Upplifðu yndislega fallegu Amalfi og Sorrento skagann á Ítalíu
Yndisleg níu daga Páskagönguferð á Ítalíu um nágrenni Sorrento og meðfram Amalfi ströndinni með glæsilegu útsýni yfir Napólíflóa. Í ferðinni verður gengið um helstu náttúruperlur þessa rómaða héraðs en einnig gefst frjáls tími til að njóta líðandi stundar og fallegu Ítalíu.
Dagskráin er skemmtileg, fjölbreytt og fararstjórinn reyndur á þessu sviði.
Flogið verður í beinu flugi með Icelandair til Rómar og þaðan er akstur til Amalfi Sorrento.
Það er skoðun margra að Sorrento-skaginn og Amalfi-hérað, skammt sunnan við Napólí á Ítalíu, sé einn fallegasti staður á jarðríki.
Amalfíströndin er er þekkt fyrir sitt dramatíska landslag, snarbratta kletta í sjó fram, Hér eru líka gullfalleg þorp við klettótta sjávarsíðuna og upp eftir hömrunum. Í þessari yndislegu ferð njótum við þess að feta í fótspor guðanna á göngu um Amalfíströndina og næsta nágrenni. Stórkostlegt útsýni er frá gönguleiðunum í þessari ferð yfir hinn dásamlega Napólíflóa sem er einn sá fallegasti á Ítalíu. Það býðst að fara í dagsferð til Pompei þar sem finna má eina af frægustu fornminjum veraldar sem voru huldar sýnum í yfir 1500 ár. Við göngum stíg Guðanna milli Bomerano og Nocella og komum við í rómantíska bænum Positano. Við siglum að sjálfsögðu til yndislegu eyjarinnar Caprí þar sem við göngum að fallegasta hluta hennar með útsýni yfir Faraglioni drangana. . Við kynnumst einnig ítalskri matargerðarlist þar sem við fáum heimamenn til að kenna okkur að matreiða hina einu sönnu ítölsku pizzu sem upprunnin er frá svæðinu. Í þessari dásamlegu gönguferð njótum við lífsins til hins ýtrasta.
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir er náttúruunnandi og útivist hennar hennar líf og yndi, ekki síst utanvegahlaup og fjallgöngur. Henni finnst gaman að kynnast nýjum stöðum, fjölbreyttri menningu og þeim mannauði heimurinn allur býr yfir. Hún útskrifaðist sem leiðsögumaður úr Leiðsöguskólanum í Kópavogi vorið 2021 og er að auki blaðamaður og ljósmyndari. Hún leiðsegir erlendu ferðafólki í styttri og lengri ferðum um Ísland og hefur verið fararstjóri í hreyfiferðum á Ítalíu og Spáni.
DAGSKRÁ FYRIR GÖNGUFERÐINA
Hótelið Dei Congressi
in Castellammare Di Stabia
Glæsilegt fjögurra stjörnu hótel. Hotel dei Congressi er á fallegum stað ef þú vilt uppgötva alla yndislegu staðina í nágrenninu eins og: Napólíflóa, Sorrentoskagann og Amalfi ströndina.
Innifalið í verði:
Flug fram og til baka með Icelandair, flugvallagjöld, taska 23 kg og skattar
8 nætur á Hotel Dei Congressi með hálfu fæði í standard herbergjum