Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.
Costa Dorada

COSTA DORADA

Costa Dorada er algjör paradís fyrir unnendur gullinna stranda. Á ströndinni er fínn sandur sem líkist kistum fullum af gulli og gimsteinum. Costa Dorada er þýðing úr katalónsku og merkir gullna ströndin. Hún teygir sig yfir 140 km frá bænum Vilanova i la Geltrú sem er vestan við Barcelona til lóna og hrísgrjónaakra​​ Ebro River Valley. Costa Dorada dregur nafn sitt af ströndum sínum með fína gullna sandinum og hafa margar þeirra hlotið viðurkenninguna blái fáninn. Stórkostlega gullströndin laðar að túrista hvaðanæva úr heiminum sem koma til að skoða Costa Dorada.

Ef litið er á kort sést að Miðjarðarhafsströndin er vel vernduð frá vestri til norðurs af Pýreneafjöllum og Katalóníufjöllunum. Þessi náttúrulega vörn fjallanna skreytir ekki aðeins landslagið heldur veitir hún dásamlegt stöðugt veðurfar á eyjunni – fjölmörg pálmatré, grenitré og sýprustré bera þessu fagurt vitni. Þökk sé þessu stöðuga veðurfari er veðrið á eyjunni gott frá mars fram í október og því koma ferðamenn nánast allt árið um kring. Um miðjan maí er hægt að fara að stinga sér í sjóinn. Yfir hásumarið hitnar sjórinn upp í 22-25°С, lofthitinn í júlí og ágúst er um 33°С.

Gullna ströndin hefur breyst í mikinn ferðamannastað með mikilli afþreyingu, þökk sé stöðugu veðurfarinu og frábærri staðsetningu. Allt þetta stuðlar að miklum vinsældum þessa ferðamannastaðar. Margra hæða hótel eru að taka yfir lítil strandhótel í auknum mæli. Fólk á bílum með ferðavagna flæðir að Costa Dorada vegna góðra tjaldsvæða við ströndina. Þú getur notið frísins á veitingastöðum, diskótekum, ferðamannastöðum, risastórum verslunarmiðstöðvum og vatnsleikjagörðum!

Ef það er troðfullt á austurhluta og miðju strandarinnar er tilvalið að fara á strendurnar í Ebro Valley sem hrífa mann jafnvel á háannatíma. Ein af ástæðunum fyrir því að eyjan laðar að sér ferðamenn með börn er Port Aventura garðurinn en hann er stærsti skemmtigarðurinn í Suður-Evrópu. Sumarfrí í Costa Dorada er svo sannarlega fyrir alla!


Strandlífið


Strendur Costa Dorada eru langar, breiðar með fíngerðum gullnum sandi og tærum sjó. Margar þeirra hafa hlotið viðurkenningu Evrópusambandsins, blái fáninn, vegna fyrirmyndarumhirðu. Blái fáninn er viðurkenning í hæsta gæðaflokki. Á stórkostlegu ströndunum er fín salernisaðstaða, útisturtur, strandabúnaðarleiga, margs konar útivistarmöguleikar, margir valmöguleikar kaffihúsa, bara og veitingavagna.

Allar strendur Costa Dorada eru reknar af bæjarfélaginu, þ.e.a.s. það kostar ekkert á þær. Þú þarft aðeins að borga fyrir leigu á sólbekkjum, sólhlífum eða stranddýnum. Að meðaltali kostar þetta 10-12 evrur.

Salou er lítill bær í miðju Costa Dorada. Þar eru þó nokkrar strendur sem eru í rauninni ein strönd sem margir glæsilegir klettaveggir skilja að sem er mjög sjaldgæft. Á háannatíma koma margir ferðamenn og heimamenn til að njóta sandstranda Salou en sú vinsælasta er Playa de Levante. Þar eru græn pálmatré, fallegir göngustígar, flott hótel, dýrir veitingastaðir en líka ódýrari staðir. Frægu syngjandi gosbrunnarnir og aðrir áhugaverðir staðir Costa Dorada eru í göngufjarlægð frá Salou. Það eru aðeins nokkrir kílómetrar til eins stærsta skemmtigarðs í Evrópu - Port Aventura.

Hin fallega og frekar afskekkta La Pineda strönd er rétt norðan við Salou, í um 15 kílómetra fjarlægð. Þá er Cambrillas-ströndin einn mest sótti ferðamannastaður Costa Dorada. Þar er fjöldinn allur af hótelum í mismunandi verðflokkum. Strönd þessi er staðsett í bæ sem ber sama nafn og hún.

Calafell-ströndin er 34 km austan við Tarragona. Þar koma saman frisbíunnendur í stórskemmtilegri keppni. Vestasta strönd Costa Dorada „Riumar“ er staðsett í El Garksal friðlandinu. Hún laðar að fólk með sínum stórkostlegu sandöldum. Auk þess eru þar nektarstrendur, til dæmis La Marquez í Deltebre, Thorne nálægt Vandelos og Savinos í Tarragona. En á fæstum þeirra er nokkra þjónustu að fá.


Næturlífið


Lífið í Costa Dorada heldur áfram þótt það fari að rökkva. Fjöldamörg diskótek, barir, veitingastaðir og næturklúbbar á gullnu ströndinni eru opnir til dögunar. Ferðamenn gæða sér ekki bara á gómsætum kvöldverði heldur geta þeir líka slett ærlega úr klaufunum og dansað fram á rauða nótt. Margir næturklúbbar halda partí, tónleika, danssýningar eða keppnir.

