Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Tenerife

08.01.2020
 

TENERIFE - VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐUR ÍSLENDINGA - BÓKAÐU HÉR

Tenerife hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga árum saman og ekki að furða, þar sem hér er að finna eitt besta loftslag í heimi, í aðeins 5 tíma fjarlægð frá Íslandi.  Fallegar strendur, skemmtileg menning, einstök matargerð og líflegt mannlíf einkennir þessa huggulegu eyju sem ferðamenn heimsækja aftur og aftur.

Hvort sem þú vilt ferðast í sumar, haust eða yfir jólin þá er Aventura með ferðina fyrir þig - Mikið úrval fjölbreyttra gististaða er í boði frá 3 - 5 stjörnu á hagstæðum kjörum.

Við kynnum Labranda Suites Costa Adeje sem er nýtt og glæsilegt hótel sem opnar í júní 2021.  Í einkasölu hjá Aventura, fjölskylduherbergi og svítur - sannkölluð fjölskylduparadís á besta stað á Costa Adeje. Nánar um Labranda Suites hér

Skoðaðu úrval gististaða hér.

Það er tilvalið að eyða jólum og áramótum í mildu og þægilegu loftslagi - Jólaferð Aventura er frá 22. desember - 5. janúar

Hjá Aventura er staðfestingargjaldið einungis 20.000 kr fyrir hvern farþega og fullgreiða þarf ferðina 4 vikum fyrir brottför. 

    
✔ BETRI SÆTI 9900 KR AÐRA LEIÐ ✔ ÍSLENSK FARARSTJÓRN ✔ FLUGSÆTI FRÁ 29.990 KR AÐRA LEIÐINA
✔ AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI - 3000 KR ✔ 20 KG TASKA Í PAKKAFERÐ ✔ STAÐFESTINGARGJALD 20.000 KR
 

VERÐ Á FLUGSÆTI FRÁ 29.990 KR  - 3 FARGJÖLD Í BOÐI

 
 
 
 

ÓDÝRASTA

 
HANDFARANGUR INNIFALINN - 8 KG
ENGAR BREYTINGAR LEYFÐAR

 
 
 
 

HAGSTÆÐASTA

 
► HANDFARANGUR INNIFALINN - 8 KG

20 KG TASKA INNIFALIN

BREYTINGAR LEYFÐAR GEGN GJALDI

 
 
 
 

SVEIGJANLEGT

 
► HANDFARANGUR INNIFALINN - 8 KG

20 KG TASKA INNIFALIN

FRÍTT SÆTAVAL - Á EKKI VIÐ UM BETRI SÆTI

BREYTINGAR LEYFÐAR ÁN GJALDS
 

Playa de las Americas
Líflegasti áfangastaðurinn á Tenerife, og sá sem flestir sækja. Hér er úrval frábærra hótela, allt frá glæsilegum 5 stjörnu hótelum, í þægileg þriggja stjörnu hótel á frábæru verði. Hér finnur þú „Laugarveginn“, með öllum sínum verslunum og veitingastöðum, þar sem er auðvelt að eyða deginum í að skoða og njóta mannlífsins. Hér eru margir vinsælustu skemmtigarðarnir á eyjunni, bestu hótelin og veitingastaðirnir.

Costa Adeje
Hér hefur nýjasta uppbyggingin átt sér stað á Tenerife. Glæsileg hótel, golfvellir og skemmtigarðar. Frábær aðstaða og glæsilegar strendur, svo sem Playa del Duque, með gullinn sand og gullfallegt umhverfi. Hér finnur þú mörg bestu hótel á eyjunni, glæsilegar verslunarmiðstöðvar eins og Siam Mall og Playa del Duque. Staðurinn fyrir þá sem gera miklar kröfur.

Los Cristianos
Los Cristianos er án efa vinsælasti áfangastaðurinn á Tenerife fyrir þá sem sækja í frábært mannlíf, góða gististaði, úrval veitingastaða, rólegt yfirbragð, og fallegt umhverfi. Hér er frábært verðurfar allt árið um kring, enda er flóinn í skjóli og hér því stillt og hlýtt. Hér er að finna marga vinsælustu gististaði sem Íslendingar sækja í.

 

SKOÐA HÓTEL