Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

TENERIFE

Eyjar hins eilífa sumars

Tenerife hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga árum saman og ekki að furða, þar sem hér er að finna eitt best loftslag í heimi, í aðeins 5 tíma fjarlægð frá Íslandi. Tenerife er ein af 8 eyjum Kanaríeyjaklasans og er þeirra stærst, og tekur á móti 5 milljónum ferðamanna á hverju ári. Hingað sækir fólk ár eftir ár, því náttúrufegurðin, menningin, matargerðin og mannlífið hér er einstök blanda sem fólk sækir í að heimsækja aftur og aftur. Hjá Aventura finnur þú hagkvæmustu ferðatilboðin, hvort sem þú leitar að 5 stjörnu lúxushóteli, eða einföldu 3ja stjörnu hóteli á miðri Amerísku ströndinni.


Strendurnar


Hér finnur þú margar fallegustu strendur Spánar, hvort sem þú leitar að fáfarinni strönd þar sem þú ert einn með náttúrunni, eða sækir í líf og fjör og iðandi mannlíf.

Fañabé
Á suðurhluta eyjunnar í Adeja, finnur þú Fañabé stöndina, sem er ein sú vinsælasta á suðurhluta Tenerife. Hér er úrval vatnasports, veitingastaða, frábær aðstaða til sólbaða, einstaklega hrein og falleg strönd og frábær aðstaða til að njóta lífsins.

Las Tersitas
Í 10 mínutna akstursfjarlægð frá Santa Cruz de Tenerife, finnur þú dásamlega náttúrperlu, umlukta pálmatrjám og frábærum spænskum veitingastöðum. Ströndin er í miklu uppáhaldi hjá eyjarskeggjum sem eru ávallt góð meðmæli og hér er sandurinn eins og nýinnfluttur frá Sahara. Stórkostlega fallegur staður sem sýnir þér margt það besta frá Tenerife.

Antequera
Ótrúleg strönd, með svörtum sandi og falin frá fjöldanum, en einstaklega skemmtilegur staður að heimsækja. Best er að komast með bátnum frá Santa Cruz og San Andres. Og vitaskuld er hægt að ganga þangað, en það er fyrir þá lengra komnu, því göngustígurinn getur verið erfiður yfirferðar. Ómissandi nátturperla sem þess virði er að heimsækja einn dag.


Næturlífið


Fyrir þá sem eru búnir að fá nóg af ró og næði, þá má skoða aðra hlið af Tenerife, en hér er fjörugt næturlíf við allra hæfi, og glæsilegir skemmtistaðir um alla eyjuna.

Tramps, á Playa de las Americas er vinsæll næturklúbbur fyrir þá sem vilja fara á glæsilegan næturklúbb og skemmta sér undir morgun. Úrval næturklúbba er nánast endalaust.

Fyrir þá sem leita að lifandi tónlist, þá er Bulls Head þekktur sem einn helsti vettvangurinn fyrir tónlistarmenn og hér má finna rokk fram á nótt alla daga.


Gott að versla


Það er gott að versla á Tenerife, enda verðlagið með því lægsta sem finnst því eyjarnar eru með lægri virðisaukaskatt en meginland Spánar, aðeins 6,5% og því má gera frábær kaup í fatnaði, raftækjum og flestu öðru. Auðvitað má finna öll þekktu merkin hér, stórar verslunarmiðstöðvar svo sem eins og Plaza del Duque á Costa Adeje, Safari eða Oasis á Los Cristianos. En það er ekki síður skemmtilegt að finna staðbundna markaði þar sem finna má einstaka vöru svo sem á Tenerife Perla, þekktur fyrir fallega skartgripi, Mercado Municipal í San Cristobal, með ótrúlegu úrvali af ferskri matvöru, og ávöxtum beint frá býli.


