Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.
Costa del Sol

COSTA DEL SOL

Ferðamannaparadísin Costa del Sol er ekki bara mjög vinsæl meðal ferðamanna á sumrin heldur einnig á veturna enda einstakur staður með mildu og heittempruðu loftslagi. Fyrir tilstilli fjallahringsins sem ver þessa paradís fyrir köldum vindi þá er meðalhitinn yfir árið um 20 gráður. Þess má geta að þýðing á Costa del Sol úr spænsku er „sólarströndin“ og er það besta lýsingin á ferðamannastöðunum á svæðinu. Sólardagar á ársgrunni á Spáni er flestir þar og eru þeir að meðaltali um 320 dagar. Þess vegna fara um 35% af ferðamönnum sem heimsækja Spán til Costa del Sol. Það er á þessari strönd sem margar Hollywood-stjörnur, frægt íþróttafólk og stjórnmálamenn kjósa að koma sér upp dvalarstað.  

Á Costa del Sol getur þú valið um að dansa til dögunar, sigla á snekkju, fara á brimbretti, fá þér göngutúr um götur bæjanna eða bara slappað af á ströndinni. Á háannatímanum er glaumur og gleði, diskótekin glymja fram á morgun, lúxussnekkjur úti um allt og iðandi mannlíf allan sólahringinn alls staðar.  

Að fara til Costa del Sol er eins og að uppfylla draum sem kviknaði svo eftirminnilega við að skoða bæklinga með sól, lúxusströndum, tískuhótelum og mergð ferðamanna sem leika sér á ströndinni eða spila golf af ástríðu – þannig sér maður sólarströnd fyrir sér. Þar eru glæsilegar sólarstrendur en hafa ber í huga að straumar Atlantshafsins sjá til þess að sjórinn er frekar kaldur þarna, jafnvel um mitt sumar. En brimbrettaelskendur taka öllum öldunum sem rísa án afláts fagnandi.


Strandlífið


Á hinni 160 km löngu strönd Costa del Sol er eitthvað fyrir alla – hvort sem leitað er að brjáluðu strandpartíi eða afslappandi strönd fyrir fjölskyldufrí þá mun suðurhluti Spánar á Costa del Sol bjóða upp á einstakt sumarfrí. Staðreyndin er sú að þarna er sígildur sumardvalastaður fyrir þá sem eru að leita að sól, sandi og sjó. Strendurnar á Costa del Sol eru að mestu mjög hentugar fyrir fjölskyldufrí enda bjóða þær flestar upp á margvísleg þægindi.

Eins allra vinsælasta og þekktasta ströndin á Costa del Sol er Burriana-ströndin (Playa de Burriana) í Nerja. Hún er víða þekkt fyrir sinn fallega gullna sand og gríðarlegt úrval af litlum veitingahúsum og strandbörum. Ströndin er um 800 metra löng og 40 metra breið og er staðsett við enda Calle Filipinas. Á röltinu þar finnur þú margar verslanir og veitingahús. Á ströndinni getur þú farið í sturtu og notað salerni, leikvelli og strandblakvelli. Auk þess getur þú leigt þér sólbekk, sæþotu og kajak.

Kajakróður er nefnilega eitt vinsælasta strandsportið – það er frábær leið til að kanna nágrenni strandarinnar og ekki er úr vegi að koma við á Marco-ströndinni sem er virkilega þess virði að heimsækja. Sú strönd er hinn sanni gimsteinn Costa del Sol! Margir kalla þá strönd uppáhaldsströndina sína og af góðri ástæðu – lygilega tær sjór, unaðslega friðsælt landslag og gríðarleg fegurð neðansjávar sem fær þig til að kafa og skoða þig um. Þarna er útsýnisturn uppi á toppi á kletti sem hefur mikið aðdráttarafl.

Ef þú ert að leita að strönd með grunnsævi þá er mælt með heimsókn á Cabopino-ströndina. Fallegur gullinn sandur og ládauður hreinn sjór gerir þessa strönd að frábærum stað fyrir notalega fjölskylduferð til Costa del Sol. Hún er búin alls konar þægindum sem tryggja skemmtilega daga fyrir alla fjölskylduna. Eins og á öðrum ströndum getur þú leigt sólbekki, sólhlífar, báta, vatnaskíði og svo getur þú jafnvel skroppið í ferð til að sjá höfrunga. Þá eru líka fjölmargir barir og veitingastaðir á ströndinni.

