We use cookies and other tracking technologies to improve your browsing experience on our website, to show you personalized content and targeted ads, to analyze our website traffic, and to understand where our visitors are coming from. By browsing our website, you consent to our use of cookies and other tracking technologies.


Marrakesh

Marrakesh, þessi magnaða og seiðandi borg er blanda af gömlu og nýju. 

Dáleiðandi gamli bærinn Medina er fullur af iðandi mannlífi, souk markaðir setja lit sinn á bæinn þar sem heimamenn reyna sitt besta að selja varninginn sinn, handunnin teppi, framandi krydd, minjagripir og fleiri spennandi munir á góðum prís, ef þú kannt að prútta!
Þröng stræti og götur með iðandi mannlífi, götusalar, kaffi og tehús heilla ferðalanga hvaðanæva úr heim heiminum. Torgið Jemaa el-Fnaa er fjölfarnasta torg borgarinnar.

Marrakesh er staðsett fyrir rætur Atlasfjalla, borgin er eina f fjórum keisaraborgum Marokkó.
Borgin er þekkt sem Rauða borgin vegna rauðu sandsteinbygginga.
Einkennandi fyrir borgina eru fallegar litskrúðugar flísar, fallegir garðar og framandi plöntur. Ferðastu aftur í tímann til þessarar dáleiðandi borgar og upplifðu öðruvísi menningu, einstaka gestrisni, líflega tónlist og bragðmikla marakóska matargerð.

  • Sahara A side view of a plate of figs and berries.

    Það er tilvalið að nota tækifærið og skella sér á úlfaldabak, upplifa Sahara eyðimörkina eða Atlasfjöllin.

  • Medina A side view of a plate of figs and berries.

    Það er tilvalið að nota tækifærið og skella sér á úlfaldabak, upplifa Sahara eyðimörkina eða Atlasfjöllin.

  • Flogið A side view of a plate of figs and berries.

    Flogið er til Marrakesh með flugfélaginu Play frá október til maí.


 

Marrakesh á kortinu