Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.
Barcelona

BARCELONA

Einn seiðmagnaðasti áfangastaður Evrópu

Barcelona er falleg, hrífandi og tilkomumikil höfuðborg Katalóníu, aðalsjálfstjórnarsvæðis norðausturhluta Spánar. Barcelona er næststærsta borg Pýreneaskagans. Höfnin í borginni er meðal stærstu hafna Miðjarðarhafsins og heimsins alls og hefur geysimikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn á öllum aldri. Barcelona er svo fjölskrúðug og lífleg að með réttu má kalla hana fallegustu borg í heimi! Verðið á fluginu til Barcelona heillar líka – það er sáraeinfalt að kaupa miða til Barcelona með okkar hjálp. Það er tilvalið að skella sér til Barcelona og uppgötva töfra borgarinnar. Helgarferðir til Barcelona eru mjög vinsælar og auk þess halda margir þangað í sumarfríinu sínu.

Sú staðreynd að Barcelona sé á listanum yfir 20 vinsælustu ferðamannastaði er fullkomlega sönn. Allt kemur á óvart í Barcelona. Ef til vill fellurðu í stafi yfir stórkostlegum listaverkum, gersamlega missir þig á markaðnum La Boqueria eða þú verð öllu sumarfríinu þínu við strendur þessarar heillandi borgar. Svo þú kynnist þessari einstöku borg í hjarta Evrópu þarftu að kaupa þér miða og bóka hótel. Þá er þér ekkert að vanbúnaði til að kynnast þessari seiðmögnuðu borg og íbúum hennar.


Strandlífið


Fyrir þá sem ætla að verja fríinu sínu í hinni sólríku Barcelona þá höfum við tekið saman upplýsingar um fallegustu strendur borgarinnar. Þar er dásamlegt að slaka á og hvíla sig fjarri skoðunarferðum. En hvað þarftu að vita um strendur Barcelona? Fyrst ber að nefna að þær eru mjög hreinar. Ekki velta þér upp úr því að þetta er milljónaborg né að stórskipahöfn er í næsta nágrenni. Allar strendur Barcelona hafa fengið viðurkenninguna Blái fáninn – þær er verðlaunaðar fyrir hreinleika vatnsins og umhverfisins. Í öðru lagi eru allir sundstaðir strandarinnar mjög vel útbúnir fyrir sóldýrkendur og eru bekkir og sólhlífar til leigu á sanngjörnu verði (um 6-8 evrur fyrir daginn). Einnig getur þú farið í sturtu sem og á salerni á staðnum án sérstaks viðbótargjalds. Enn fremur eru mörg veitinga- og kaffihús meðfram allri ströndinni svo þú getur satt hungur þitt hratt og vel eftir öflugan sundsprett í Miðjarðarhafinu.

Sant Sebastiá ströndin er stærst og vinsælust bæði meðal ferðamanna og heimamanna. Þrátt fyrir nokkra fjarlægð frá miðborginni má þar ævinlega sjá ástfangnar turtildúfur í sólbaði eða syndandi í sjónum. Ströndin hefur náð gífurlegum vinsældum vegna landfræðilegrar legu sinnar í fallegum vogi. Hún er þekkt fyrir einstaklega hreina strönd og tæran sjó. Auk náttúrulegrar fegurðar er ströndin þekkt fyrir einstök þægindi og mikinn lúxus fyrir gesti. Barceloneta er elsta strönd þessarar spænsku borgar sem ber nánast sama nafn og borgin. Hér er umhverfið sérlega fjölskylduvænt en höfðar samt sem áður líka til unga fólksins. Ströndin virðist geta uppfyllt óskir allra, m.a.s. þeirra allra vandlátustu. Líflega Sant Miguel ströndin laðar að marga ferðamenn, ekki bara til að sleikja sólina heldur einnig til að gæða sér á alls kyns sjávarfangi á þó nokkrum framúrskarandi veitingastöðum við ströndina.