Vinsælustu diskótekin á Costa Dorada eru staðsett í bæjunum Tarragona, La Pineda og Salou. Þó nokkur diskótek eru á hverjum stað fyrir sig. Svo á einni nóttu getur þú flakkað á milli staða og séð hinar ýmsu glæsilegu sýningar. Á Costa Dorada er erfitt að finna tvo næturklúbba eða diskótek sem spila sömu tegund tónlistar. Nær allir þeirra bjóða upp á mismunandi tónlistartegundir: diskó, popp, ryþmablús, hipphopp, rómanska tónlist og djass svo eitthvað sé nefnt. Því geta ferðamenn á ólíkum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi.

Frægasta diskótek Costa Dorada er Pacha (La Pineda). Í yfir 25 ár hafa stórkostlegar sýningar verið sýndar þar. Stjörnur sem hafa komið fram þar eru t.d. Bob Sinclar, David Guetta og Tiesto.


Vinsælir ferðamannastaðir


Cambrils, Tarragona og Salou eru þeir staðir sem eru allra vinsælastir þökk sé nálægð þeirra við skemmtigarðinn Port Aventura. Þar er hægt að upplifa litríka menningu meðal heimamanna og gæða sér á dýrðlegum þjóðarréttum.

Cambrils
Cambrils var áður gömul fiskihöfn en er nú glæsilegur ferðamannastaður. Þar eru u.þ.b. 10 km af ströndum sem eru mjög vel hirtar. Það sem þessi staður hefur fram yfir aðra er hreini sjórinn, fallegar strendur og það hvað hann er afslappandi. Þetta gerir hann að fullkomnum stað fyrir fjölskyldufríið. Staðurinn skiptist í þrennt: sögulegan hluta þar sem gömul hús frá miðöldum eru staðsett, höfnina þar sem hótelin eru og svo skemmtistaði. Það sem laðar ferðamenn helst að borginni er það hvað henni hefur tekist vel til við að blanda saman hinu gamla og því nýja.

Salou
Salou er ferðamannahöfuðborg Costa Dorada, 100 km sunnan við Barcelona. Breiðar strendur Salou teygja sig frá Cape La Pineda í norðri til ferðamannabæjarins Cambrils í suðri. Frá maí til október er nóg að gera, þá eru þúsundir ferðamanna á götunum. Þú heyrir skálað í sangríu og finnur lyktina af paellu. Fallegasta gatan er full af margvíslegum börum, veitingastöðum, kaffihúsum og verslunum sem teygja sig meðfram átta kílómetra langri ströndinni. Ljósa- og tónlistargosbrunnurinn er réttilega sagður það fallegasta á staðnum.

Tarragona
Tarragona er höfuðborg samnefnds héraðs í suðurhluta Katalóníu. Borgin á sér langa sögu og hefur að geyma minjar sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi rólega borg hefur áhugaverða forna sögu að segja sem heillar alla sem hafa áhuga á þjóðhátíðum og hátíðum yfirhöfuð, gullnum ströndum Costa Dorada og einstökum katalónska matnum.


Gagnlegar upplýsingar


Flugtími: 4-5 klst.
Tungumál: Spænska.
Tímabelti: Mið-Evrópu tími.
Íbúafjöldi: Í kringum 27.000.
Vegabréf: Vegabréf í gildi er nauðsynlegt.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið en ráðlagt að gefa allt að 10% af reikningi.
Rafmagn: 230 volt, 50 Hz. Innstungur og klær að gerð F.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Innifalinn í hótelverði.
Vatn: Í lagi að drekka kranavatn en ekki sérlega bragðgott. Því ráðleggjum við að kaupa vatn.


Ys og þys


1. Öskraðu úr hræðslu í stórkostlega skemmtigarðinum Port Aventura. Þetta er glæsilegur skemmtigarður þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi, nýtískulegur vatnsleikjagarður, veitingastaðir, kaffihús og hótel. The Port Aventura er á mjög stóru svæði á gullströndinni í Salou. Garðurinn er þekktur fyrir að vera aðalaðdráttarafl allrar spænsku strandarinnar Costa Dorada. Port Aventura er í raun skipt upp í sex hluta: Miðjarðarhafið, villta vestrið, Mexíkó, Kína, Pólýnesíu og Sesam-stræti. Það er um að gera að lifa sig inn í þema hvers svæðis og njóta þessa alls í botn!

2. Kynntu þér neðansjávarlífið og skipsskrokka á botni hafsins. Þetta er frábær leið til að auka fjölbreytnina í dvöl þinni á Costa Dorada. Athyglisverðasti köfunarstaðurinn er neðansjávargarðurinn í Tarragona, þar er 65 metra langa skipið Dragonera sem fangar athygli kafara. Þarna er einnig tilbúið rif sem nokkur lítil skip mynda. Þar má finna gullflekki, barrakúða, múrenur, smokkfiska og risarækjur.

3. Skelltu þér í skoðunarferð til hinnar fornu borgar Tarragona. Það er erfitt að ímynda sér að nútímalegi ferðamannastaðurinn í Tarragona hafi verið hluti Rómaveldis. Við getum sagt með vissu að allir þjóðflokkar fornaldar hafi heimsótt borgina: Frankar, Íberar, Keltar, kaupmenn Forn-Grikklands og Karþagó, Rómverjar, Vestgotar, Arabar og markað sín spor á menninguna, arkitektúr, siði og venjur heimamanna.

Athugið: Greiða þarf sérstakan gistiskatt á Katalóníu á Spáni. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu.

Costa Dorada á korti