Verð fyrir pakka með flugi
Almenn lýsing
Hard Rock Hotel Tenerife er einstakt 5 stjörnu hótel rétt fyrir utan Costa Adeje, alveg við strönd. Hótelið skiptist í 2 byggingar, Oasis og Nirvana og er 3 sundlaugar í hótelgarðinum.
Hótelið er sannkölluð ævintýraveröld fyrir börn. Barnaklúbburinn, Roxstars, er líflegur og skemmtilegur með mikilli dagskrá fyrir börnin.
Boðið er upp á ókeypis skutluþjónustu á hverjum degi frá hótelinu til verslunarmiðstöðvarinnar Siam Mall og strandarinnar Playa de las Américas.
Herbergin eru rúmgóð og eru með loftkælingu, 1 king-size rúm eða tvö einbreið rúm, verönd með garðhúsgögnum og sérbaðherbergi með regnskynjunarsturtu, hárþurrku, baðslopp og inniskóm. Þau eru með nútímalegar innréttingar, flatskjá, minibar, iPod-hleðsluvöggu, hraðsuðuketil, öryggishólf og ókeypis WiFi.
Rock Royalty svíturnar innifela einnig aðgang að sérstakri alhliða móttökuþjónusta, ókeypis aðgang að heilsulindinni, VIP-innritun og aðgang að Rock Royalty-setustofunni sem býður meðal annars upp á léttar veitingar, drykki og dagblöð.
Í heilsulind hótelsins er boðið upp á varmalaug, fjölmargar meðferðir, persónumiðaða tónlist og ókeypis drykki. Það er einnig til staðar heilsuræktarstöð og verslun með varningi merktum Hard Rock. Einnig er boðið upp á fundarherbergi fyrir allt að 525 manns.
Þetta hótel er sannkallað lúxushótel í rólegu hverfi.
Hótelið er sannkölluð ævintýraveröld fyrir börn. Barnaklúbburinn, Roxstars, er líflegur og skemmtilegur með mikilli dagskrá fyrir börnin.
Boðið er upp á ókeypis skutluþjónustu á hverjum degi frá hótelinu til verslunarmiðstöðvarinnar Siam Mall og strandarinnar Playa de las Américas.
Herbergin eru rúmgóð og eru með loftkælingu, 1 king-size rúm eða tvö einbreið rúm, verönd með garðhúsgögnum og sérbaðherbergi með regnskynjunarsturtu, hárþurrku, baðslopp og inniskóm. Þau eru með nútímalegar innréttingar, flatskjá, minibar, iPod-hleðsluvöggu, hraðsuðuketil, öryggishólf og ókeypis WiFi.
Rock Royalty svíturnar innifela einnig aðgang að sérstakri alhliða móttökuþjónusta, ókeypis aðgang að heilsulindinni, VIP-innritun og aðgang að Rock Royalty-setustofunni sem býður meðal annars upp á léttar veitingar, drykki og dagblöð.
Í heilsulind hótelsins er boðið upp á varmalaug, fjölmargar meðferðir, persónumiðaða tónlist og ókeypis drykki. Það er einnig til staðar heilsuræktarstöð og verslun með varningi merktum Hard Rock. Einnig er boðið upp á fundarherbergi fyrir allt að 525 manns.
Þetta hótel er sannkallað lúxushótel í rólegu hverfi.
Heilsa og útlit
Snyrtistofa
Gufubað
Afþreying
Pool borð
Borðtennis
Minigolf
Veitingahús og barir
Bar
Veitingastaður
Show cooking
Aðstaða fyrir viðskiptaferð
Fundarsalur
Aðstaða og þjónusta
Herbergisþjónusta
Skemmtun
Leikjaherbergi
Vistarverur
Inniskór
Smábar
Hótel
Hard Rock hotel Tenerife á korti