Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.
Mallorca

MALLORCA

Eyjan skemmtilega Mallorca er Íslendingum vel kunnug enda einn vinsælasti áfangastaður á árum áður.

Mallorca er stærst hinna svokölluðu Balearic-eyja, kjörin fyrir strandlíf, slökun og alls kyns afþreyingu, t.d klifur, köfun og seglbrettasvif svo ekki sé nú minnst á alla náttúrfegurðina. Eyjan er kjörin fyrir rólegt fjölskyldufrí sem og til alls kyns íþróttaiðkunar og skemmtunar.

Ferðir til Mallorca eru mjög vinsælar meðal ferðamanna, hreinar strendur og volgur sjórinn trekkja að sem og magnaður arkitektúr og heilmargir viðburðir sem boðið er upp á. Þá má ekki gleyma óviðjafnanlegri náttúrufegurð, barrtrjánum sem breiða úr sér á klettunum á miðri eyjunni, tignarlegu fjallstindunum í vestri og hvítu sandstrandlengjunum með fjölmörgum veitingastöðum og verslunum. Allt þetta skapar hina dásamlegu Mallorca þar sem allir geta notið sín. Það er sáraeinfalt að kaupa sér ferð til Mallorca og njóta lífsins á þessari dásemdareyju með sínum einstaka sjarma.

Það er eins konar regla að ferðamannatíminn á Mallorca hefst í apríl og endar í október. Á tímabilinu október til mars kynnast ferðalangar allt annarri eyju – hún er rólegri, notalegri og þá svífur andi heimamanna yfir vötnum. Þá kynnistu sögunni, perlum eyjunnar og getur dáðst að hinu fjölskrúðuga plöntu- og dýraríki og getur hreinlega drukkið í þig spænska stemmningu og virt fyrir þér venjur og siði heimamanna. Hið ljúfa og milda loftslag Mallorca einkennist ekki af steikjandi hita heldur mildu og notalegu úthafsloftslagi og m.a.s. á veturna er tilvalið að skella sér til Mallorca.


Strandlífið 


Það eru ríflega 20 strendur á Mallorca, flestar eru sandstrendur í fallegu náttúrulegu umhverfi. Sumar þeirra eru einangraðar frá öðrum hlutum eyjunnar og nánast ósnortnar. Strendurnar í norðurhlutanum eru langar sandstrendur en þar eru líka litlar víkur sem er tilvalið að fara í til að snorkla. Á austurströndinni eru strendurnar mjög ólíkar hver annarri. Þær eru ýmist söndugar strandlengjur eða litlar og notalegar. Vesturhluti strandlengjunnar er fjalllendur og með litlum ströndum í víkunum. Sumar þeirra eru aðeins aðgengilegar á báti sem heldur ferðamannafjöldanum í skefjum. Meiri afþreying og þjónusta er í boði á suðurströndum Mallorca.

Blái fáninn er viðurkenning úr jafningjamati varðandi vatnsgæði, umhverfismál, öryggi og strandþjónustu. Við viljum sérstaklega nefna þrjá staði sem skarta bláa fánanum - þetta eru óviðjafnanlegu strendur Sant Elm og Camp de Mar og þriðja ströndin er við siglingaklúbbinn í Puerto de Andrach. Þetta eru afar þekktar notalegar strendur með miklum þægindum fyrir alla fjölskylduna. Hægt er að leigja sólbekki og sólhlífar. Cala Millor er lengsta strönd Mallorca, þar eru stígar þar sem tilvalið er að hjóla eða fara um á hjólaskautum. Þessi snjóhvíta strönd við grunnan, djúpbláan sjó er afar vinsæl meðal þeirra sem vilja verja fjölskyldufríinu á Mallorca. Þetta er algjörlega dásamleg strönd en það getur orðið þröngt á þingi á háannatíma.