Malapesquera-ströndin, einnig kölluð Torrebermeja-ströndin, er ein af vinsælustu ströndunum í Benalmadena. Hún er sigurvegari viðurkenningarinnar blái fáninn (en blái fáninn er heimsþekkt viðurkenning fyrir umhverfismál sem milljónir manna um allan heim leggja traust sitt á). Góð staðsetning og gríðarstór græn svæði strandarinnar laða fólk að, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Ef þú vilt komast aðeins úr vægðarlausri spænsku sólinni geturðu alltaf fundið þér skugga og það eru m.a.s. sérstök svæði til þess ætluð.


Næturlífið


Costa del Sol er langtum meira en bara sjór, sól og strendur. Næturlífið á Costa del Sol er alls ekki árstíðabundið. Næturklúbbarnir og diskótekin eru opin allt árið. Á vinsælu tónlistarbörunum og diskótekunum við ströndina munu gestir alltaf finna líflega og skemmtilega stemmningu, góða drykki og enn betri hljómburð. Hvað varðar næturlífið á Costa del Sol má alls ekki gleyma allra vinsælustu ferðamannastöðunum en þar eru allar helstu uppákomurnar - þetta eru Benalmadena og Marbella. Flestir skemmtistaðir eru staðsettir á sérstökum afþreyingarsvæðum (Puerto Marina Benalmadena og Puerto Banús) sem og hin heimsþekkta Marbella Golden Mile. Næturlífið þarna er í stöðugri sveiflu – það þagnar nánast aldrei allt árið um kring og flestir klúbbarnir eru vinsælir um alla Evrópu.

Yfir sumartímann eru bestu strandklúbbarnir á Costa del Sol opnir langt fram á nótt. Á strandklúbbunum eru sundlaugar, sólbekkir, sólhlífar, barir og dansgólf. Skemmtanastjórarnir setja daglega upp nýja skemmtidagskrá þar sem boðið er upp á danssýningar og tónlistaratriði, þar sem girnilegir kokteilar og dansarar lýsa upp tilveruna. Klúbburinn Nikki Beach á Don Carlos ströndinni er sá allra vinsælasti. Næturlífið á Costa del Sol er svo magnað að þú getur farið í partí hvort sem er að nóttu eða degi.


Vinsælir ferðamannastaðir


Malaga
Ef þú ert að spá í að fara til Costa del Sol til að kynna þér menningu svæðisins mælum við með að fara til hinnar sólríku borgar Malaga. Miðborg Malaga er heillandi með nýtískulegum hverfum með háreistum stórum verslunarmiðstöðvum. Menningarlega hefur Malaga svo sannarlega upp á sitthvað að bjóða: Picasso-safnið Museum, Carmen Thyssen safnið, Pompidou-miðstöðina og rússneska safnið svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög skemmtilegt að ganga um göturnar, kíkja í búðir og ýmislegt áhugavert rekur á fjörur þínar.

Hvað sem öðru líður, Malaga er ferðamannastaður með frábærum ströndum, þægilegum hótelum og villtu næturlífi. Ströndin í Malaga er hins vegar ekki endilega ákjósanlegasti staðurinn til að slaka á með börnunum. Sjórinn getur verið svolítið kaldur fyrir þau en ströndin býður þó upp á fullkomna blöndu af heitu lofti, angan af frískandi sjó og blómum.

