Matarferð til Ítalíu

RAFHJÓLAFERÐ 29. maí - 5. júní 2024
Berglind Guðmundsdóttir

Fararstjóri ferðarinnar er Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og markþjálfi

Stórskemmtilegt matarupplifun á heillandi Ítalíu. Héraðið Marche er falið leyndarmál Ítalíu, býður upp á endalausa matarupplifun. Frá norðri til suðurs, matargerðin og sérréttir eru mismunandi eftir svæðum. Adríahafsströndin einkennist af sjávarréttum, hæðirnar með vínekrum og ólífum, sjónarspil Sibillini fjallanna og þorpa sem halda fornum uppskriftum á lofti. Í norðri ræður pasta undir Emilia áhrifum, suður er ríki fylltra ólífa og miðsvæðis er ríkir hefð sterkra bragða sem gera upplifunina ógleymanlega. Dvalið verður í fallega strandbænum Milano Marittima á huggulegu 4 stjörnu hóteli. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá og smáríkið San Marinó verður meðal annars heimsótt.
 

Berglind Guðmundsdóttir er matgæðingur mikill ásamt því að vera bæði hjúkrunarfræðingur og markþjálfi. Berglind hefur gefið út matreiðslubækur, haldið matreiðslunámskeið og sjónvarpsþætti um mat og matargerð. Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að ferðast og kynnast fólki út frá matarmenningu hvers lands fyrir sig. Berglind er mikil áhugamanneskja um Ítalíu og gerði ferða- og lífstílsþættina Aldrei ein þar sem hún flakkar um Sikiley og sýndi okkur eitthvað af því besta sem eyjan hefur upp á að bjóða.

Ferðatilhögun
21. september – Flogið frá Keflavík til Bologna með Play
28. september – Flogið frá Bolgna til Keflavíkur með Play
Verð á mann 249.900 kr.
í 7 nætur m.v. 2 fullorðna
Innifalið
  Flug með 20 kg tösku
  Gisting í 7 nætur á Hotel Mazzanti í Milano Marittima með morgunverði
  Íslensk fararstjórn á meðan dvöl stendur
  Enskumælandi fararstjórn í ferðum
  Akstur til og frá flugvelli og í ferðir
  Móttökudrykkur á hóteli
  Ein þriggja rétta kvöldmáltíð með föstum matseðli, án drykkja
  Fimm þriggja rétta kvöldmáltíð af matseðli, án drykkja
  Ein fjögurra rétta kvöldmáltíð að þjóðlegum hætti Ítala
  Dagskrá sem er tilgreind, með fyrirvara um breytingar
Dagskrá
21.9 - Koma til Bologna, enskumælandi fulltrúi tekur á móti hópnum á flugvellinum og leiðir hann í rútur sem koma hópnum á Hotel Mazzanti**** þar sem Berglind fararstjóri tekur á móti hópnum.
22.9 – Heimsókn til Cervia og saltsléttur skoðaðar, farið er með bát og er enskumælandi fararstjóri með í ferðinni. Léttur sjávarhádegisverður í boði ásamt ½ l af vatni og ¼ l húsvíni.
23.9 – Farið til Urbino, í borgina innan vígmúra, í vínsmökkun með smá snarli með og er enskumælandi fararstjóri með í ferðinni. Borgin Urbino er á heimsminjaskrá UNESCO vegna ríkulegra minja frá endurreisnartímanum.
24.9 – Frjáls dagur
25.9 – Rimini og Riccione, heimsókn í þessa yndislegu strandbæi sem eru frægir fyrir fallegar strendur. Farið verður í Piadina smökkun sem er ítalskt flatbrauð og með í för er enskumælandi fararstjóri.
26.9 – Frjáls dagur, dagur á strönd eða kíkja í búðir, þú stjórnar þínum tíma algjörlega.
27.9 – Heimsókn í smáríkið San Marinó þar sem tíminn verður notaður í pastakennslu og vínsmökkun, enskumælandi fararsjóri verður með í för. Fallegar byggingar eins og Government Palace, Cathedral og Statue of Liberty á Piazza della Libertá bregða fyrir augum.
28.9 – Brottför frá hóteli og út á flugvöll
ATH - Breytingar á dagskrá geta átt sér stað.
Ekki innifalið
Ferðamannaskattur sem greiðist á hóteli, 2.5 – 3 EUR á mann á dag.
Þjórfé
Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu og ekki talið í upptalningu á hvað sé innifalið.
Annað
Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óafturkræft
Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.