Vinsælustu áfangstaðirnir Tenerife


Los Cristianos
Los Cristianos er án efa vinsælasti áfangastaðurinn á Tenerife fyrir þá sem sækja í frábært mannlíf, góða gististaði, úrval veitingastaða, rólegt yfirbragð, og fallegt umhverfi. Hér er frábært verðurfar allt árið um kring, enda er flóinn í skjóli og hér því stillt og hlýtt. Hér er að finna marga vinsælustu gististaði sem Íslendingar sækja í.

Playa de las Americas
Líflegasti áfangastaðurinn á Tenerife, og sá sem flestir sækja. Hér er úrval frábærra hótela, allt frá glæsilegum 5 stjörnu hótelum, í þægileg þriggja stjörnu hótel á frábæru verði. Hér finnur þú „Laugarveginn“, með öllum sínum verslunum og veitingastöðum, þar sem er auðvelt að eyða deginum í að skoða og njóta mannlífsins. Hér eru margir vinsælustu skemmtigarðarnir á eyjunni, bestu hótelin og veitingastaðirnir.

Costa Adeje
Hér hefur nýjasta uppbyggingin átt sér stað á Tenerife. Glæsileg hótel, golfvellir og skemmtigarðar. Frábær aðstaða og glæsilegar strendur, svo sem Playa del Duque, með gullinn sand og gullfallegt umhverfi. Hér finnur þú mörg bestu hótel á eyjunni, glæsilegar verslunarmiðstöðvar eins og Siam Mall og Playa del Duque. Staðurinn fyrir þá sem gera miklar kröfu.

Puerto de la Cruz
Fallegasti bærinn á Tenerife, staðsettur á norðurhluta eyjunnar, og einn af þeim stöðum sem maður verður að heimsækja á Tenerife. Á veturnar er ekki eins gott veður og á suðurhluta eyjunnar, en hér er afar fallegur bær, byggður á 18 öld, með sögufrægum byggingu, einstökum arkítektúr, frábærum veitingastöðum, menningarlífi og fjölda skemmtistaða. Fyrir þá sem vilja prófa annað andlit Tenerife, þá er þetta ómissandi upplifun og hér býður Aventura glæsilega gististaði.


Gagnlegt að vita


Flugfélög: Aventura býður hagkvæmustu fargjöld með öllum þeim flugfélögum sem fljúga til Tenerife.
Flugvellir:
Tenerife Sur – TFS. Aðalflugvöllurinn á Tenerife, þangað sem flestir fljúga til, og staðsettur rétt við Playa de las Americas, Costa Adeje og Los Cristianos.
Tenerife Norte - TFN. Staðsettur á norðurhluta eyjunnar, 11 kílómetra frá Santa Cruz, höfuðborginni. Hér eru tengiflug við allar hinar Kanaríeyjarnar.
Flugtími: Flugtími frá Íslandi er 5 og hálfur tími í beinu flugi.
Tungumál: Á Kanaríeyjum er opinbera tungumálið spænska.
Tímabelti: Vestur-Evróputími – ( UTC +01:00)
Íbúafjöldi: 904.700
Vegabréf: Gilt vegabréf er nauðsynlegt þegar ferðast er til Kanaríeyja, en engin vegabréfaáritun nauðsynleg fyrir Íslendinga.
Gjaldmiðill: Evra
Þjórfé: Almennt er þjórfé ekki innifalið og ekki skylda, en fyrir góða þjónustu er miðað er við 5 – 10%
Veðurfar: Milt á sumrin, meðalhiti um 25 – 30 gráður, svalar á veturna, 18-25 gráður.
Rafmagn: Á Kanaríeyjum er 220 v
Sæti eingöngu: Sæti eingöngu finnur þú á www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Það er ekki sérstakur ferðamannaskattur á Kanaríeyjum
Almennar samgöngur: Góðar samgöngur eru með strætisvögnum. Hægt er að kaupa BonoBus, sem gildir um alla eyju fyrir um 15 evrur.
Vatnið: Vatnið er drykkjarhæft, en ekki gott í samanburði við það sem Íslendingar þekkja. Mælum með að kaupa vatn.

Tenerife á korti