Tigotan Lovers&Friends Playa las Américas
Verð fyrir pakka með flugi
Almenn lýsing
Tigotan Lovers & Friends er hótel einungis ætlað 18 ára og eldri. Þetta sívinsæla hótel stendur alltaf fyrir sínu. Herbergin eru nútímaleg og hægt er að velja um nokkrar herbergjatýpur eins og standard herbergi, herbergi með sundlaugarsýn, Smart herbergi og Romance herbergi. Garðurinn er rúmgóður með frábærri sólbaðsaðstöðu. Á eftu hæð hótelsins er Cafe del Mar sem er skemmtilegur bar með útsýni yfir hafið. Þar er einnig sólbaðsaðstaða, infinity sundlaug og nektarsvæði. Skemmtidagskrá er í boði á daginn og á kvöldin.
Á Tigotan er hægt að fá svokallaða exclusive þjónustu en hún fylgir Smart og Romance herbergjum en sú þjónusta felur í sér aukin þægindi á herbergjum og aðgang í "Exclusive Lounge" þar sem léttir réttir og valdir drykkir eru innifaldir. Herbergjunum fylgja meðal annars sloppar, inniskór og Nespressó vél. Einn dag í viku geta gestir borðað á A la carte veitingastaðnum Santa Rosa Grill. Staðsetningin er mjög góð en stutt er að ganga í miðbæ Playa de las Americas.
Á Tigotan er hægt að fá svokallaða exclusive þjónustu en hún fylgir Smart og Romance herbergjum en sú þjónusta felur í sér aukin þægindi á herbergjum og aðgang í "Exclusive Lounge" þar sem léttir réttir og valdir drykkir eru innifaldir. Herbergjunum fylgja meðal annars sloppar, inniskór og Nespressó vél. Einn dag í viku geta gestir borðað á A la carte veitingastaðnum Santa Rosa Grill. Staðsetningin er mjög góð en stutt er að ganga í miðbæ Playa de las Americas.
Veitingahús og barir
Bar
Veitingastaður
Show cooking
Skemmtun
Leikjaherbergi
Vistarverur
sjónvarp
Herbergi
Hótel
Tigotan Lovers&Friends Playa las Américas á korti