Næturlífið


Þú munt fljótlega átta þig á að Barcelona er borg sem aldrei sefur. Spánverjar borða, drekka og fara seint út að sýna sig og sjá aðra. Ekki láta þér bregða þótt næturklúbbarnir séu nánast tómir til klukkan 1-2 að nóttu um helgar en þeir eru opnir til klukkan 6 að morgni. Sem betur fer er siesta! Næturlífið í Barcelona er líkt og borgin sjálf – það er stællegt, fjölbreytilegt og oft á tíðum stórbrotið. Barirnir eru af margvíslegum toga, diskó og klúbbar með mjög fjölbreytilegri tónlist. Þá eru vinsælustu plötusnúðarnir fengnir til að spila í margvíslegum partíum og viðburðum. Ef klúbbar eru ekki þinn tebolli ættir þú samt sem áður að fara á einn næturklúbb til að upplifa hvað Barcelona hefur upp á að bjóða. Ef kokteilar og kósíheit er eitthvað sem höfðar til þín ættir þú að hafa það í huga að í borginni eru fjölmargir staðir sem bjóða einmitt upp á það!

Á fæstum klúbbanna er uppgefið verð. Verðið er algjörlega háð tíma dags og því sem er boðið upp á hverju sinni. Vanalega er aðgangur inn á klúbb frír þar til kl. 1 að nóttu. Það er ansi líklegt að á göngu þinni um borgina fáir þú bækling sem veitir þér frían aðgang að tilteknum klúbbi hvenær sem er.


Verslun


Í Barcelona er aragrúi verslana, í þeim getur þú t.d. keypt þér föt, skó og fylgihluti. Það eru margar verslunarmiðstöðvar staðsettar á fjölmörgum stöðum í borginni og þar er að finna allt frá mat að fatnaði. Afgreiðslutími verslananna í Barcelona er um það bil frá kl. 9.30 að morgni til kl. 22 að kvöldi en það er frá mánudegi til laugardags. Sumar búðanna eru lokaðar á meðan siesta stendur yfir en hún er frá kl. 13.30 til 16.30. Stórar verslunarmiðstöðvar og matvöruverslanir eru opnar allan daginn. Þeir sem hafa áhuga á tískuvöruverslunum ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Passeig de Gràcia. Það er gaman að taka smá rölt þar sama hvort tískuvöruverslanir höfða til þín eða ekki. Passeig de Gràcia er stolt borgarinnar. Við þessa götu standa ýmsar merkilegar byggingar. Þar getur þú litið augum arkitektameistaraverk eftir Gaudi - Casa Batlló, La Predrera o.s.frv. Það má alls ekki láta fram hjá sér fara að fara um þessa götu.


Vinsælir ferðamannastaðir


Salou
Ferðamannaperla Katalóníu er Salou. Sjö kílómetra löng sandströndin, iðandi næturlífið, barirnir og kaffihúsin láta þér líða vel yfir heitasta tímann. Það er eins og sandstrendurnar séu sérstaklega skapaðar fyrir fjölskyldufrí í Barcelona. Notalegt er að baða sig í sjónum og er aðgengi að honum mjög gott. Nóg pláss er fyrir alla á strandlengjunni – hvort sem þeir vilja slaka á, svamla í sjónum eða bara vera í friði og ró. Hinar fjölmörgu verslunarmiðstöðvar Salou hafa mikið aðdráttarafl. Port Aventura World laðar að yngsta fólkið en það er glæsilegur skemmtigarður, oft kallaður hið spænska Disneyland. Garðurinn mun koma skemmtilega á óvart!