Ef þú vilt forðast troðfullar strendur er tilvalið að njóta hinna ýmsu náttúrulegu stranda sem Mallorca hefur upp á að bjóða en meðfram austurströnd Mallorca eru fimm litlar strendur í litlum víkum. Á spænsku kallast þær „cala“. Cala Serena er lítil klettótt sandvík og er fallegust þeirra fimm. Hinar eru Cala Ferrera, Cala Esmeralda, Cala Gran og Cala d'Or. Þú gætir flakkað á milli þeirra á báti til að njóta þessa einstaka landslags.


Næturlífið


Mallorca býður gestum sínum upp á ýmsa valmöguleika til tómstundaiðkunar og afþreyingar sem gerir næturlífið enn skemmtilegra. Næturlíf Mallorca laðar að þúsund ungmenna hvaðanæva úr Evrópu sem vilja skemmta sér á fjölmörgum næturklúbbum og börum. Á Mallorca má finna eitthvað fyrir alla í allri næturklúbbadýrðinni og eru þeir opnir fram á morgun. Hvert skal halda í leit að spennandi næturlífi? Líflegasta svæðið er Paseo Marítimo en þar eru fjölmargir barir og næturklúbbar. Hingað flykkist unga fólkið og flakkar á milli staða. Annað vinsælt skemmtanasvæði er Santa Catalina en þar eru barir þar sem er tilvalið að fá sér drykk og spjall áður en haldið er á diskótek.

Ef þú hefur þegar kynnt þér næturlífið í höfuðborg eyjunnar þá geturðu skellt þér á nálægu staðina El Arenal eða Portals Nous en þar er enn meiri glamúr og gleði. Unga fólkið laðast mjög að El Arenal en þar er ódýrt að vera. Þar eru fjölmargir barir og veitingastaðir og vel er tekið á móti fjörugum hópum. El Arenal höfðar svona vel til unga fólksins líklega vegna þess að þar er ódýrast að vera á eyjunni.


Verslun


Fjölmargar vinsælar verslanir og markaðir eru í höfuðborginni Palma de Mallorca og nágrenni hennar. Skemmtilegar minjagripaverslanir og líflega markaði má finna úti um allt. Á eyjunni eru verslunarmiðstöðvar, útsölumarkaðir (outlets) og heilu hverfin með stórum og smáum búðum, minjagripaverslunum og mörkuðum – eitthvað fyrir alla og í öllum verðflokkum. Ein vinsælasta verslunarmiðstöðin í Palma de Mallorca er Porto Pi. Hún er tvo kílómetra fyrir utan borgina. Þar er kvikmyndahús, heilmikið úrval tískuvöruverslana, skóbúða og matvöruverslana sem og veitingastaða. Þá er verslunarmiðstöðin El Corte Ingles í borginni en þar er að finna tískuvöruverslanir, þ. á m. fínni vörumerki.

Ef þú ætlar til Mallorca til að endurnýja fataskápinn þinn þá er tilvalið að fara þegar útsölurnar standa yfir, janúar-febrúar og júlí-ágúst. Á þessum tíma lækkar verðið um 70-80%. Afgreiðslutími stóru verslananna er frá kl. 9 til 22 og opið á hinni svokölluðu „siestu“. Afgreiðslutíminn gæti verið annar í útsölumörkuðum (outlets) og í ferðamannabúðum og minni verslunum. Þar gæti verið lokað eitthvað fyrr og „siesta“ milli 13-14 og 16-17. Sunnudagar eru frídagar í landinu en einhverjar minjagripaverslanir og verslanir á vinsælum ferðamannasvæðum gætu verið opnar.


Vinsælir ferðamannastaðir


Palma de Mallorca
Þú getur notið sumarfrísins á Mallorca á stærstu ferðamannastöðum eyjunnar og algerlega gleymt stað og stund. Þessi ferðamannastaður býður upp á fjölmargar strendur með skjannahvítum sandi, frábær hótel, góða innviði, verslunar- og skemmtanarmiðstöðvar, bari og veitingastaði. Hin snjóhvíta strönd Playa de Palma teygir anga sína yfir 8 km meðfram hlýju Miðjarðarhafinu. Ströndin fékk Bláa fánann vegna umhverfisvænleika og hreinlætis. Hana rekur sveitarfélagið og á henni er hægt að leigja sólbekki, sólhlífar, sæþotur og báta. Þá eru leikvellir með rennibrautum fyrir börnin. Svo það er góð hugmynd að verja fjölskyldufríinu á Mallorca, sérstaklega á þessum stað. Auk þess hentar ferðamannastaðurinn einnig fyrir fólk sem er ekki fyrir löng ferðalög. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að koma sér frá flugvellinum til Playa de Palma.

