GDANSK
Gdansk er borg í Norður-Póllandi, með fallegan gamlan miðbæ, dýrindis mat og bjór. Gdansk tilheyrir svokölluðu Tri-City stórborgarsvæði, ásamt borgunum Sopot og Gdynia. Borgirnar eru staðsettar meðfram strönd Gdansk-flóa sem er mjög fjölsóttur staður af ferðamönnum í Póllandi. Gdansk hefur mikla sögulega þýðingu, Sopot er tákn skemmtunar og Gdynia er tákn efnahags. Í Gdansk búa hálf milljón íbúa og er þetta er borg efnahags, menningar og vísinda og er jafnframt einn af aðal ferðamannastöðum landsins sem kemur ekki á óvart þar sem 2-3 milljónir ferðamanna heimsækja borgina ár hvert.
Þú getur eytt mörgum klukkutímum í að dást af fjölbreytileika borgarinnar. Þegar ferðast er til Gdansk finnur hver og einn eitthvað áhugavert, alveg óvænt. Sumir ferðast til borgarinnar til þess að fara í skoðunarferðir eða til þess að fræðast og sjá eins mikið af borginni og mögulegt er á meðan að aðrir vilja eyða tímanum í að labba um stræti gamla bæjarins og dást að fegurðs hans. Enn aðrir þurfa ekkert annað en sjóinn, þó svo að flestir séu sammála um að skella sér ekki til sunds (hann getur verið rosalega kaldur), heldur einfaldlega rölta meðfram honum og dást að gráu öldunum. Ef áhugi er að heimsækja fallega borg við sjóinn sem hefur að geyma ríka sögu og gnægð af áhugaverðum stöðum og óaðfinnanlegum evrópskum stíl, þá má sannarlega mæla með ferð til pólsku borgarinnar Gdansk.
Hánannatími ferðaþjónustunnar er frá maí til september, en þá er mikill mannfjöldi á götum borgarinnar, sérstaklega um helgar þegar frí er í skólum og fjöldi nemenda og annarra ferðamanna allsstaðar að úr heiminum heimsækja borgina. Veðrið er alla jafna gott í Gdansk, en það það getur rignt á hverjum degi, þetta er nú Eystarsaltið. Á háannatíma er alltaf einhver skortur á hótelherbergum svo það er um að gera að bóka gistinguna í Gdansk með fyrirvara.
Gdansk er falleg pólsk hafnarborg sem heillar og laðar að ferðamenn víðsvegar úr heiminum með þúsund ára sögu sinni og einstökum frumleika og fegurð. Í gamla bænum er ekki nóg að slappa af og skemmta sér, hér eru allir fallegustu staðirnir í Gdansk sem þörf er að sjá. Þessi borg er talin vera hönnuð fyrir lúxus og eftirminnilegar gönguferðir – og hafir þú heimsótt borgina einu sinni, þá muntu vilja fara aftur því ferð þangað skapar einungis ánægju og gleði.
Fyrst af öllu mælum við með því að labba eftir mikilvægustu götunni – Dluga, til þess að dásama fergurð Aðaltorgsins og taka ljósmynd við Neptúnsbrunninn. Hér er samansafn af arkitektúr og minnisvörðum frá endurreisnartímanum. Þegar þú labbar þarna um taktu þá eftir ráðhúsinu sem byggt var á 15. öld. Hér er einnig fjöldinn allur af kaffihúsum þar sem hver og einn finnur eitthvað við sitt hæfi. Gdansk er stundum kölluð „Norður-Amsterdam“ og er það ekki furða, líkindin eru sláandi.
Ef þú labbar Dluga til enda, þá muntu koma að Sjóminjasafninu. Safnið er aðallega helgað skipasmíðum og siglingum. Hér er t.a.m. hægt að skoða gömlu skipin og fyrstu snekkjurnar sem fóru yfir Atlantshafið.
Í annarri götu, Mariacka, kemst þú í umhverfi miðaldarborgar. Að auki er hægt að versla í öllum minjagripa búðunum sem finnast hér á hverju horni. Hér er einnig næst stærsta kirkja Evrópu og stærsta múrsteinskirkja í heimi. Þú munt strax heillast af lituðu glergluggunum að innan en farðu svo upp á næstu hæð til þess að fá betra útsýni yfir borgina.