Tossa de Mar
Ef þig dreymir um ógleymanlegt frí í notalegu, rólegu og fjölskylduvænu umhverfi er Tossa de Mar það sem þú ert að leita að. Þetta er hreina víkin með stórkostlegu útsýni, hannaður fyrir fjölskyldufrí. Strendur Tossa de Mar teygja anga sína í marga kílómetra sem skiptast niður í nokkra hluta - bæði sand- og malarstrendur. Þegar þú ferð í sjóinn þarftu að vara þig á hvað hann dýpkar hratt. Ferðastaðurinn býður upp á alls kyns skemmtilega afþreyingu. Þar geturðu kafað, snorklað eða farið á veiðar. Aðalaðdráttarafl staðarins er einstakur arkitektúr gamla bæjarins sem hefur dásamlegt útsýni yfir Miðjarðarhafið.

Lloret de Mar
Sífellt fleiri ungir ferðamenn hvaðanæva úr heiminum flykkjast að þessum sérstaka ferðamannastað. Hann er frægur fyrir næturlífið, menningar- og skemmtidagskrá þar sem er eitthvað fyrir alla. Staðurinn laðar unga fólkið að með sínum fjölmörgu börum, diskótekum, næturklúbbum og leysisýningum en þetta er alls ekki það eina sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Innan borgarinnar eru frægustu strendur strandlengjunnar – Lloret- og Fenals-strönd. Strendurnar eru geysistórar og vel varðar fyrir norðanvindi með víkum og klettum sem gerir þær þær bestu á allri Costa Brava. Umhverfið er stórkostlegt þar sem klettar Miðjarðarhafsins rísa upp úr grænbláum kristaltærum sjónum og laðar að sér strandelskandi ferðamenn sem koma víða að. Lloret de Mar er ekki bara stórkostlegar strendur heldur er þar einnig kjörið að iðka íþróttir, bæði á landi og legi. Á ströndinni má leigja tvíbytnu, fara í ferð á „banana“ eða fara í stutta siglingu meðfram ströndinni. Það er víða hægt að kafa í sjónum og þá er tilvalið að snorkla, fara í gókart, spila tennis, fara í keilu eða golf svo fátt eitt sé nefnt.


Gott að vita


Flugfélög: Við bjóðum hagstæðasta verðið á flugi til Barcelona.
Flugvöllur: Barcelona–El Prat Josep Tarradellas flugvöllur.
Fjarlægð frá flugvelli: 20-30 mín./15 km frá miðborginni.
Flugtími: about 2 hours depending on the destination.
Tungumál: Katalónska/spænska.
Tímabelti: Mið-Evrópu tímabelti.
Íbúafjöldi: Í kringum 5,5 milljónir.
Vegabréf: Vegabréf í gildi er nauðsyn.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið. Venjan að gefa 5-10% af reikningnum.
Rafmagn: 230 volt, millistykki óþörf.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Upp að fjórum evrum.
Vatn: Kranavatn er drykkjarhæft.


Ys og þys


Þetta er svo sannarlega sérstök borg. Þú getur farið til Barcelona a.m.k. tvisvar á ári en nærð ekki að skoða allt það markverða sem borgin hefur upp á að bjóða. Allt verður einfaldara ef þú skipuleggur vel fríið þitt í Barcelona, undirbýrð menningarlega dagskrána og fylgir henni eftir. Hvar kemstu næst stemmningu heimamanna? Blandastu mannfjöldanum á Römblunni sem er 1,2 km að lengd. Það má eiginlega segja að nýtískulega hverfið El Raval og gamla gotneska hverfið dragi nokkurs konar landamæri á milli tveggja heima. Meðfram breiðgötunni er svo heilmargt sem þessi stórkostlega borg hefur upp á að bjóða: Maritime-safnið, Vaxmyndasafnið, Liceu-óperuhúsið, sýningamiðstöðina og svo listagallerí. Nánast á miðri Römblunni geturðu svo keypt þér gómsætan ís og vöfflur í söluvagni.

Til að svipta hulunni af sérkennum Barcelona ​​ættirðu að fara í gotneska hverfið. Hér er það sem sögulega arfleifðin auðgar borgina. Þegar kvölda tekur sérðu borgina í allt öðru ljósi. Á þessum tíma dags verður hún hljóðlátari og afar aðlaðandi í allri sinni dulúð.

Barcelona á korti