Golf í Belek - Antalya
Golfparadís
í Tyrklandi
í Tyrklandi næsta vor
Belek, staðsett við suðurströnd Tyrklands, er einn vinsælsti golf- áfangastaður í heimi, enda býður hann glæsilegt úrval hótela, golfvalla, veitingastaða og skemmtunar, allt á einum stað í stórkostlegu umhverfi við ströndina. Vorin eru besti tími ársins til að heimsækja þessa einstöku golfparadís og Aventura býður nú bein flug til Antalya, þaðan sem er aðeins hálftímaakstur til Belek.
Belek er sannkölluð paradís fyrir kylfinga. Svæðið státar af yfir 15 golfvöllum í heimsklassa, hönnuðum af virtum arkitektum og er umkringt furuskógum, fallegum ströndum og Miðjarðarhafinu. Hér er allt til staðar fyrir ógleymanlega golfferð – hvort sem þú ert byrjandi eða reyndur kylfingur.
Hótelið
Kaya Belek
Kaya Belek er staðsett við sjávarsíðuna í Belek og státar af 300 metra einkaströnd, umkringd furuskógum og gróðursælu umhverfi. Þetta hótel er sérstaklega vinsælt meðal golfara og íþróttahópa og býður upp á All Inclusive þjónustu í hæsta gæðaflokki.
Í glæsilegum hótelgarðinum má finna 2 stórar sundlaugar, barnalaug, innilaug og vatnsrennibrautir. Á hótelinu eru 5 veitingastaðir, 5 barir og næturklúbbur.
Á hótelinu er heilsulind þar sem hægt er að komast í líkamsmeðferðir og auðvitað tyrkneskt bað sem er eitthvað sem allir ættu að prófa.
Skemmtidagskrá er á hótelinu, sýningar og tónlist á kvöldin og leikir og afþreying á daginn.
Herbergin eru vel búin, loftkæld með svölum. Þráðlaust net er á hótelinu.
Kaya Belek sameinar afslöppun, afþreyingu og lúxus í einni og sömu dvölinni. Hvort sem þú ert að ferðast með fjölskyldunni, í íþróttaferð eða í rómantísku fríi, þá er þetta hótel frábær kostur fyrir ógleymanlegt frí við tyrknesku Rivíeruna.
Golfvellirnir
3 hringir spilaðir á Kaya Palazzo, 1 hringur á Montgomerie, 1 hringur á Carya, 1 hringur á National og 1 hringur á Lykia Links.
*Vinsamlegast athugið
21. apríl - 29. apríl verður spilað á Cullinan Links (golfbíll innifalinn) og Antalya GC Pasha í stað National og Lykia
28. apríl - 6. maí verður spilað á Cullinan Links (golfbíll innifalinn) í stað Montgomerie
Antalya er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Tyrklandi þar sem yfir 10 milljónir ferðamanna heimsækja svæðið ár hvert. Antalya er 8. stærsta borgin í Tyrklandi og er íbúafjöldinn um 1.2 milljón. Borgin á sér langa sögu og eru rústir Rómverja vel sýnilegar í gamla bænum. Borgin sem fyrst hét Attaleia og var stofnuð árið 150 fyrir Krist af gríska konungsins Attalus II hefur einnig tilheyrt Rómverjum, Byzantine stórveldinu, Seljuc stórveldinu, Ottómönnum í yfir 500 ár, Ítölum eftir fyrri heimstyrjöldina og það var svo 1923 að borgin varð tyrknesk þegar Tyrkland öðlaðist sjálfstæði undir forystu Mustafa Kemal Ataturk, fyrsta forseta Tyrklands.
Í skjóli Taurus fjallgarðsins er þessi fallega borg varin norðanvindum og er því einstaklega veðursælt á svæðinu.
Í Antalya er helst ræktaðir sítrusávextir, ólífur, bómull og bananar.
Kaleici sem er gamli bærinn, hefur einstakan sjarma, þröng stræti sem liggja að smábátahöfninni og gamlar byggingar setja svip sinn á bæinn. Fyrir ofan smábátahöfnina er svo aðaltorg borgarinnar Cumhuriyet Square, á íslensku lýðveldistorgið, þar sem gamli bærinn mætir nýja bænum en borgin er byggð umhverfis gamla bæinn Kaleici. Leifar frá Ottómönnum, Seljúkum og Bizantinum má víða finna í Kaleici, ásamt grískum arkitektúr frá fornum tíma en 5 grískar rétttrúnaðarkirkjur eru í Kaleici.
Antalya er frábær blanda af fallegum hvítum ströndum og hefðbundinni tyrkneskri menningu


