COSTA BRAVA

Costa Brava er frábær sumardvalarstaðar. Hann hefur upp á allt að bjóða sem þú þarfnast fyrir góða slökun - dásamlegt veður, fallegar strendur og voga og ósnortna náttúru. Langar þig að blanda öðrum lystisemdum við dvölina í Costa Brava? Hamingjuríkar hátíðir og frábærar hefðir, sögulegir staðir og þorp, fornir kastalar og heillandi borgir bíða eftir þér í Costa Brava. Ströndin fékk heiti sitt af ægifögrum klettum í bröttum hlíðum þar sem íberískar furur vaxa. Þaðan er dásamlegt útsýni yfir fallegar víkur, strendur með hvítum sandi og möl við tæran sjóinn.

Costa Brava er einn af allra vinsælustu ferðamannastöðunum við Miðjarðarhafsstrendur Spánar. Þar eru strendurnar stórkostlegar og aðstaðan góð til alls kyns útivistar. Þú getur léttilega samþætt slökunarferð og skemmtiferð á Costa Brava. Þar er svo ótalmargt að sjá. Ófáir strandbæir bera sjarma fyrri tíma fagurt vitni - gömul glæsihýsi, kastalarústir, forn klaustur og fjölmörg söfn. Það er svo ekki lengi gert að skipta úr menningunni beint yfir í skemmtunina. Á kvöldin taka froðupartíin völdin á ströndinni og teygja sig í allt að 214 km.

Costa Brava tekur á móti milljónum ferðamanna hvaðanæva úr heiminum. Loftslagið er temprað - meðalhitinn á ströndinni yfir sumarið (maí-september) er frá 25 til 30 stig. Það er því að þakka að ferðamenn geta notið strandlífsins áhyggjulaus eða gengið í fallegu fjalllendi sem er vaxið barrskógum í ekki of miklum hita. Sjórinn fer að hitna í lok maí og helst volgur fram í september sem gerir það að verkum að það er notalegt að synda í hreinum og tærum sjónum u.þ.b. hálft árið.


Strandlífið


Margir kjósa að koma til Costa Brava vegna villtrar náttúrufegurðar strandanna og ómótstæðilegs útsýnisins af klettunum, vegna mjúka sandsins og þess hversu kristaltær sjórinn er. Það er ekki út af engu sem strendur Costa Brava hafa fengið bláa fánann! Strendur Costa Brava ættu án efa að vera efstar á lista hjá þeim sem eru að skipuleggja fjölskyldufrí. Í flestum strandbæjunum er breið flóra stranda. Allt frá stórum sandströndum við miðbæinn með tilheyrandi þjónustu og þægindum til lítilla voga sem leynast á milli furuskóga og kletta. Þær breiða úr sér frá Alt Empordà svæðinu í norðri til suðurhluta La Selva svæðisins.

Sa Riera er líklegast langþekktasta strönd Costa Brava. Hún er steinsnar frá Bagur, bæ sem er vel þess virði að heimsækja fyrir þá sem vilja kynnast þessu svæði. Þarna er afar gott að vera fyrir fjölskyldur. Landslag Aigua Blava sem merkir „blátt vatn“ er eins og af póstkorti. Aðrar strendur Bagur eru Sa Tuna, Aiguafred og Playa Fonda - allar vel þess virði að heimsækja.

Sérkenni El Portitxol svæðisins er nálægð hinnar fornu grísku hafnar Emporion, fornleifasvæði við ströndina. Aðgengi er fyrir fatlaða á þessu strandsvæði. Það eru mörg hótel og veitingastaðir í nágrenninu. Frá Porticola getur þú farið til Las Dunas Avenue, hlaupið meðfram sjónum á milli La Escala og miðaldaþorpsins San Marti de Empurias. Það eru 2,5 km. Meðan á göngu, hlaupum eða hjólreiðum stendur má njóta stórkostlegs panorama-útsýnis.

Ein af stærstu ströndum Costa Brava liggur á milli Sant Martí d'Empúries og Roses. Hún er um 40 km löng. Strandsvæðið er nógu langt til þess að nægjanlegt rými skapist fyrir alla gesti. Vindurinn laðar að flugdrekabrimara. Á miðsvæði strandarinnar er Aiguamolls- náttúrugarðurinn.

Sumir kjósa notalegar sandstrendur til að slaka á en aðrir vilja fórna þægindunum og njóta þess að vera í kristaltærum sjónum við grýttar strendur. Taballera-ströndin er kjörin fyrir það síðara. Það er líka upplagt að kafa þar.


Næturlíf


Það er þó nokkuð næturlíf á Costa Brava og það kann að koma mörgum á óvart. Eftir kl. 22, þegar hitinn fellur, hefst gleðin. Í einum bænum, Lloret de Mar, má segja að næturlífið sé við suðumark. Bærinn er frægur fyrir forna sögu og er meðal vinsælustu ferðamannastaða Evrópu. Eftir sólsetur umbreytast stræti bæjarins, verða að einni samfelldri iðu þar sem næturklúbbar og diskótek taka völdin. Á kvöldin opnar Lloret de Mar dyrnar að börum, veitingastöðum og diskótekum þar sem gleðin er við völd fram á morgun. Næturklúbbarnir á Costa Brava eru sneisafullir af ungu fólki sem er komið til að sýna sig og sjá aðra, skemmta sér og njóta lífsins.

Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er ótal margt í boði til skemmtunar. Áður en haldið er af stað til þess að skoða næturlífið er upplagt að fá sér göngutúr á skemmtanasvæðið þar sem þú hittir á útsendara næturklúbbanna og þeir bjóða þér miða þar sem þú getur farið frítt inn á staðinn eða fengið frían drykk. Þó svo að þú sért í fjölskyldufríi á Costa Brava er þetta ekkert vandamál því margir barir og veitingastaðir leyfa börnum aðgang í fylgd fullorðinna.


Vinsælir ferðamannastaðir


Costa Brava teygir sig eftir ströndinni í 240 km - frá Blanes til Portbow. Blanes er syðst og næst Barcelona. Þar eru góðar sandstrendur, vatnsleikjagarðar og dýragarðar að ógleymdum útsýnispallinum í kastalanum í St. John og Marimurtra Botanical garðinum þar sem útsýnið er stórkostlegt. Lloret de Mar er í næsta nágrenni. Þetta er vinsælasti ferðamannastaðurinn í Katalóníu með glæsilegum innviðum og miklum fjölda ferðamanna allt árið um kring.

Tossa de Mar er talinn vera meðal þeirra allra fallegustu og laðar til sín heilmarga ferðamenn, ekki aðeins vegna strandanna heldur einnig vegna forna miðbæjarins með miðaldavirkjum. Þetta gamla fiskimannaþorp er nú orðið að ferðamannamiðstöð Playa de Aro sem trekkir að ferðamenn með tveggja kílómetra strandlengju, fornum minnisvörðum og áhugaverðum gönguleiðum.

Þeir sem eru áhugasamir um veiði og alls kyns sjávarfang ættu ekki að láta Palamos fram hjá sér fara. Figueres er staður fyrir fylgjendur súrrealisma en þar er Dali-safnið, næst vinsælasta safnið á Spáni. Í Empuriabrava geta ferðamenn lagt snekkjunni sinni við íbúðina sína - en þar er þéttofið net skurða. Roses er rólegur staður fyrir vel stæða þar sem fólk dvelur í marga mánuði við sjóinn. Nyrsti ferðamannastaðurinn Portbou á miklum vinsældum að fagna meðal nágrannanna í Frakklandi. Það er fallegur staður fyrir notalegt og kyrrlátt frí.


Gagnlegar upplýsingar


Flugtími: 4-5 klst.
Tungumál: Spænska, katalónska.
Tímabelti: Mið-Evrópu tímabelti.
Fólksfjöldi: Í kringum 200.000.
Vegabréf: Vegabréf í gildi er nauðsynlegt.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið en ráðlagt að gefa allt að 10% af reikningi.
Rafmagn: 230 volt, 50 Hz. Innstungur og klær að gerð F.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Innifalinn í hótelverði.
Vatn: Í lagi að drekka kranavatn en ekki sérlega bragðgott. Því ráðleggjum við að kaupa vatn.
 

Ys og þys


1. Prófaðu að kafa. Á Costa Brava eru margar köfunarmiðstöðvar, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þær bjóða upp á bæði þjálfun og búnaðarleigu. Framtíðarköfurum er kennt í CMAS- og PADI-kerfi. Verðið er nánast það sama alls staðar. Þetta er ódýrara en í nágrannaríkinu Frakklandi svo franskir kafarar eru tíðir gestir á Costa Brava. Þeir stunda köfun allan ársins hring. Láttu það alls ekki fram hjá þér fara að uppgötva neðansjávarlífið á Costa Brava. Vinsælir köfunarstaðir eru í Blanes, L'Estartit, Lloret de Mar og Tossa de Mar. Á öllum þessum stöðum njóta kafarar tilkomumikils neðansjávarlandslags, fjölbreytileika gróðurfars og sædýralífs þessa framúrskarandi heims.

2. Kannaðu þjóðgarðana með því að fara í gönguferðir. Ef þér finnst gaman að sjá líf villtra dýra og langar að komast til falinna stranda á Costa Brava sem ekki er hægt að komast til á bíl þá eru gönguleiðir og stígar í boði sem þú getur elt og uppgötvað ótrúlega fallega staði. Frægasti stígurinn er Camino de Ronda (GR 92) sem þú getur auðveldlega áttað þig á hvar er því hann er merktur með alþjóðlegu skilti „hvít rönd yfir rauðri“. Svo eru líka allnokkrir náttúrugarðar sem þú getur valið úr til að skoða. Þetta er tækifærið þitt til að fara í göngutúr með fjölskyldunni, til að kynnast náttúrunni á svæðinu og anda að þér fersku lofti, fara í hjólatúr eða á hestbak. Í göngutúrnum getur þú hitt á íbúa skógarins og farið í leiki við krakkana og að sjálfsögðu hlaupið upp á hæðirnar til þess að njóta fallega útsýnisins sem þaðan er.

3. Taktu þátt í vatnaíþróttum. Í flestum strandbæjum Costa Brava getur þú skráð þig á hin ýmsu námskeið, eins og að fara á seglbretti, sjókajak eða vatnaskíði. Að fara á sjókajak er fullkomin hugmynd fyrir alla fjölskylduna. Annar möguleiki til afþreyingar er að fara að snorkla á Costa Brava sem er paradís allra stranda.

Athugið: Greiða þarf sérstakan gistiskatt á Katalóníu á Spáni. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu.

Costa Brava á korti