Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Almenn lýsing

Flórens frá 23. - 27. september og 21. - 25. október í beinu morgunflugi.Því ekki að njóta í Flórens í haust. Einstök matarmenning, nátturufegurð og fallegir golfvellir í nágrenni borgarinnar.

Þaulreyndir fararstjórar leiða farþega Aventura um borgina og bjóða upp á skemmtilegar skoðunarferðir fullar af fróðleik og upplýsingum.

Skoðunarferðir
  • Flórens - hálfur dagur
  • Uffizi listafafnið
  • Dagur í Toscana - matur, menning og vín

Flórens er sögufræg borg á Ítalíu og er höfuðstaður Toskanahéraðs.
Hún er án ef ein af fallegri borgum evrópu og því þarf engann að undra að hún sé stundum kölluð Fagurborg á íslensku.

Í Flórens fær fólk á tilfinninguna að tíminn hafi stöðvast á miðöldum og því er þar mjög margt sem gaman er að skoða og gerir upplifunina einstaka. Borgin hefur alið af sér marga helstu snillinga endurreisnarinnar á sviði vísinda, heimspeki og lista, svo sem Niccoló Machiavelli, Michaelangelo, Gallileo Galilei og Leonardo da Vinci.

Borgin er talin frekar smá í sniðum miðað við aðrar ítalskar borgir og búa þar einungis um 400 þúsund mans, enn á góðum degi er íbúafjöldinn nær tvöfaldur vegna fjölda ferðamanna og erlendra nema og iðar því allt af lífi og fjöri.
Það eru fjölmargt hægt að sjá og gera í Flórens, hvort svo sem það er að skoða söfn, ganga um í hallargarði, upp kirkjuturna, fá sér ekta ítalskan gelato, skoða skúlptúra eða njóta byggingalistarinnar og arkitektúrsins sem príðir borgina.

Flórens vinnur hug og hjörtu gesta nánast um leið og þeir koma. Borgin er rómantísk, snyrtileg, gestrisin og tekur á móti þér með brosi á vör. Það er næsta víst að þegar að þú ferð heim þá ertu farin að skipuleggja næstu heimsókn.

Flórens á korti

Bestu tilboðin