Verð fyrir pakka með flugi
Almenn lýsing
Parque la Paz er á frábærum stað í hjarta Playa de las Americas þar sem verslanir og veitingastaðir eru á hverju horni. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar með einu svefnherbergi, litlu eldhúsi, sjónvarpi, síma, öryggishólfi, hárþurrku, þráðlausu neti og ísskápi. Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á hlaðborð en hægt er velja að vera án fæðis, morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið. Garðurinn er huggulegur með suðrænum gróðri, stórri sundlaug, barnalaug, sólbaðsaðstöðu og bar. Á hótelinu er barnaklúbbur starfræktur. Frábær staðsetning fyrir fjölskyldur og pör þar sem iðandi mannlíf er beint fyrir utan hótelið.
Afþreying
Pool borð
Borðtennis
Veitingahús og barir
Bar
Veitingastaður
Skemmtun
Leikjaherbergi
Vistarverur
sjónvarp
Ísskápur
Brauðrist
Herbergi
Hótel
Parque de la Paz á korti