preloader

Aðventuferðir til Riga

26. – 30. nóvember
3. – 7. desember

Verð frá 129.900 kr í tvíbýli

Njóttu aðventunnar í Riga

Höfuðborg Lettlands, Riga, er einstaklega heillandi og verðlag afar hagstætt. Íbúar borgarinnar eru um 700.000 eða þriðjungur íbúa landsins sem eiga að baki mikla sögu og ríkan menningararf. Leiðtogi Hansaveldisins, Albert von Buxthoven, stofnaði Riga árið 1201 og útvíkkaði þá verslunarveldi Hansakaupmanna til austurs. Borgin var undir yfirráðum Sovétríkjanna frá 1945 til 1991 en þegar Lettar urðu sjálfstæðir voru sovésk götuheiti og minnisvarðar fjarlægðir í Riga.

Gist verður á Radisson Blu Latvija Hotel ⭐️⭐️⭐️⭐️ 

Radisson Blu Latvija Conference & Spa Hotel er 4 stjörnu hótel í hjarta Riga, 400 metra frá fallega gamla bænum. Öll herbergin á Radisson Blu Latvija Conference & Spa Hotel eru með minibar og te- og kaffiaðstöðu. Hvert gistirými er með nútímalegt baðherbergi með snyrtivörum, hárþurrku og annaðhvort baðkar eða sturtu. 

26. nóvember
3. desember

Flogið frá Keflavík til Riga með Air Baltic

30. nóvember
7. desember

Flogið frá Riga til Keflavíkur með Air Baltic

Innifalið
Dagskrá með fyrirvara um breytingar

Koma til Riga, tekið á móti farþegum á flugvelli og farið á Hótel Radisson Blu Latvija

Klukkan 10:00 - Gönguferð um gamla bæinn með innlendum leiðsögumanni. Í ferðinni munt þú upplifa Riga nútímans og til forna. Ótrúlegur arkitektúr í Art Deco / Art Nouveau stíl einkennir borgina og leiðsögumaðurinn sýnir þér allt það besta. Leiðsögumaðurinn hittir hópinn á hótelinu ásamt íslenskum fararstjora. Ferðin tekur um 2 klukkustundir. Í beinu framhaldi af göngutúrnum verður í Riga Balsam og líkjörs smökkun. í þessari smökkun verður fræðsla um lattneska líkkjöra og sögu og þróun þeirra. Frægasti drykkurinn er án efa Riga Black Balsam, sætur en bitur jurtalíkjör sem innihelfur 24 mismunandi jurta tegundir blandað með vodka. Þessi drykkur er 45% áfengi og er notaður bæði með kaffi og sem snaps, í kokteila og jafnvel í lækningaskyni. 3 mismunandi líkjörar verða smakkaðir og kynntir af gestgjafanum. Allir fá kaffi eða te með smökkuninni. Allir þurfa að smakka á Riga Balsams til að upplifa alvöru Riga. Vínsmökkunin tekur um 30 mínútur.

Frjáls dagur í fallegu Riga. Njóttu þess að rölta um borgina og tilvalið að tylla sér á einn af frábæru veitingastöðum í borginni.

Klukkan 11:30 mun fararstjóri Aventura ganga með hópinn á jólamarkaðinn í gamla bænum, það er tilvalið að gera góð kaup á handverki heimamanna eða smakka á heitu glöggi og ristuðum möndlum.

Heimferð frá Riga til Íslands
Ekki innifalið
Annnað
This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.