Við mælum einnig með að þú farir í gönguferð og andir að þér fersku lofti í Park Oliwa, en hann er staðsettur í um 9 km fjarlægð frá miðbænum. Auk fallegu nátturnnar í Park Oliwa, getur þú einnig dáðst að Abbey-höllinni. Svo má einnig nefna Þjóðminjasafnið í Gdansk, sem er útibú samtímalistar. Þeir sem eru svo búnir að fá nóg af miðaldarbyggingum og arkitektúr og vilja lenda í frekari ævintýrum, þá mælum við með því að fara í Stoczina hverfið í Gdansk en þar finnur þú fjölda afþreyingarmöguleika; reiðhjól, verlslanir, götumatur og skemmtun fram á morgun.
Fyrir nokkru var talið að næturlífið í Gdansk væri svolítið leiðinlegt og alls ekki fjölbreytt en í dag hefur margt breyst. Hér er meira en nóg af góðum börum og klúbbum sem hægt er að mæla með að heimsækja og upplifa frábæra kvöldstund. Næturlíf borgarinnar byrjar eftir 21:00 og mun svo sannarlega auðga fríið þitt í Gdansk. Flestir barir, brugghús og klúbbar í Gdansk eru staðsett í sögulegri miðju borgarinnar og er stutt á milli þeirra svo þú þarft ekki að örvænta – þú kemst fótgangandi milli þeirra allra.
Frægasti og fjölsóttasti skemmtistaðurinn í Gdansk er Bacowka Na Jantarowej. Á daginn er þetta notarlegt kaffihús þar sem gestum er boðið uppá fjölbreytt úrval af innlenndum réttum. Þarna er einnig kaffihús á kvöldin, þar sem gestir staðarins skemmta sér á litríka dansgólfinu og njóta uppáhalds tónlistar sinnar. Næturklúbburinn Celtic Pub er vinsæll og hættir ekki að gleðja gesti með skemmtilegum partýum. Þetta er nú orðinn fastur vettvangur fyrir ýmsa tónlistarviðburði og kynningar. Aðdáendur djass munu svo elska Cotton Club, sem hýsir þemakvöld í hverri viku og spilar lifandi tónlist. Klúbburinn er einnig með frábært billjard herbergi en þar er líka fallegur bar með fjöldan allan af skemmtilegum kokteilum.
Almennt séð staðfesta umsagnir um verslun í Gdansk að Pólland er ennþá vinsæll áfangastaður þegar kemur að verslunarferðum: Verðin eru lág og úrval á gæðavörum er gífurlegt. Einnig eru margir sölustaðir þar sem hægt er að finna bæði alþjóðleg vörumerki og úrval af innlendum vörum.
Vinsælasta og stærsta verslunarmiðstöð Gdansk er Galeria Baltycka. Þeir sem heimsækja hana í fyrsta skipti ættu sannarlega að taka bækling með upplýsingum um svæðið því annars gæti verið erfitt að finna réttu búðina. Í verslunarmiðstöðinni eru meira en 200 verlsanir sem bjóða uppá úrval af fatnaði og skóm, íþróttafötum og styrtivörum. Einnig eru þar að finna fjölmargar barnafataverslanir. Opnunartími verslanna í borginni er yfirleitt frá 10-11 á morgnanna og venjulega eru þær að loka kl. 19:00.
Og hvað er verslunarferð til Gdansk án þess að kaupa minjagripi? Amber vörur eru enn vinsælir minjagripir meðal ferðamanna í Gdansk. Veldu þinn uppáhalds á Mariacka götu, en þar er mesta úrvalið af minjagripaverslunum. Konur munu svo sannarlega líka við dásamlega skartgripi úr þessum gulbrúna steini og karlmenn geta verslað fallega ermahnappa, bindisnælur eða aðra fallega fylgihluti.
Flugfélög: Nokkur flugfélög fara til Gdansk frá öllum heimshlutum, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópu o.s.frv. Við munum alltaf bjóða þér flug til Gdansk á besta verðið.
Flugvöllur: Gdansk Lech Walesa flugvöllur
Fjarlægð frá flugvelli: um 20 mín. (Um 16 km)
Tungumál: pólska
Tímabelti: Tímabelti í Mið-Evrópu
Mannfjöldi: um 570.000
Vegabréf: Gilt vegabréf eða vegabréfsáritun er skylt
Ferðaáritun: Ekki krafist fyrir dvöl undir 90 daga
Gjaldmiðill: Zloty / Evra
Þjórfé: Ekki skylt, en mjög algengt að gefa 5-10% af reikningnum.