Cala D’or
Ef þú vilt fara til Mallorca til að slaka á þá er tilvalið að fara á austurströnd eyjunnar – nánar tiltekið til borgarinnar Cala d’Or. Aðalaðdráttarafl og óumdeilanlegir yfirburðir Cala d’Ora fram yfir aðra ferðamannastaði eru huggulegar víkur með fíngerðum sandströndum sem eru umkringdar furuskógum sem skýla ströndunum fyrir vindi og of miklu sólarljósi. Þarna eru engin háhýsi en borgin er full af glæsihýsum sem eru falin á bak við gróður. Þangað er tilvalið að fara í brúðkaupsferð. Auk þessa eru í borginni Cala d’Or sjálfri fjölmörg hús sem máluð eru hvít sem er einkennandi fyrir Miðjarðarhafið. Það kemur skemmtilega á óvart hvað þetta er fallegur og huggulegur staður á Mallorca.

Alcudia
Á norðurströnd Mallorca er Alcudia-flóinn en einkenni hans er tær og grunnur sjór og hvítar strandlengjur með fíngerðum sandi. Aðgengið að sjónum er afar gott sem er auðvitað kjörið fyrir lítil börn. Innan við 10 km eru í stærstu strönd Mallorca. Þessi staður er ekki bara kjörinn fyrir fjölskyldufríið heldur einnig fyrir unnendur vatnaíþrótta. Hérna blæs vindurinn sem gerir staðinn eftirsóttan fyrir seglbrettaiðkendur sem koma hingað í stríðum straumum.


Gagnlegar upplýsingar


Flugfélög: Við bjóðum hagstæðasta verðið á flugi til Mallorca.
Flugvöllur: Palma de Mallorca flugvöllur.
Fjarlægð frá flugvelli: 15 mín./10 km frá miðbænum.
Flugtími: Að meðaltali fimm tímar, allt eftir áfangastað.
Tungumál: Spænska.
Tímabelti: Mið-Evrópu tímabelti.
Fólksfjöldi: Í kringum 900.000.
Vegabréf: Vegabréf í gildi er nauðsyn.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið. Venjan að gefa 5-10% af reikningnum.
Rafmagn: 220 Volt, 50 Hz og innstunga C/F.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Ein til fjórar evrur.
Vatn: Mælt er með að kaupa vatn.


Ys og þys


Mallorca er í uppáhaldi hjá þeim sem finnst gaman að fara á ströndina í fríinu. Á eyjunni geturðu annað hvort slakað á í sjóðheitri sólinni eða komið adrenalíninu á hreyfingu í alls kyns spennandi afþreyingu sem er í boði á svæðinu. Það er meðal annars hægt að fljúga í loftbelg eða fara í þyrluflug til að fá útsýni yfir Mallorca. Allir unnendur vatnaíþrótta og vanir sundmenn eru hvattir til að fara í köfun. Lífríkið neðansjávar er stórkostlegt, heimur nýrra tækifæra og uppgötvana. Köfunarþjónusta eða –skólar munu sjá þér fyrir öllum búnaði og kenna þér að kafa, anda og synda neðansjávar. Þá fær hjóla- og göngufólk líka eitthvað við sitt hæfi á eyjunni.

Hægt er að leigja hjól og kostar það frá tveimur evrum og uppúr. Þá er boðið upp á skipulagðar gönguferðir, flestar þeirra liggja í gegnum hálendi og gljúfur og eftir strandlengjunni.

Mallorca á korti