We use cookies and other tracking technologies to improve your browsing experience on our website, to show you personalized content and targeted ads, to analyze our website traffic, and to understand where our visitors are coming from. By browsing our website, you consent to our use of cookies and other tracking technologies.

{"settings":{"id":20,"page":"widget","type":"widget","culture":"en","currency_id":9,"country_id":0,"city_id":0,"destination_id":0,"hotel_slug":"","osm_url":"https:\/\/{s}.tile.openstreetmap.org\/{z}\/{x}\/{y}.png","ta_rating_url":"https:\/\/aventura.is\/en\/rating\/ta\/get.json","lazy_cart":true,"prices_decimals_count":0,"use_hidden_recaptcha":true,"use_global_user_input":true,"destination_title":"Destination","group_destinations_by_country":true,"departure_date_type":"exact","highlight_charter_dates":true,"enable_only_charter_dates":true,"charter_dates_legend":"Direct flights","nights_type":"exact","view_flight_class_selector":false,"segments_amount_selector_type":"select","show_only_recommended_filter":false,"filters_apply_method":"auto","show_important_info":true,"important_info_default_collapsed":true,"show_trip_advisor_rating":true},"form_defaults":{"city_from_id":"370","destination_id":251,"date_min":"2024-04-28","date":"2024-04-29","date_from_min":"2024-04-28","date_from":"2024-04-29","date_to":"2024-05-02","nights":7,"nights_from":10,"nights_to":10,"adults":2,"kids":0,"child_ages":{"1":"5","2":"5","3":"5","4":"5"},"category":"","category_name":"- any -","class_type":"A","class_name":"- any -","segments_amount_name":"Only direct flights","segments_amount":[1],"only_direct_flights":false,"page":0},"form_data":{"cities_from_suggestions":[],"cities_from":{"20":{"name":"Iceland","cities":[{"id":370,"name":"Reykjavik"}]}},"destinations":{"Croatia":[{"id":251,"city_from_id":370,"is_only_auth":false,"tour_id":0,"type":"dynamic","name":"Kr\u00f3at\u00eda - 29.5 - 5.6 Hj\u00f3lafer\u00f0","main_country_name":"Croatia","nights":0,"main_country_id":66}]},"start_dates":[],"charter_dates":{"370":{"251":{"2024-05-29":[7]}}},"closed_dates":[],"hotel_categories":{"id_1":"Apartment","id_2":"1*","id_3":"2**","id_4":"3***","id_5":"4****","id_6":"5*****","id_74":"4**** SUP","id_75":"Flug"}},"templates_checksum":[]}
RAFHJÓLAFERÐ 29. maí - 5. júní 2024
RAFHJÓLAFERÐ 29. maí - 5. júní 2024
RAFHJÓLAFERÐ 29. maí - 5. júní 2024

Við ætlum í æðislega rafhjólaferð til Króatíu!

Um er að ræða vikulanga létta hreyfiferð fulla af fjöri og dekri í mat og drykk og menningu innlendra. Við munum hjóla alls í 4 daga víðsvegar um fjöll, firnindi, krúttlega miðaldabæi og akra Istria skagans á rafmagnsfjallahjólum. Getustigið hentar öllum sem kunna að hjóla og njóta. Á hverjum hjóladegi fléttum við inn gæðastund í mat og menningu: Trufflutínslu og vínsmökkun þar sem við smökkum og njótum, heimsókn á geitabúgarð með tilheyrandi ostaupplifun og ekta ólívuupplifun beint í æð. Við endum alla hjóladagana okkar saman á góðum hádegisverði að hætti Króata áður en okkur er skutlað aftur inn á hótel.

Skelltu þér með í þessa spennandi ferð!

Hver vill ekki hjól, sól, menningu og matarupplifun, náttúrufegurð og heilt yfir geggjaða upplifun á tveimur hjólum með hlýjan vindinn í fangið… með skemmtilegum félögum?

Fararstjórar
Þóra Katrín Gunnarsdóttir og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir hjá Hjólaskólanum ásamt staðarhjólaleiðsögumönnum í Króatíu.
Fjöldi í ferð
Lágmark 8, hámark 20 manns.
Erfiðleikastig
Allir sem kunna að hjóla og elska heilbrigða hreyfingu, nýja menningu og dekur!
 
Fararstjórar
Þóra Katrín Gunnarsdóttir og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir hjá Hjólaskólanum ásamt staðarhjólaleiðsögumönnum í Króatíu.
 
Fjöldi í ferð
Lágmark 8, hámark 20 manns.
 
Erfiðleikastig
Allir sem kunna að hjóla og elska heilbrigða hreyfingu, nýja menningu og dekur!

Króatía 2024

Króatía er án efa einn fegursti áfangastaður Evrópu, þar sem sameinast á einum stað frábært veðurfar, einstök náttúrufegurð og ótrúleg yfir 3000 ára menning Adríahafsins, Í Króatíu finnur þú ótrúlegar strendur, hringleikahús frá tímum Rómverja, glæsileg hótel, einstaka matargerðalist og spennandi kynnisferðir, hvort sem er dagsferð til Feneyja, bæjarrölt í miðborg Pula eða sigling til eyjanna Brioni eða Krk.