Aðeins sæti: til að bóka sæti - vinsamlegast finndu hlekkinn okkar til frábærra fargjalda: www.aventura.is
Ferðaskattur: 5% af herbergisverði
Vatn: Óhætt er að drekka kranavatnið
Rafmagn: 230V, 50Hz AC. Innstungusokkar eru kringlóttir með tveimur pinnum
Gdansk býður gestum sínum uppá marga áhugaverða afþreyingarmöguleika en hér finnur þú litríka markaði og verslanir, klúbba og skemmtistaði sem og stórkostlega almenningsgarða. Auk þess er eftirfarandi það sem þú ættir ekki að láta framhjá þér fara á meðan þú heimsækir Gdansk.
1. Farðu í dýragarðinn, sérstaklega ef þú ert í fjölskyldufríi í Gdansk. Borgin er með stærsta dýragarð landsins og á hverju ári heimsækja þúsundir áhugasamra ferðamanna hann. Í dag eru þar hundruð dýra, frá ýmsum löndum. Í dýragarðinum eru fallegir skálar og fuglabúr sem líkja eftir náttúrulegum heimilum dýranna. Fyrir litla gesti er sérstakt svæði í dýragarðinum þar sem má sjá vingjarnlegustu og krúttlegustu dýrin. Börnin geta farið á bak á risastórum flóðhesti, gefið mörgæsum að borða og tekið eftirminnilega myndir með öllum uppáhalds dýrunum sínum.
2. Fáðu þér hjól og farðu að Eystrasaltinu. Jafnvel ef þú ert vonsvikinn yfir því að sjórinn í Gdansk er ekki í göngufæri (8 km frá borginni) getur þú sameinað það gagnlega við það skemmtilega - leigðu hjól fyrir 10 PLN á klukkustund, kannaðu borgina og finndu að lokum ferska sjávarloftið. Þess má geta að frá Gdansk til sjávar, meðfram þjóðveginum, eru hjólastígar sem að mestu leyti fara um sundið og er ánægjulegt að hjóla - vindurinn blæs frá öllum hliðum og loftið lyktar af sætum Linden trjám.
3. Skelltu þér í parísarhjólið AmberSky og sjáðu borgina að ofan. Ef þú ert ekki tilbúinn að sigrast á 400 tröppum upp og niður, þá getur þú notfært þér parísarhjólið til þess að sjá borgina úr lofti. Á 15 mínútum fer hjólið 3 hringi og þú getur heillast af flísalöguðm þökum og litríkum húsum Gdansk að ofan. Vel á minnst, það er mjög heppilegt að byrja gönguferð um gamla bæinn frá hjólinu.
Að lokum þarft þú líka að fara í sjóferð á ekta siglingarbáti og heimsækja bæinn Shimbark til þess að sjá með eigin augum húsið sem stendur á hvolfi. Skelltu þér svo með börnin í Fornminjasafnið í Gdansk en það er einstaklega skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.
Þú getur eytt mörgum klukkutímum í að dást af fjölbreytileika borgarinnar. Þegar ferðast er til Gdansk finnur hver og einn eitthvað áhugavert, alveg óvænt. Sumir ferðast til borgarinnar til þess að fara í skoðunarferðir eða til þess að fræðast og sjá eins mikið af borginni og mögulegt er á meðan að aðrir vilja eyða tímanum í að labba um stræti gamla bæjarins og dást að fegurðs hans. Enn aðrir þurfa ekkert annað en sjóinn, þó svo að flestir séu sammála um að skella sér ekki til sunds (hann getur verið rosalega kaldur), heldur einfaldlega rölta meðfram honum og dást að gráu öldunum. Ef áhugi er að heimsækja fallega borg við sjóinn sem hefur að geyma ríka sögu og gnægð af áhugaverðum stöðum og óaðfinnanlegum evrópskum stíl, þá má sannarlega mæla með ferð til pólsku borgarinnar Gdansk.
Hánannatími ferðaþjónustunnar er frá maí til september, en þá er mikill mannfjöldi á götum borgarinnar, sérstaklega um helgar þegar frí er í skólum og fjöldi nemenda og annarra ferðamanna allsstaðar að úr heiminum heimsækja borgina. Veðrið er alla jafna gott í Gdansk, en það það getur rignt á hverjum degi, þetta er nú Eystarsaltið. Á háannatíma er alltaf einhver skortur á hótelherbergum svo það er um að gera að bóka gistinguna í Gdansk með fyrirvara.
Hvað á að heimsækja?
Gdansk er falleg pólsk hafnarborg sem heillar og laðar að ferðamenn víðsvegar úr heiminum með þúsund ára sögu sinni og einstökum frumleika og fegurð. Í gamla bænum er ekki nóg að slappa af og skemmta sér, hér eru allir fallegustu staðirnir í Gdansk sem þörf er að sjá. Þessi borg er talin vera hönnuð fyrir lúxus og eftirminnilegar gönguferðir – og hafir þú heimsótt borgina einu sinni, þá muntu vilja fara aftur því ferð þangað skapar einungis ánægju og gleði.
