Almenn lýsing

Playadulce er staðsett við fallega strönd og göngugötu sem liggur meðfram ströndinni. Þetta skemmtilega fjölskylduhótel er í sjarmerandi bænum Aguadulce.

Hótelgarðurinn býður upp á marga kosti, hvort sem það er vatnaveröld fyrir börnin eða sólbað í rólegheitum. Góð sólbaðsaðstaða með sólhlífum er í garðinum ásamt sundlaugarbar.

Herbergin er hugguleg, þau eru loftkæld með sjónvarpi, þráðlausu neti, öryggishólfi (gegn gjaldi), svölum eða verönd, og smábar (gegn gjaldi).

Á hótelinu er líkamsrækt með góðum búnaði. Á hótelinu er minigolf, borðtennis og tennisvöllur.

Það er mikið hugsað um börnin á Playadulce en 4 barnaklúbbar eru starfræktir á hótelinu, fyrir 3-6 ára, 7 - 10 ára, 11 - 14 ára og 15 - 17 ára. Skemmtilegt leiksvæði er fyrir börnin ásamt vatnsrennibrautum og frábærri aðstöðu í barnalauginni.

Flottur kostur fyrir fjölskyldufríið.

Skoðaðu helstu upplýsingar varðandi sóttvarnir og aðrar ráðstafanir sem gripið hefur verið til á hótelinu.

Afþreying

Pool borð
Borðtennis
Minigolf
Tennisvöllur

Veitingahús og barir

Bar
Veitingastaður
Show cooking

Aðstaða fyrir viðskiptaferð

Fundarsalur

Heilsa og útlit

Gufubað
Líkamsrækt

Fæði í boði

Fullt fæði

Skemmtun

Leikjaherbergi

Vistarverur

sjónvarp
Smábar

Herbergi

Tvíbýli
Í herbergi
Sjónvarp
Loftkæling
Svalir/verönd
Hárþurrka
Þráðlaust net
Öryggishólf gegn gjaldi
Hótel Playadulce á korti