Hótel Castle Harbour. Tenerife, Spánn. Verð og bókun :: Aventura - ferðaskrifstofa
Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Castle Harbour

Avenida San Francisco 12 - 38650 - Los Cristianos, Tenerife ID 11774

Almenn lýsing

Þetta íbúðahótel er í hlíðum Los Cristianos og er í aðeins 15 mínútna göngufjarlægð frá næstu strönd. Stutt er að ganga í miðbæ Los Cristianos, þar sem mikið er um verslanir, bari og veitingastaði. Íbúðirnar eru í einkaeigu og geta því verið mismunandi. Hægt er að leigja öryggishólf og greiða þarf fyrir þráðlaust net. Hótelgarðurinn er stór með upphitaðri sundlaug en leigja þarf sólbekki í garðinum. Í garðinum er veitingastaðurinn El Paso. Hagkvæmur og góður kostur í Los Cristianos.
Hótel Castle Harbour á korti