Fyrst af öllu mælum við með því að labba eftir mikilvægustu götunni – Dluga, til þess að dásama fergurð Aðaltorgsins og taka ljósmynd við Neptúnsbrunninn. Hér er samansafn af arkitektúr og minnisvörðum frá endurreisnartímanum. Þegar þú labbar þarna um taktu þá eftir ráðhúsinu sem byggt var á 15. öld. Hér er einnig fjöldinn allur af kaffihúsum þar sem hver og einn finnur eitthvað við sitt hæfi. Gdansk er stundum kölluð „Norður-Amsterdam“ og er það ekki furða, líkindin eru sláandi.
Ef þú labbar Dluga til enda, þá muntu koma að Sjóminjasafninu. Safnið er aðallega helgað skipasmíðum og siglingum. Hér er t.a.m. hægt að skoða gömlu skipin og fyrstu snekkjurnar sem fóru yfir Atlantshafið.
Í annarri götu, Mariacka, kemst þú í umhverfi miðaldarborgar. Að auki er hægt að versla í öllum minjagripa búðunum sem finnast hér á hverju horni. Hér er einnig næst stærsta kirkja Evrópu og stærsta múrsteinskirkja í heimi. Þú munt strax heillast af lituðu glergluggunum að innan en farðu svo upp á næstu hæð til þess að fá betra útsýni yfir borgina.
Við mælum einnig með að þú farir í gönguferð og andir að þér fersku lofti í Park Oliwa, en hann er staðsettur í um 9 km fjarlægð frá miðbænum. Auk fallegu nátturnnar í Park Oliwa, getur þú einnig dáðst að Abbey-höllinni. Svo má einnig nefna Þjóðminjasafnið í Gdansk, sem er útibú samtímalistar. Þeir sem eru svo búnir að fá nóg af miðaldarbyggingum og arkitektúr og vilja lenda í frekari ævintýrum, þá mælum við með því að fara í Stoczina hverfið í Gdansk en þar finnur þú fjölda afþreyingarmöguleika; reiðhjól, verlslanir, götumatur og skemmtun fram á morgun.
Næturlíf
Fyrir nokkru var talið að næturlífið í Gdansk væri svolítið leiðinlegt og alls ekki fjölbreytt en í dag hefur margt breyst. Hér er meira en nóg af góðum börum og klúbbum sem hægt er að mæla með að heimsækja og upplifa frábæra kvöldstund. Næturlíf borgarinnar byrjar eftir 21:00 og mun svo sannarlega auðga fríið þitt í Gdansk. Flestir barir, brugghús og klúbbar í Gdansk eru staðsett í sögulegri miðju borgarinnar og er stutt á milli þeirra svo þú þarft ekki að örvænta – þú kemst fótgangandi milli þeirra allra.
Frægasti og fjölsóttasti skemmtistaðurinn í Gdansk er Bacowka Na Jantarowej. Á daginn er þetta notarlegt kaffihús þar sem gestum er boðið uppá fjölbreytt úrval af innlenndum réttum. Þarna er einnig kaffihús á kvöldin, þar sem gestir staðarins skemmta sér á litríka dansgólfinu og njóta uppáhalds tónlistar sinnar. Næturklúbburinn Celtic Pub er vinsæll og hættir ekki að gleðja gesti með skemmtilegum partýum. Þetta er nú orðinn fastur vettvangur fyrir ýmsa tónlistarviðburði og kynningar. Aðdáendur djass munu svo elska Cotton Club, sem hýsir þemakvöld í hverri viku og spilar lifandi tónlist. Klúbburinn er einnig með frábært billjard herbergi en þar er líka fallegur bar með fjöldan allan af skemmtilegum kokteilum.
Verslun
Almennt séð staðfesta umsagnir um verslun í Gdansk að Pólland er ennþá vinsæll áfangastaður þegar kemur að verslunarferðum: Verðin eru lág og úrval á gæðavörum er gífurlegt. Einnig eru margir sölustaðir þar sem hægt er að finna bæði alþjóðleg vörumerki og úrval af innlendum vörum.
Vinsælasta og stærsta verslunarmiðstöð Gdansk er Galeria Baltycka. Þeir sem heimsækja hana í fyrsta skipti ættu sannarlega að taka bækling með upplýsingum um svæðið því annars gæti verið erfitt að finna réttu búðina. Í verslunarmiðstöðinni eru meira en 200 verlsanir sem bjóða uppá úrval af fatnaði og skóm, íþróttafötum og styrtivörum. Einnig eru þar að finna fjölmargar barnafataverslanir. Opnunartími verslanna í borginni er yfirleitt frá 10-11 á morgnanna og venjulega eru þær að loka kl. 19:00.
Og hvað er verslunarferð til Gdansk án þess að kaupa minjagripi? Amber vörur eru enn vinsælir minjagripir meðal ferðamanna í Gdansk. Veldu þinn uppáhalds á Mariacka götu, en þar er mesta úrvalið af minjagripaverslunum. Konur munu svo sannarlega líka við dásamlega skartgripi úr þessum gulbrúna steini og karlmenn geta verslað fallega ermahnappa, bindisnælur eða aðra fallega fylgihluti.
Gott að vita
Flugfélög: Nokkur flugfélög fara til Gdansk frá öllum heimshlutum, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópu o.s.frv. Við munum alltaf bjóða þér flug til Gdansk á besta verðið.
Flugvöllur: Gdansk Lech Walesa flugvöllur
Fjarlægð frá flugvelli: um 20 mín. (Um 16 km)
Tungumál: pólska
Tímabelti: Tímabelti í Mið-Evrópu
Mannfjöldi: um 570.000
Vegabréf: Gilt vegabréf eða vegabréfsáritun er skylt
Ferðaáritun: Ekki krafist fyrir dvöl undir 90 daga
Gjaldmiðill: Zloty / Evra
Þjórfé: Ekki skylt, en mjög algengt að gefa 5-10% af reikningnum.
Aðeins sæti: til að bóka sæti - vinsamlegast finndu hlekkinn okkar til frábærra fargjalda: www.aventura.is
Ferðaskattur: 5% af herbergisverði
Vatn: Óhætt er að drekka kranavatnið
Rafmagn: 230V, 50Hz AC. Innstungusokkar eru kringlóttir með tveimur pinnum
Ys og þys í Gdansk
Gdansk býður gestum sínum uppá marga áhugaverða afþreyingarmöguleika en hér finnur þú litríka markaði og verslanir, klúbba og skemmtistaði sem og stórkostlega almenningsgarða. Auk þess er eftirfarandi það sem þú ættir ekki að láta framhjá þér fara á meðan þú heimsækir Gdansk.
1. Farðu í dýragarðinn, sérstaklega ef þú ert í fjölskyldufríi í Gdansk. Borgin er með stærsta dýragarð landsins og á hverju ári heimsækja þúsundir áhugasamra ferðamanna hann. Í dag eru þar hundruð dýra, frá ýmsum löndum. Í dýragarðinum eru fallegir skálar og fuglabúr sem líkja eftir náttúrulegum heimilum dýranna. Fyrir litla gesti er sérstakt svæði í dýragarðinum þar sem má sjá vingjarnlegustu og krúttlegustu dýrin. Börnin geta farið á bak á risastórum flóðhesti, gefið mörgæsum að borða og tekið eftirminnilega myndir með öllum uppáhalds dýrunum sínum.
2. Fáðu þér hjól og farðu að Eystrasaltinu. Jafnvel ef þú ert vonsvikinn yfir því að sjórinn í Gdansk er ekki í göngufæri (8 km frá borginni) getur þú sameinað það gagnlega við það skemmtilega - leigðu hjól fyrir 10 PLN á klukkustund, kannaðu borgina og finndu að lokum ferska sjávarloftið. Þess má geta að frá Gdansk til sjávar, meðfram þjóðveginum, eru hjólastígar sem að mestu leyti fara um sundið og er ánægjulegt að hjóla - vindurinn blæs frá öllum hliðum og loftið lyktar af sætum Linden trjám.
3. Skelltu þér í parísarhjólið AmberSky og sjáðu borgina að ofan. Ef þú ert ekki tilbúinn að sigrast á 400 tröppum upp og niður, þá getur þú notfært þér parísarhjólið til þess að sjá borgina úr lofti. Á 15 mínútum fer hjólið 3 hringi og þú getur heillast af flísalöguðm þökum og litríkum húsum Gdansk að ofan. Vel á minnst, það er mjög heppilegt að byrja gönguferð um gamla bæinn frá hjólinu.
Að lokum þarft þú líka að fara í sjóferð á ekta siglingarbáti og heimsækja bæinn Shimbark til þess að sjá með eigin augum húsið sem stendur á hvolfi. Skelltu þér svo með börnin í Fornminjasafnið í Gdansk en það er einstaklega skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.