MADEIRA ENDURO mountain bike tour
Vikuferð þriðjudaginn 19.-26. nóvember 2024
Ferðinni er heitið til Madeira í ENDURO fjallahjólaferð. Síðasta ferð gekk svo vel að við endurtökum leikinn. Dagskráin verður skemmtileg og fjölbreytt. Alls eru fjórir skipulagðir hjóladagar og við ætlum að leika og hafa gaman af. Við gistum á glæsilega hótelinu Orca Praia á portúgölsku eyjunni Madeira.
Þessi ferð er tæknileg fjallahjólaferð fyrir þá sem hafa miðlungs eða mikla reynslu af Enduro fjallahjólreiðum.
Madeira býr yfir einum af bestu fjallahjólaleiðum í heiminum og er frábær áfangastaður til að leika og læra á fjallahjólinu. Stígarnir telja yfir 200 km af sjúklega girnilegum flæðandi mjúkum og skemmtilegum - mis krefjandi - brautum í heimsklassa. Við veljum svæðin og bestu leiðirnar sem henta með innlendum leiðsögumönnum.
Skelltu þér með í þessa spennandi og skemmtilega ferð. Hver vill ekki hjól, sól, náttúrufegurð og upplifun með skemmtilegum fjallahjólafélögum?
Fararstjórinn
Þóra Katrín Gunnarsdóttir PMBIA/UCI og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir UCI ásamt leiðsögumönnum á Madeira.
Þóra Katrín og Erla hafa rekið Hjólaskólann frá árinu 2018. Frá þeim tíma hafa þær farið í nokkrar hjólaferðir með hópa erlendis, m.a. til Mallorca, Madeira, Tenerife, Marokkó og Króatíu. Þá hafa þær haldið hjólanámskeið um árabil bæði fyrir fullorðna og börn við góðan orðstír. Einnig hafa þær séð um hjólaþjálfun fyrir hjólafélögin Víking og Tind ásamt því að skipuleggja æfingaferðir erlendis. Þær eru með hjólaþjálfararéttindi frá alþjóðahjólreiðasambandinu (UCI) og einnig með þjálfararéttindi frá ÍSÍ ásamt réttindum frá PMBIA sem eru alþjóðleg þjálfara- og leiðsögumannaréttindi fyrir fjallahjól.
Þær hafa yfirgripsmikla reynslu úr ferðageiranum og hafa yfir áratuga reynslu af fararstjórastörfum erlendis ásamt vinnu af skipulagningu ferða hér heima og erlendis. Báðar starfa þær sem ökuleiðsögukonur á Íslandi þar sem þær gerir upplifun ferðamanna extra eftirminnilega. Það skemmtilegasta sem þær gera er að fjallahjóla í skemmtilegri náttúru, borða góða mat og njóta lífsins lystisemda
Hotel Orca Praia
Hotel
Orca Praia
Hotel Orca Praia er huggulegt fjögurra stjörnu hótel.
Hótelið er byggt meðfram kletti, þar sem fullt sjávarútsýni veitir fulla ánægju og slökun, með beinan aðgang að einu eldfjallasandströnd Funchal. Njóttu þess að hlusta á hljóð náttúrunnar og sjávarins á meðan þú dvelur í rúmgóðu herbergi með sjávarútsýni.
Þægilegu, vel útbúnu og rúmgóðu herbergin voru endurnýjuð að fullu árið 2019. Öll með sjávarútsýni og stórkostlegt útsýni yfir Atlantshafið.
Fjöldi í ferð: Lágmark 10
Erfiðleikastig: All mountain/Enduro - Miðlungs og upp úr, það verða tveir hópar sem hjóla stundum sömu og stundum mismunandi leiðir og á mismunandi hraða
Skutlbílar fylgja hópnum, skutlað upp og hjólað 97% niður á við
Staðfestingargjald er 50.000 kr.
Staðfestingargjald er að fullu endurgreitt ef fella þarf niður ferðina
Lokagreiðsla er innheimt þegar lágmarks þátttöku er náð, í síðasta lagi 7 vikum fyrir brottför
* Eins manns herbergi er háð framboði og kostar aukalega
* Eins manns herbergi er háð framboði og kostar aukalega
Magnaða eyjan Madeira
Madeira, þekkt sem perla Atlantshafsins, hefur stórkostlegt landslag og einstakt suðrænt veðurfar, þar skín sólin nánast allt árið um kring.
Þessi eldfjallaeyja er vinsæll áfangastaður allt árið um kring og er eyjan þekktust fyrir Madeira vínið ásamt náttúrufegurð, fjölbreyttum gróðri og miklu dýralífi en lárviðarskógur á eyjunni er skráður á heimsminjaskrá UNESCO. Falleg litrík blóm og gróður setja lit sinn á þessa fallegu eyju.
Funchal, heillandi höfuðborg eyjunnar er skemmtileg heim að sækja, gamli bærinn er notalegur, skemmtilegir markaðir og handverskbúðir ásamt kaffihúsum og veitingastöðum.
Vestan við Funchal er Lido svæðið, sem er mesta ferðamannasvæðið þar sem flest hótelin eru. Lido svæðið er í göngufæri frá Funchal.
Nokkrar verslunarmiðstöðvar eru í Funchal eins og Forum Madeira og Madeira Shopping en þar má finna þekkt vörumerki.
Madeira tilheyrir Portúgal en er með sjálfstjórn, þar búa um 300.000 manns
-
Marina Do Funchal
Funchal Marina. Madeira er vinsæll áfangastaður fyrir skemmtiferðaskip sem leggjast þar að höfn á leið sinni um höfin.
-
Funchal
Funchal, heillandi höfuðborg eyjunnar er skemmtileg heim að sækja.
-
Flogið
Flogið er til Madeira með flugfélaginu Play frá október til maí