Aðventuferðir til Edinborgar - 28. – 2. desember og 5. – 9. desember
Njóttu aðventunnar í Edinborg - VERÐ FRÁ 194.900 KR - MIKIÐ INNIFALIÐ
Edinborg er höfuðborg Skotlands, borgin er heillandi og falleg og sameinar gamla tíma og nýja á einstakan hátt. Sögulegir staðir eins og Edinborgarkastalinn, Royal Mile, Edinburgh Dungeons og Scott Monument eru vel þess virði að heimsækja en mikið er um byggingar í miðaldarstíl sem blandast við nýtískulegar byggingar í þessari skemmtilegu borg.
Á aðalverslunargötunni Princes Street er mikið úrval verslana eins og H&M, Primark, Clarks, New Look og fleiri. Skammt frá er George Street þar meira eru um hönnunar og merkjavörubúðir. Í St. James Quarter má finna fjöldann allan af verslunum og veitingstöðum. Á Rose Street sem er næsta gata við Princes Street má svo finna mikið af veitingastöðum og ekta skoskum börum þar sem tilvalið er að tylla sér og spjalla við heimamenn.
Mikið erum fallega garða í Edinborg t.d Princes Street Gardens, Royal Botanic Garden, Queen Street Gardens og fleiri. Á aðventunni er einstaklega skemmtilegt að ferðast til Edinborgar en skemmtilegt jólaþorp og tívolí setur svip sinn á borgina á þeim tíma.
Fararstjóri ferðarinnar er Eva Björg Sigurðardóttir
Síðan 2018 hefur Eva Björg heimsótt Skotland í hið minnsta einu sinni á ári. Þar geymir hún hluta af sinni sál og er því hver endurkoma að ákveðnu leyti eins og að koma heim. Edinborg er vanalega hennar bækistöð en hefur hún þó flakkað vítt og breitt um landið og kynnt sér sögu þess vel, bæði vegna mikils áhuga en einnig vegna heimildarvinnu fyrir skáldsögu sem hún hefur unnið að síðustu ár.
Eva Björg veitt fátt skemmtilegra en að sýna öðrum um Edinborg. Hún er sannfærð um að allir geti fundið eitthvað við hæfi í Skotlandi, og það sama á auðvitað við sjálfa höfuðborgina, Edinborg. Þar er af nógu af taka, hvort sem maður er matarunnandi, náttúruunnandi, áhugamaður um sögu, arkitektúr, golf, eða jafnvel drauga og nornir. Þarna mætir hið nýja hinu forna á einstakan hátt. Veitingastaðir í nútímalegum stíl standa við hliðina á myrkum undirgöngum, sögulegum rústum og byggingum sem sumar eiga rætur að rekja til miðalda.
Og fyrir þá sem kunna að meta sögur og stemningu, er drykkur og kvöldverður á gömlum krám með langa og átakanlega fortíð hin besta afþreying. Edinborg er því að mati Evu Bjargar ekki bara áfangastaður – hún er upplifun.
Gist verður á yOTEL EDINBURGH ⭐️⭐️⭐️⭐️
Yotel Edinburgh er þægilega staðsett í nýja bænum í Edinborg. Herbergin eru björt og aðlaðandi. Stutt er að ganga á jólamarkaðinn og á verslunargötuna Princes Street. Á hótelinu er líkamsrækt og veitingastaðurFlogið frá Keflavík til Edinborgar með Icelandair
Flogið frá Edinborg til Keflavíkur með Icelandair
Koma til Edinborgar, tekið á móti farþegum á flugvelli og halidð til Edinborgar á Yotel Edinburgh.
Klukkan 10:00 leggur Eva fararstjóri af stað með hópinn á jólamarkaðinn.
Markaðurinn er staðsettu í East Princes Street Gardens, þessi frægi markaður er stórskemmtilegur heim að sækja, handverk frá heimamönnum, gjafavörur, gómsætur matur og drykkir á hverju strái. Í vestur hluta garðsins er Festive Family Fun Fair sem er skemmtigarður fyrir alla fjölskylduna, tívolítæki, matur og drykkir.
Frjáls tími fyrir alla að fara í hádegisverð.
Seinni partinn verður svo farið í Royal Botanic Gardens, sem er einstök vetrarveröld, með upplýstum gönguleiðum. Garðurinn nær yfir 70 hektara og býður upp á fallega ræktaða garða, töfrandi viktorískt glerhús og víðtækt safn plantna víðsvegar að úr heiminum. Gestir geta skoðað fjölbreytt landslag, þar á meðal Klettagarðinn, kínversku hlíðina og friðsælan skógargarð, á meðan þú nýtur stórkostlegs útsýnis yfir sjóndeildarhring Edinborgar. Garðurinn er fullkominn fyrir náttúruunnendur og þá sem leita að friðsælu athvarfi, garðurinn hýsir einnig árstíðabundna viðburði og sýningar.
Komið til baka á hótelið um kvöldmatarleytið.
Í dag verður gengið að Edinborgar kastala, lagt er af stað klukkan 10 að morgni. Gangan að kastalanum tekur um 15 mínútur.
Kastalakletturinn í Edinborg hefur verið vígi í yfir 3000 ár. Í yfirburðastöðu sinni með útsýni yfir höfuðborginni hefur glæsileiki og sögulegt mikilvægi Edinborgarkastala gert hana að heimsfrægu helgimynd Skotlands og hluti af gömlu og nýju bæjunum í Edinborg á heimsminjaskrá.
Staðsettur ofan á útdauðu eldfjalli, með töfrandi útsýni yfir borgina Edinborg, kastalinn hefur orðið vitni að mörgum af skilgreindum atburðum í skoskri sögu og hefur ríkt umhverfi sitt með tign um aldir. Heillandi gesti með fornum byggingum og stórkostlegu útsýni, heldur hann áfram að töfra með sinni dásamlegu sögu.
Því næst verður haldið að Royal Mile þar sem þið verðið frædd um langa og merka sögu.
Eftir þessa skemmtilegu söguferð er tilvalið að skella sér í hádegisverð á hefðbundinni skoskri krá.
Frjáls dagur í Edinborg, tilvalinn til að versla og njóta á jólamarkaðnum.
Það er ókeypis aðgangur að National Museum of Scotland, sem gæti verið skemmtilegt að heimsækja, einnig Victoria Street og Cockburn Street sem eru skemmtilegar götur með kaffihúsum og litlum verslunum.
Sameiginlegur kvöldverður sem er innifalinn í verði.
Heimferð, farið frá Edinborg á flugvöll þaðan sem er flogið til Keflavíkur
















