Hótel Cye Holiday Centre. Costa Dorada, Spánn. Verð og bókun :: Aventura - ferðaskrifstofa
Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Cye Holiday Centre

Carrer De Paris 21 43840 ID 10598

Almenn lýsing

Cye Holiday er hagkvæm íbúðagisting stutt frá miðbæ Salou sem getur tekið allt að 6 manns í íbúð. Um 200 metrar eru á líflega og snyrtilega strönd. Á hótelinu er veitingastaður, bar og súpermarkaður. Í hótelgarðinum er sundlaug, barnalaug, fín sólbaðsaðstaða og aðstaða til að tylla sér við veitingastað hótelsins. Íbúðirnar er einfaldar en snyrtilegar og rúma allt að 6 manns. Öryggishólf eru til leigu. 100 evru öryggisgjald er til greiðslu við komu sem er endurgreitt við brottför séu engar skemmdir á íbúðinni. Góður kostur fyrir fjölskyldur, stutt á strönd og í aðra þjónustu.
Hótel Cye Holiday Centre á korti