Sólarparadísin Algarve

Flogið er með Play til sólríku Faro sem er syðsta borg Portúgal og fræg fyrir fallega höfn, góð sjávarréttaveitingahús og fallegum arkitektúr.

Algarve hérað í suðurhluta Portúgal er sjarmerandi sólarstaður sem býður upp á frábært frí, verðlagið er ótrúlega gott og maturinn enn betri.

Fallegir strandbæir liggja við sjávarsíðuna og hefur hver sína sérstöðu

Albufeira

Einn vinsælasti ferðamannabærinn, var áður lítið fiskimannaþorp en hefur breyst í einn vinsælasta áfangastað Evrópubúa. Fallegar strendur og líflegt næturlíf á laugaveginum. Gamli bærinn er sérlega heillandi með sínum þröngu götum og frábæru veitingastöðum. Siglingar, go-kart og vatnagarður, þú finnur þetta allt í Albufeira.
Í Albufeira eru yfir 25 strendur, rólegar víkur eða líflegar strendur, þú finnur pottþétt strönd við þitt hæfi. Vinsælasta ströndin er Praia dos Pescadores eða fiskimannaströndin liggur við gamla bæinn.

Albufeiran

Lagos

Í vesturhluta Algarve er Lagos, heillandi gamli bærinn umkringdur múrum og stórkostlegir klettar einkenna bæinn. Bærinn er lítill og er tilvalinn fyrir rólegt frí. Ponta de Piedade er í útjaðri, stórfenglegir klettar, sjón er sögu ríkari.
Hér er tilvalið að skoða Ponta da Bandeira virkið og Castelo dos Governadores, rölta um róleg torg og götur ásamt því að heillast af fallegum kirkjum og öðrum byggingum.
 

Vilamoura

Glæsilegur bær þekktur fyrir fallega smábátahöfn. Þú kemst í hönnunar og lúxusbúðir í Vilamoura.
 

Carvoeiro

Falinn gimsteinnn þar sem fallegar gylltar strendur eru heillandi kostur til slökunar. Í bænum er líflegt torg þar sem verslanir og veitingastaðir lifna við á kvöldin.

Aventura mælir með
  Siglingu frá Albufeira meðfram fallegri strandlengjunni þar sem Benagil hellarnir eru heimsóttir.
  Verslunarferð í Algarve Shopping, yfir 100 verslanir undir berum himni, stutt frá Albufeira
  Vatnasport fyrir adrenalínsjúka, jetski, bananabátur og allt hitt. Við mælum með Prai da Oura fyrir vatnasportið.
  Heimsókn í vatnagarð, Aquashow eða Slide&Splash eru t.d góðir kostir.