Benalmádena
Ferðamannastaðurinn Benalmadena er umluktur Miðjarðarhafinu og sker staðurinn sig úr vegna hreinleika stranda, góðrar umhirðu og þægilegra hótela. Hann er talinn vera ferðamannstaður á heimsvísu. Hann býður upp á heilmikla skemmtun fyrir fjöruga unga fólkið og ásamt því eru rólegir staðir í boði fyrir fjölskyldur þar sem mun fara vel um alla. Þetta er besti ferðamannastaðurinn fyrir fjölskyldufrí á allri Costa del Sol. Þú munt svo sannarlega kunna að meta að þessi ferðamannastaður hefur hlotið viðurkenningu bláa fánans fyrir snyrtilega og umhverfisvæna strönd. Benalmadena hefur upp á heilmargt að bjóða fyrir unnendur vatnaíþrótta. Í Puerto Marina geturðu farið í siglingakennslu, farið í siglingu til hinna stórkostlegu þriggja eyja sem eru nálægt ströndinni eða varið tíma þínum í að skoða fegurð lífríkisins neðansjávar. Til að njóta náttúrufegurðarinnar til fullnustu er tilvalið að ganga um garðana El Muro og Las Aguilas og fara með kláf upp á tind Carramolo. Þá geturðu farið frá Benalmadena til Malaga þar sem þú getur farið í dagsferð að skoða sögufræg mannvirki höfuðborgar Andalúsíu.

Nerja
Nerja er mjög sunnarlega á Spáni. Þangað er tilvalið að fara ef maður vill verja fríinu á ströndinni, skoða náttúrufegurðina og kynnast spænskri matargerðarlist. Strendurnar, hótelin og maturinn jafnast á við það sem er á öðrum ströndum Costa del Sol en verðið er lægra. Þrátt fyrir þá staðreynd að á þessum stað við Miðjarðarhafið fylgi að sjórinn sé kaldari tæmast strendur Nerja ekki fyrr en í októberbyrjun.

Strendur Nerja ná yfir 13 km en þar eru í boði sólbekkir, sturtur og önnur þægindi. Þær eru meðal hreinustu stranda Evrópu. Einnig henta þær vel fyrir barnafjölskyldur – kröfum um öryggi er fylgt í hvívetna. Margt er hægt að finna sér til dundurs, fara á vatnaskíði, kajak, tvíbytnu og þá er hægt að kafa og skoða fegurðina neðansjávar, kórala, ála, kolkrabba og litskrúðuga fiska.Gagnlegar upplýsingar


Flugfélög: Við bjóðum hagstæðasta verðið á flugi til Costa del Sol.
Flugvöllur: Aeropuerto de Malaga - Costa del Sol.
Fjarlægð frá flugvelli: 10-15 mín./8 km frá hinni sögulegu miðborg Malaga.
Flugtími: Í kringum þrír tímar, allt eftir áfangastað.
Tungumál: Spænska.
Tímabelti: Mið-Evrópu tímabelti.
Fólksfjöldi: Í kringum 529.000.
Vegabréf: Vegabréf í gildi er nauðsyn.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið. Venjan að gefa 5-10% af reikningnum.
Rafmagn: 220 eða 225 volt.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Að fjórum evrum. 
Vatn: Það er í lagi að drekka kranavatnið.


Ys og þys


Hvort sem um er að ræða stutt borgarfrí í Malaga eða strandfrí á Marbella eða Nerja þá er svo margt spennandi við að vera að ferðamenn eru bara á hótelinu yfir blánóttina og bíða svo eftir „siestunni“. Ef þú nýtur þess að slaka á á Costa del Sol þá hljómar sú hugmynd örugglega vel að skreppa frá í a.m.k. einn dag til að upplifa eitthvað nýtt. Það er t.d. upplagt að skoða nokkra áhugaverða staði í göngufjarlægð. Þér er óhætt að trúa því, þeir eru svo margir, gúgglaðu bara: Acebuchal, Ronda og Granada svo eitthvað sé nefnt. 

Þegar kemur að afþreyingu fyrir börn á Costa del Sol ber fyrst að nefna vatnsleikjagarða. Þar er vatnið alltaf heitara en sjórinn. Aqualand í Torremolinos er afar stór garður með svakalegum rennibrautum og litríku barnasvæði. 

Það er ótækt að sækja Spán heim án þess að bragða á hefðbundnum spænskum mat og víni héraðsins. Hughrifin sem þú verður fyrir af spænskri matreiðslu og víni skyggja á allt annað! Hið þekkta rauðvín getur heillað alla, m.a.s. mestu nautnaseggi.

Costa del Sol á korti