Almenn lýsing
Salou er ferðamannahöfuðborg Costa Dorada, 100 km sunnan við Barcelona. Breiðar strendur Salou teygja sig frá Cape La Pineda í norðri til ferðamannabæjarins Cambrils í suðri. Frá maí til október er nóg að gera, þá eru þúsundir ferðamanna á götunum. Þú heyrir skálað í sangríu og finnur lyktina af paellu. Fallegasta gatan er full af margvíslegum börum, veitingastöðum, kaffihúsum og verslunum sem teygja sig meðfram átta kílómetra langri ströndinni. Ljósa- og tónlistargosbrunnurinn er réttilega sagður það fallegasta á staðnum.
Í Salou eru fjölmargar strendur, en sú vinsælasta er Levante Beach sem er jafnframt sú lengsta. Aðrar strendur sem staðsettar eru í og kringum Salou eru t.a.m. Platja de Ponent, Platja dels Capellans, Platja Llarga og Platja Cala Crancs. Í Salou eru 34 strendur sem flagga bláa fánanum, en það er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er fyrir hreinlæti og öryggi stranda.
Salou er einstaklega fjölskylduvænn áfangastaður með fjölmarga afþreyingamöguleika fyrir börn og fullorðna. Fyrst ber að nefna skemmtigarðinn PortAventura sem er í aðeins nokkra mínútna akstursfjarlægð frá Salou. Aðrir afþreyingamöguleikar eru t.a.m. vatnagarðarnir Caribe og Aquapolis, bátsferð á bát með glerbotni, dagsferð til Barcelona, nú eða leikir og skemmtun á ströndinni. Í Salou eru einnig fjölmargir barir sem hafa sérstaka kvöldskemmtun fyrir bæði börn og fullorðna.
Athugið: Greiða þarf sérstakan gistiskatt á Katalóníu á Spáni. Farþegar þurfa að greiða beint til hótelsins við komu.
Strandlífið í Salou
Í Salou eru fjölmargar strendur, en sú vinsælasta er Levante Beach sem er jafnframt sú lengsta. Aðrar strendur sem staðsettar eru í og kringum Salou eru t.a.m. Platja de Ponent, Platja dels Capellans, Platja Llarga og Platja Cala Crancs. Í Salou eru 34 strendur sem flagga bláa fánanum, en það er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er fyrir hreinlæti og öryggi stranda.
Hlutir til að gera
Salou er einstaklega fjölskylduvænn áfangastaður með fjölmarga afþreyingamöguleika fyrir börn og fullorðna. Fyrst ber að nefna skemmtigarðinn PortAventura sem er í aðeins nokkra mínútna akstursfjarlægð frá Salou. Aðrir afþreyingamöguleikar eru t.a.m. vatnagarðarnir Caribe og Aquapolis, bátsferð á bát með glerbotni, dagsferð til Barcelona, nú eða leikir og skemmtun á ströndinni. Í Salou eru einnig fjölmargir barir sem hafa sérstaka kvöldskemmtun fyrir bæði börn og fullorðna.
Athugið: Greiða þarf sérstakan gistiskatt á Katalóníu á Spáni. Farþegar þurfa að greiða beint til hótelsins við komu.