Almenn lýsing

5 stjörnu hótelið Protur Roquetas Hotel & Spa er staðsett við sjávarsíðuna og býður upp á beint aðgengi frá hótelinu að ströndinni. Stutt er að ganga í miðbæ Roquetas de Mar.
Hótelgarðurinn býður upp á stórt sundlaugarsvæði þar sem má finna sundlaug með nuddrúmum, barnalaug með leiktækjum og litlum rennibrautum og ein sundlaugin rennur eins og á í kringum hinar og setur skemmtilegan svip á svæðið.

Á hótelinu eru þónokkrar herbergjatýpur í boði, eins og tvíbýli, fjölskylduherbergi og svítur. Þráðlaust net er í öllum herbergjum, einnig loftkæling, sjónvarp, smábar með vatni og gosi, hárþurrka og öryggishólf.

Á hótelinu er allt innifalið í mat og drykk. Það eru nokkrir veitingastaðir og barir á hótelinu en aðalveitingastaðurinn er með verönd með fallegu útsýni yfir hafið og er með hlaðborð fyrir morgun, hádegis og kvöldverð. 2 A la Carte veitingastaðir eru á hótelinu, La Sal sem er ítalskur og asískur veitingastaður.

Heilsulind hótelsins heitir Biomar Spa en þar geta gestir hótelsins notið hinna ýmsu líkamsmeðferða gegn gjaldi, einnig tyrkneskt bað, nuddpottur, sauna og fleira á staðnum.

Á hótelinu er skemmtidagskrá að degi til og að kvöldi til. Barnaklúbbur er fyrir 4-12 ára.

Protur er frábær kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig í fríinu, hvort sem það eru fjölskyldur, pör eða vinir. Þetta 5 stjörnu hótel svíkur engan og býður upp á lúxus aðstöðu og fyrirmyndar þjónustu.



Afþreying

Pool borð
Tennisvöllur

Veitingahús og barir

Bar
Veitingastaður

Heilsa og útlit

Gufubað
Líkamsrækt

Aðstaða og þjónusta

Herbergisþjónusta

Vistarverur

sjónvarp
Smábar

Herbergi

Tvíbýli
Í herbergi
Sjónvarp
Loftkæling
Svalir/verönd
Hárþurrka
Þráðlaust net
Smábar
Öryggishólf
Hótel Protur Roquetas Hotel & Spa á korti