleira.

Hótelið er tilvalið fyrir íþróttahópa þar sem aðstaðan er frábær til íþróttaiðkunar.

  Heilsulind
  Sundlaug
  Bílastæði
  Hraðbanki
  Þvottaþjónusta gegn gjaldi
  Þráðlaust net
  Gestamóttaka
  Sjálfsalar
  Vatnsrennibraut
  Pool borð
  Borðtennis
  Pílukast
  Bar
  Veitingastaður
  Barnalaug
  Barnaklúbbur
  Barnaleiksvæði
  Skemmtidagskrá
  Hárþurrka
  Sjónvarp
Ýmis stéttarfélög veita styrki til félagsmanna sinna fyrir námskeiðum og fræðslu/endurmenntun. Við hvetjum þig til að kynna þér réttindi og styrkveitingar sem þitt stéttarfélag veitir og athugaðu hvort það sé fyrir þessa ferð. Sendu á unnur@aventura.is til að fá fylgiskjöl til að sækja um styrk.
Innifalið í verði:
  Beint flug fram og til baka með Play með 20 kg tösku
  7 nætur á Albir Garden Resort ★★★ með morgunverði
  Íslensk fararstjórn
  Dagskrá með Brynjari
  Akstur til og frá flugvelli
DAGSKRÁ (birt með fyrirvara um breytingar)
DAGSKRÁ (birt með fyrirvara um breytingar)

Athugið að dagskráin getur breyst án fyrirvara

Þátttaka í dagskrá er frjáls og ekki er skyldumæting

  Flogið með Play OG 600 Brottför frá Keflavík klukkan 09:00

  Áætluð lending á Alicante klukkan 14:35. Fararstjóri hittir hópinn á Alicante

  Akstur frá flugvelli að hóteli

  17:00 – 18:00 Brynjar Þór Björnsson fararstjóri verður með kynningarfund og fer yfir dagskrá vikunnar í hótelgarðinum

  07:30 – 10:30 Morgunverður

   09:30 – 12:00 Körfuboltaæfing

  Frjáls tími

  07:30 - 8:30 Morgunverður

  08:45 – 16:00 Við byrjum daginn á að vera sótt á hótelið kl. 08:45 og ferðinni er heitið til Valencia. Við byrjum á því að skoða aðstöðuna hjá Valencia Basket. Þar taka á móti okkur liðstjóri Valencia sem sýnir okkur aðstöðu þeirra en hér hafa þrír íslendingar spilað á síðastliðnum árum, landsliðsmennirnir Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason ásamt því að fyrrum íþróttamaður ársins Jón Arnór Stefánsson lék hér. Eftir skoðunarferðina tökum við æfingu.

  18:00 Förum á vel valin veitingastað

  Innifalið er akstur fram og tilbaka, léttir drykkir og tapas

   07:30 – 10:30 Morgunverður

  Frjáls tími fram á kvöld

  17:00 - 19:00 leikir við local körfuboltalið

  07:30 – 10:30: Morgunverður

  Frjáls dagur fram að brottför fyrir leik. Leikur Murcia/Valencia/Alicante

   07:30 – 10:30: Morgunverður

  11:00 - 13:00 Æfing. Leikur Murcia/Valencia/Alicante

  07:30 – 10:30: Morgunverður

  09:30 – 11:30: Æfing

  19:00 – 22:00: Lokahóf fyrir hópinn. Kvöldverður og gleði á vel völdum veitingastað. Nánari upplýsingar veitir fararstjóri á staðnum

  Heimferð með Play OG 601 frá Alicante brottför er klukkan 15:35 og lending í Keflavík klukkan 19:25

  07:30 – 10:30 Morgunverður

  08:30 - 09:30 Létt skotæfing og teygjur

  Brottför frá hóteli og út á flugvöll, nánari tímasetning síðar

Annað:
  Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óafturkræft
  Lágmarksþátttaka er 16 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka