Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

MADEIRA ENDURO fjallahjólaferð 19.-26. nóv. 2024. Hjólaskólinn

Vikuferð þriðjudaginn 19.-26. nóvember 2024

Ferðinni er heitið til Madeira í ENDURO fjallahjólaferð. Síðasta ferð gekk svo vel að við endurtökum leikinn. Dagskráin verður skemmtileg og fjölbreytt. Alls eru fjórir skipulagðir hjóladagar og við ætlum að leika og hafa gaman af. Við gistum á glæsilega hótelinu Orca Praia á portúgölsku eyjunni Madeira.

Þessi ferð er tæknileg fjallahjólaferð fyrir þá sem hafa miðlungs eða mikla reynslu af Enduro fjallahjólreiðum.

Madeira býr yfir einum af bestu fjallahjólaleiðum í heiminum og er frábær áfangastaður til að leika og læra á fjallahjólinu. Stígarnir telja yfir 200 km af sjúklega girnilegum flæðandi mjúkum og skemmtilegum - mis krefjandi - brautum í heimsklassa. Við veljum svæðin og bestu leiðirnar sem henta með innlendum leiðsögumönnum.

Skelltu þér með í þessa spennandi og skemmtilega ferð. Hver vill ekki hjól, sól, náttúrufegurð og upplifun með skemmtilegum fjallahjólafélögum?

Fararstjórar

Fararstjórar eru Þóra Katrín Gunnarsdóttir PMBIA/UCI og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir UCI ásamt leiðsögumönnum á Madeira

Þóra Katrín Gunnarsdóttir PMBIA/UCI og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir UCI ásamt leiðsögumönnum á Madeira.

Þóra Katrín og Erla hafa rekið Hjólaskólann frá árinu 2018. Frá þeim tíma hafa þær farið í nokkrar hjólaferðir með hópa erlendis, m.a. til Mallorca, Madeira, Tenerife, Marokkó og Króatíu. Þá hafa þær haldið hjólanámskeið um árabil bæði fyrir fullorðna og börn við góðan orðstír. Einnig hafa þær séð um hjólaþjálfun fyrir hjólafélögin Víking og Tind ásamt því að skipuleggja æfingaferðir erlendis. Þær eru með hjólaþjálfararéttindi frá alþjóðahjólreiðasambandinu (UCI) og einnig með þjálfararéttindi frá ÍSÍ ásamt réttindum frá PMBIA sem eru alþjóðleg þjálfara- og leiðsögumannaréttindi fyrir fjallahjól. 

Þær hafa yfirgripsmikla reynslu úr ferðageiranum og hafa yfir áratuga reynslu af fararstjórastörfum erlendis ásamt vinnu af skipulagningu ferða hér heima og erlendis. Báðar starfa þær sem ökuleiðsögukonur á Íslandi þar sem þær gerir upplifun ferðamanna extra eftirminnilega. Það skemmtilegasta sem þær gera er að fjallahjóla í skemmtilegri náttúru, borða góða mat og njóta lífsins lystisemda

Hotel Orca Praia 

Hotel
Orca Praia 

Hotel Orca Praia er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel.

Nútímalega hótelið okkar er byggt meðfram kletti, þar sem fullt sjávarútsýni veitir fulla ánægju og slökun, með beinan aðgang að einu eldfjallasandströnd Funchal. Slappaðu af fyrir samhljóða hljóðum náttúrunnar og sjávarbylgna á meðan þú nýtur rúmgóðra herbergja með sjávarútsýni. Við höfum útbúið fyrir þig, safn af aðstöðu sem mun örugglega gera fríið þitt enn ánægjulegra og mun hjálpa þér að ná fullkominni dvöl sem þú sást örugglega fyrir.

Þægilegu, vel útbúnu og rúmgóðu herbergin voru endurnýjuð að fullu árið 2019. Öll með sjávarútsýni og stórkostlegt útsýni yfir Atlantshafið.

  Heilsulind
  Líkamsrækt
  Nudd (gegn gjaldi)
  Sundlaug
  Þráðlaust net
  Farangursgeymsla
  Herbergisþjónusta
  Gestamóttaka
  Sjálfsalar
  Sólhlífar
  Loftkæling
  Hárþurrka
  sjónvarp
  Öryggishólf gegn gjaldi
  Svalir eða verönd
  Veitingastaður
  Sundlaugarbar

  Fjöldi í ferð: Lágmark 10

  Erfiðleikastig: All mountain/Enduro - Miðlungs og upp úr, það verða tveir hópar sem hjóla stundum sömu og stundum mismunandi leiðir og á mismunandi hraða

  Skutlbílar fylgja hópnum, skutlað upp og hjólað 97% niður á við

Innifalið:
  Beint flug til Madeira með Play ásamt 20 kg tösku
  4 heilir hjóladagar (2+2) með vottuðum innlendum fjallahjólaleiðsögumönnum
  Bílaskutl/fylgdarbíll á hjóladögunum
  4**** hótel í sjö nætur, með morgunverði
  Akstur til og frá flugvelli
  2 frídagar
  Íslensk fararstjórn og þjálfun frá Hjólaskólanum
  Aðgangur að heilsurækt og Spa
  2 æfingatímar, pepp og gleði fyrir brottför
Ekki innifalið:
  Hjól (hægt að leigja eða fara með sitt eigið)
  Flutningur á hjólatösku
  Lokaður hjálmur
  Hádegis- og kvöldmatur, en stoppað er á skemmtilegum stöðum í hádegismat á hjóladögum
  Tryggingar

  Staðfestingargjald er 50.000 kr.

  Staðfestingargjald er að fullu endurgreitt ef fella þarf niður ferðina

  Lokagreiðsla er innheimt þegar lágmarks þátttöku er náð, í síðasta lagi 7 vikum fyrir brottför

  * Eins manns herbergi er háð framboði og kostar aukalega

Frekari upplýsingar fást með því að heyra í Erlu og Þóru hjá Hjólaskólanum með því að senda póst á hjolaskolinn@gmail.com

* Eins manns herbergi er háð framboði og kostar aukalega

Magnaða eyjan Madeira

Madeira, þekkt sem perla Atlantshafsins, hefur stórkostlegt landslag og einstakt suðrænt veðurfar, þar skín sólin nánast allt árið um kring.

Þessi eldfjallaeyja er vinsæll áfangastaður allt árið um kring og er eyjan þekktust fyrir Madeira vínið ásamt náttúrufegurð, fjölbreyttum gróðri og miklu dýralífi en lárviðarskógur á eyjunni er skráður á heimsminjaskrá UNESCO. Falleg litrík blóm og gróður setja lit sinn á þessa fallegu eyju.

Funchal, heillandi höfuðborg eyjunnar er skemmtileg heim að sækja, gamli bærinn er notalegur, skemmtilegir markaðir og handverskbúðir ásamt kaffihúsum og veitingastöðum.

Vestan við Funchal er Lido svæðið, sem er mesta ferðamannasvæðið þar sem flest hótelin eru. Lido svæðið er í göngufæri frá Funchal.
Nokkrar verslunarmiðstöðvar eru í Funchal eins og Forum Madeira og Madeira Shopping en þar má finna þekkt vörumerki.

Madeira tilheyrir Portúgal en er með sjálfstjórn, þar búa um 300.000 manns

  • Marina Do Funchal A side view of a plate of figs and berries.

    Funchal Marina. Madeira er vinsæll áfangastaður fyrir skemmtiferðaskip sem leggjast þar að höfn á leið sinni um höfin.

  • Funchal A side view of a plate of figs and berries.

    Funchal, heillandi höfuðborg eyjunnar er skemmtileg heim að sækja.

  • Flogið A side view of a plate of figs and berries.

    Flogið er til Madeira með flugfélaginu Play frá október til maí


 

Af hverju Madeira?

Cabo Girao
Monte Palace
Pico do Arieiro
 
Botanical Garden
Sao Lourenco
Porto Moniz