Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

HD Parque Cristobal Tenerife

AVENIDA RAFAEL PUIG LLUVINA 15 38660 ID 12083

Almenn lýsing

Parque Cristobal er staðsett frábærlega á Playa de las Americas, þar sem iðandi mannlíf, veitingastaðir, barir og verslanir eru allt um kring. Hægt er að fá smáhýsi sem eru annars vegar með einu svefnherbergi og hins vegar tveimur svefnherbergjum með viftu í lofti. Kids Suite er tilvalin fyrir fjölskyldur en þeim fylgja barnastólar, pelahitari og leikjatölva svo eitt sé nefnt, loftkæling er í kid suite. Öryggishólf eru gegn gjaldi. Á hótelinu er þráðlaust net. Hótelgarðurinn er stór og skiptist í nokkur svæði. Skemmtidagskrá, barnaklúbbur og barnaleiksvæði eru til staðar og mikil áhersla er á að þjónusta fjölskyldur eins og best getur. Þetta er sannkallað fjölskylduhótel með nóg af afreygingu fyrir alla.
Hótel HD Parque Cristobal Tenerife á korti