Hótel Troya. Tenerife, Spánn. Verð og bókun :: Aventura - ferðaskrifstofa
Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Troya

Avenida Rafael Puig Lluvina 2 38660 ID 11781

Almenn lýsing

Hotel Troya er vinsælt hótel staðsett við Troya ströndina. Þessi skemmtilega staðsetning býður upp á möguleika á að ganga út frá hótelinu á göngugötuna sem liggur meðfram sjónum. Veitingastaðir, verslanir og barir eru í næsta nágrenni. Herbergin eru nýlega endurnýjuð og virkilega hugguleg. Þau eru loftkæld með þráðlausu neti, sjónvarpi, síma og öryggishólfi (gegn gjaldi). Hægt er að leigja ísskáp þegar komið er á staðinn. Club Alexander herbergin eru staðsett á efri hæðum hótelsins og hafa þau því fallegt útsýni yfir Troya ströndina. Séu Club Alexander herbergin valin er sjávarsýn, dagpassi í heilsulindina, sloppar og inniskór innifalið. Á hótelinu eru 2 sundlaugar, önnur þeirra er barnalaug. Nýlega var bætt við svokölluðu "chillout" svæði þar sem hægt er að slaka á og hlusta á sjávarniðinn. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin og á sumrin er barnaklúbbur. Heilsulind hótelsins er hefur upp á margt að bjóða, þar er innilaug, gufubað, nuddpottur og fleira. Hægt er að kaupa ýmsar líkamsmeðferðir. Vel útbúin líkamsræktarstöð er á hótelinu.

Herbergi

Twin Room Side Sea View

Twin Superior Sea View

Í herbergi:
Sjónvarp Loftkæling Te og kaffivél Baðsloppar Inniskór
Family Room

Junior Suite General Side Sea View

Twin Room Single Use

Junior Suite General Side Sea View.

Hótel Troya á korti