Brno - 60+

60+ til Brno | 25.10 - 28.10.2024

Brno í Tékklandi - sérferð með dagskrá fyrir eldri borgara

Aventura býður upp á sérferð fyrir eldri borgara til fallegu borgarinnar Brno sem er fyrrum höfuðborgar Moravíu og menningarkjarni suðurhluta Tékklands.

Dagskrá ferðarinnar er með vel valin og tekur mið af þörfum eldri borgara til að kynnast betur menningu og er fræðandi í senn ásamt að njóta líðandi stundar.

Hér skoðum við glæsilega herragarða, förum í vínsmökkun í frægasta vínkjallara Tékklands og heimsækjum frægar bjórverksmiðjur Starobrno.

Njótum sameiginlegarar kvöldverðar og félagsskapar í ferðinni.

Innifalið í verði er
  Beint flug til og frá Brno
  Akstur til og frá flugvelli
  Gisting með morgunverði í 3 nætur á Hotel International Brno
  Tveir sameiginlegir kvöldverðir á vel völdum veitingastað í Brno
  Skoðunarferð um Brno
  Skoðunarferð um Kromeriz
  Íslensk fararstjórn
Dagskrá
Dagskrá

  Beint flug til frá Keflavík til Brno

  Komum okkur vel fyrir á hótelinu okkar

  Fundur með fararstjóra þar sem farið er yfir dagskrá ferðarinnar

  Léttur göngutúr um gamla bæinn í Brno

  Kvöldverður á vel völdum Tékkneskum veitingastað í miðbænum

Skoðunarferð til Kromeriz og Olomouc

  Skoðunarferð til Kromeriz, einnar fegurstu miðaldaborgar Tékkalands

  Hér var Óskarsverðlaunakvikmyndin “Amadeus” um Mozart tekin upp. Bærinn er friðlýstur af Unesco. Haldið áfram til Olomouc, sem er stórkostlega falleg miðaldaborg, einnig friðslýst af Unesco, og hér sjáum við hina frægu Wenceslaus dómkirkju, gosbrunnana 6, annan elsta háskóla Tékklands í hinu fræga jesúíta klaustri.

  Sameiginlegur hádegisverður

  Komið aftur til Brno í eftirmiðdaginn

  Farið í bjórsmökkun í hjarta Brno. Þar geta ferðafélagar kynnst frægustu bjórtegundum héraðsins.

  Sameiginlegur kvöldverður á vel völdum veitingastað í Brno

Frjáls dagur til að njóta Brno. Farið í skemmtilega gönguferð fyrir þá sem vilja

Farið út á flugvöll kl. 17.00 í eftirmiðdaginn

Hótelið
Gist er á Grandhotel Brno – fallegu 4 stjörnu hóteli í hjarta Brno

Brno

Brno er höfuðborg Jihomoravský-héraðs (Suður-Móravíu) við ármót Svitava- og Svratka-ánna í suðaustanverðu Tékklandi. Hún er miðstöð ullariðnaðar í landinu og framleiðir vefnaðarvörur, tölvur, vopn, efnavörur, sápu og bjór. Kolanám og landbúnaður eru aðalatvinnuvegir umhverfis borgina. J.E.P.-háskólinn var stofnaður 1919.

Landbúnaðarháskóli er einnig rekinn í borginni. Áhugavert er að skoða dómkirkju Hl. Péturs og Páls (15. öld), ráðhúsið (16. öld) og Landhaus (19. öld). Brno var stofnuð á 9. öld og varð frjáls borg í Hinu heilaga rómverska keisaradæmi 1278. Áður en Austurríki-Ungverjaland beið ósigur í fyrri heimsstyrjöldinni var borgin höfuðstaður krúnulandsins Móravíu.

Árið 1918, þegar Tékkóslóvakía fékk sjálfstæði, fékk Brno sama hlutverk en Silesía bættist við. Á árunum 1939-45 var hún höfuðstaður þýzka verndarsvæðisins Móravíu og loks náði höfuðstaðarhlutverkið einnig yfir nýstofnaða héraðið Jihomoravský árið 1960.