Þóra Katrín og Erla hafa rekið Hjólaskólann frá árinu 2018

Fararstjórarnir

Þóra Katrín og Erla hafa rekið Hjólaskólann frá árinu 2018. Frá þeim tíma hafa þær farið í nokkrar hjólaferðir með hópa erlendis, m.a. til Mallorca, Madeira, Tenerife og Marokkó. Þá hafa þær haldið hjólanámskeið bæði fyrir fullorðna og börn við góðan orðstír. Einnig hafa þær séð um hjólaþjálfun fyrir hjólafélögin Víking og Tind ásamt því að skipuleggja æfingaferðir erlendis. Þær eru með hjólaþjálfararéttindi frá alþjóðahjólreiðasambandinu (UCI) og einnig með þjálfararéttindi frá ÍSÍ ásamt réttindum frá PMBIA sem eru alþjóðleg þjálfara- og leiðsögumannaréttindi fyrir fjallahjól. Þær hafa yfirgripsmikla reynslu úr ferðageiranum þar sem Þóra Katrín hefur m.a. yfir áratuga reynslu af fararstjórastörfum erlendis ásamt vinnu af skipulagningu ferða hér heima og erlendis. Erla starfar sem ökuleiðsögukona á Íslandi þar sem hún gerir upplifun ferðamanna extra eftirminnilega. Það skemmtilegasta sem þær gera er að hreyfa sig í fallegu umhverfi, borða góða mat og njóta lífsins lystisemda.

Innifalið
  Beint flug til Pula i Króatíu, 1 stór ferðataska á mann
  4 heilir hjóladagar með vottuðum innlendum hjólaleiðsögumönnum
  Fjórir innlendir viðburðir (trufflur, vín, ostar, ólífur) í mat og drykk á hjóladögunum
  Keyrsla til og frá hjólastað á hjóladögum
  Rafmangsfjallahjól í 4 daga
  4* hótel - Park Plaza Verudela Resort, þægindi og gæði, 7 nætur ásamt morgunverðarhlaðborði - parkplazaverudela.com
  Keyrsla til og frá flugvelli
  2 frídagar
  Íslensk fararstjórn og þjálfun frá Hjólaskólanum
  2 æfingatímar með Hjólaskólanum, pepp og gleði fyrir brottför
Ekki innifalið
  Hádegis- og kvöldmatur, en stoppað er á skemmtilegum stöðum í hádegismat á hjóladögum
  Tryggingar
Dagskrá
29.5 - Koma til Pula, akstur á hótel Park Plaza Verudela Resort 4**** sem staðsett er við sjávarsíðuna. Slökun og smá fundur um næstu daga.
30.5 - Hjólað um svæði hins ævaforna Bale steinaþorps. Við munum sjá sögufræga staði eins og Stancija Bembo, fallegu strandlengjuna og gamla kastala í Bale-héraði. Allt um í kring er að finna fyrsta flokks olífuakra og ætlum við að heimsækja ólífubúgarð og fræðast um framleiðsluna ásamt því að smakka afurðir þeirra. Hádegisverður á veitingastað í Bale. Lengd: um 40 km
31.5 - Hjólað um Momjan og Buje vínekrusvæðin sem liggja við landamæri Slóveníu. Þar er að finna dásamlegt útsýni yfir fallegu sveitina og Adríahafið. Við munum hjóla m.a. hinn fræga Parenzana slóða sem er gamall lestarvegur og hefur verið breytt í útivistarstíg. Í lokin heimsækjum við fjölskyldurekin vínframleiðanda þar sem við gæðum okkur á local vínum og fleira. Hádegisverður á veitingastað í nágrenninu. Lengd: um 40 km
1.6 - Frídagur - Tilvalið að fara í dagsferð til Feneyja eða Rovinj. Skella sér í siglingu og heimsækja einhverja af þessum mörgu draumaeyjum sem er að finna á svæðinu. Versla eða slappa af í sólinni á laugarbakkanum eða á ströndinni.
2.6 - Hjólað um svæðið í kringum bæinn Motovun sem er að finna fyrir norðan Pula. Leiðir okkar liggja um vínakra, ólífutré, akra, skóga og miðaldabæi sem tróna á hæðar toppum. Förum m.a. í gegnum Mirna River dalinn þar sem við munum hjóla í gegnum göng og yfir brýr og upplifa hið magnaða útsýni af sveitinni. Endum daginn á því að fara í ævintýralega truffluleit með local trufflu veiðimanni og hundunum hans. Borðum svo hádegisverð sem inniheldur fundi dagsins sem eru svartar trufflur og annað góðgæti frá svæðinu. Lengd: um 50 km
3.6 - Leið liggur á suðausturhluta Istriuskagans. Þar er að finna ósnerta náttúru, fallegar víkur og fornar byggðir. Við munum hjóla eftir gömlum rómverskum veg, í gegnum lítil þorp eins og Marcana, Krnica og Rakalj og sjá skóga og strendur sem standa við fallegu strandlengjuna. Eftir hjóltúrinn förum við í heimsókn á geitabúgarð sem býr til lífrænan ost og smökkum á afurðum þeirra. Hádegisverður á veitingastað á nágrenninu. Lengd: um 30-40 km
4.6 - Frídagur - Tilvalið að fara í dagsferð til Feneyja eða Rovinj. Skella sér í siglingu og heimsækja einhverja af þessum mörgu draumaeyjum sem er að finna á svæðinu. Versla eða slappa af í sólinni á laugarbakkanum eða á ströndinni.
5.6 - Brottför frá hóteli og út á flugvöll.
  • Á hjóladögum er alltaf um 35-60 mínútna keyrsla fram og tilbaka á hjólastað.
  • Við munum hjóla blöndu af malarvegum, moldarstígum og malbiki. Hjólaleiðirnar liggja nær að öllu leyti þar sem litla umferð er að finna.
Verð
375.000 kr.
miðað við 2 saman í herbergi *
Við bókun greiðist 50.000 kr staðfestingargjald.
Staðfestingargjald er að fullu endurgreitt ef fella þarf niður ferðina.
Lokagreiðsla greiðist 7 vikum fyrir brottför.
* Eins manns herbergi er háð framboði og kostar aukalega.