Almenn lýsing

c-hotels Diplomat er vel staðsett í gamla bænum, stutt frá Santa Maria Novella lestarstöðinni og því tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja skoða borgina fótgangandi.

Nútímaleg herbergin eru loftkæld með þráðlaustu neti án gjalds.

Hótelið er einstaklega smekklega hannað, stílhreint og huggulegt.

Vel staðsett í hjarta Flórens.

Myndir sem birtar eru á vef Aventura af hótelum og gististöðum eru fengnar af opinberum vefsíðum þess staðar sem við á.
Þessar myndir eru til að gefa viðskiptavinum hugmynd um umhverfi og aðbúnað. Aventura getur því miður ekki ábyrgst að engar breytingar hafi orðið frá því myndin var tekin.
Þráðlaust net - WiFi er yfirleitt til staðar en ekki með þeim hraða sem við höfum vanist.

Á Ítalíu er innheimtur ferðamannasskattur sem farþegar greiða beint til hótels sem dvalið er á.
Ferðaskrifstofa getur ekki og hefur ekki heimilid til að innheimta þennan skatt.

Upplýsingar og takmarkanir vegna COVID-19

Við viljum vekja athygli farþega okkar á að vegna COVID-19 getur þjónusta og opnunartími á sameiginlegum stöðum hótela verið lokuð eða takmörkuð. Þetta getur átt við um veitingastaði, líkamsræktaraðstöðu, snyrtiþjónustu og SPA sé það fyrir hendi, svo að dæmi sé tekið.
Lokanir og takmarkanir geta tekið breytingum eftir aðstæðum á svæðinu hverju sinni.

Gestir hótela þurfa að fara eftir og virða sóttvarnarreglur á svæðinu. Virða þarf fjarlægðarmörk, nota spritt og grímur eftir því sem við á.

Starfsfólk hótela notar grímur og hanska eftir aðstæðum.
Hótelherbergi og íbúðir eru þrifnar samkvæmt sóttvarnarreglum.

Veitingahús og barir

Bar

Aðstaða og þjónusta

Herbergisþjónusta

Vistarverur

Smábar

Herbergi

Tvíbýli
Einbýli
Hótel c-hotels Diplomat á korti