Hótel Sol Marbella Estepona Atalaya Park. Costa del Sol, Spánn. Verð og bókun :: Aventura - ferðaskrifstofa
Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Sol Marbella Estepona Atalaya Park

Avenida de las Golondrinas, 2, 29688 Estepona, Spain ID 1064

Almenn lýsing

Sol Marbella Estepona Atalaya Park er staðsett við ströndina á milli Marbella og Estepona. Aðeins 6 km frá Puerto Banús, 12 km frá Marbella og Estepona. Þessi skemmtilegi gististaður var endurnýjaður nýlega. Hótelgarðurinn er stórkostlegur, þar má finna sundlaugar, vatnaveröld fyrir yngstu kynslóðina, barnaleiksvæði, fótboltavöll, körfuboltavöll, tennisvöll og fleira. Á hótelinu er barnaklúbbur og skemmtidagskrá er í boði fyrir börn og fullorðna. Herbergin eru nýleg, snyrtileg í ljósum litum. Þau eru vel búin öllu því nauðsynlegasta sem þarf í fríinu. Á veitingastöðum hótelsins má finna matargerð frá öllum heimshornum. Gerðu fríið ógleymanlegt á Sol Marbella Estepona Atalaya Park.