Ródos

RÓDOS

Ródos er ein af mest heimsóttu eyjum Grikklands. Sú staðreynd skipar þar eflaust stóran sess að þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Eyjan Ródos er réttilega talin einn af fallegustu sumarleyfisstöðum Grikklands. Það skemmir nú ekki fyrir til að njóta sumarleyfisins út í ystu æsar að sólardagarnir á Ródos eru 300. Það var því engin tilviljun að verndari Ródos var Guð sólarinnar. Þarna er hefðbundið Miðjarðarhafsloftslag: norðlægir vindar koma með ferskan andvara og svala á heitum dögum. Milt loftslag, náttúrufegurð og fornar minjar laða að milljónir ferðamanna. Þarna er allt sem tilheyrir evrópsku þjónustustigi, góð hótel, afþreying, skemmtanir og gott viðmót heimamanna.

Ródos er ein af stærstu eyjum hins svokallaða Tylftareyjaklasa. Eyjarnar eru við mörk Miðjarðarhafs og Eyjahafs sem er afar góð staðsetning vegna sjóleiða. Þetta er vinsælasti alþjóðlegi ferðamannastaðurinn á Miðjarðarhafi. Fólk kemur hingað til að njóta náttúrufegurðarinnar, veðursins og fræðist um aldagamla sögu staðarins.

Tær sjórinn baðar eyjuna og veitir ferðamönnum ferskan svala. Undurfallegar víkur eru alger paradís þar sem hægt er að vera í algeru næði. Fallegar og framandi jurtir, tilkomumikil tré - náttúrufegurðin er svo mikil á eyjunni Ródos. Eyjan er mjög mikils virði fyrir heiminn allan: ómetanlegur fornleifafundur, gríðarlegur menningararfur og ótrúlegir fornmunir sem eru dreifðir um alla eyjuna. Það tekst afar vel að samtvinna nútímann fornum venjum og siðum. Nútímalegir og vinsælir ferðamannastaðir þar sem næturlífið kraumar og glaumur og gleði smitast út á göturnar á hverjum degi. Borgarfrí og dynjandi tónlist skapar óviðjafnanlegt andrúmsloft hinnar nútímalegu Ródos.


Strandlífið


Frá vestri baðar eyjan sig í Eyjahafinu en frá austri Miðjarðarhafinu. Þú kemst ekki hjá því að njóta þessarar dásamlegu strandlengju sem teygir anga sína í 220 kílómetra. Þrátt fyrir smæð eyjunnar eru strendur hennar fjölbreyttar, þar er jafn gott að sleikja sólina, slaka á og njóta lífsins hvort heldur sem er fyrir þá sem vilja líf og fjör eða eftirlaunaþega sem vilja vera í ró og næði. Flestar strendur Ródos hafa hlotið viðurkenninguna bláa fánann en hún er veitt fyrir hreinlæti og öryggi.

Miðjarðarhafsströndin er tilvalin fyrir hefðbundið strandfrí á Ródos. Sjórinn er sléttur og volgur og sandstrendurnar notalegar. Eyjahafsströndina velja þeir sem hafa unun af vatnsíþróttum: sjórinn er úfinn, hitastig sjávar lægra, meiri vindur, háar öldur og strendurnar nánast algerlega malarstrendur eða sand- og malarstrendur í bland. Á norðvesturhluta eyjunnar er t.d. Ialysos-ströndin. Hún er afar vinsæl meðal áhugamanna um siglingar og brimbretti. Á syðsta oddanum er Prasonisi-ströndin, þar mætast höfin og vindurinn blæs sem skapar kjörnar aðstæður fyrir brimbrettakappana.

Það dregur úr öldunum við Miðjarðarhafsströndina í lok október þegar sumarleyfistímabilinu er að ljúka. Það er nokkrum stigum kaldara á vesturströnd eyjunnar sem er gott að hafa í huga þegar verið er að skipuleggja fjölskyldufrí á Ródos. Aftur á móti er það á vesturströndinni sem þú getur notið fagurs sólseturs.

Það er erfitt að velja fallegustu strönd Ródos því þær eru allar stórglæsilegar. Það er t.d. hægt að byrja á Anthony Quinn ströndinni sem er bæði sand- og malarströnd, frekar lítil en yndisleg. Sjórinn er undurfallega smaragðslitur svo þú tímir ekki að fara í land. Sjórinn við Anthony Quinn ströndina er mjög hlýr.Þar eru engir straumar og víkin vel varin fyrir vindi. Sólin nær að hita sjóinn mjög vel. Það eru klettar við ströndina þar sem eru raðir af sólbekkjum sem verður að teljast frekar sérstakt. Þá geturðu m.a.s. stokkið af sumum klettanna í kristaltæran sjóinn. Það eru alltaf bátar á siglingu fyrir utan - með öðrum orðum má segja að allt umhverfið og stemmningin bjóði ekki upp á neitt annað en hamingju og gleði.

Lengsta strönd Ródos, Afandou, er á norðausturströndinni, við þorp sem ber sama nafn. Þessi strönd er þekkt fyrir ótrúlega heillandi landslag. Einfaldleiki sléttlendisins undirstrikar fullkomlega fegurð eyjunnar og í fjarska sjást útlínur fjallanna.

Ef þú vilt fara á hina fullkomnu strönd á Ródos skaltu skella þér til Kallithea sem er átta km frá höfuðborg eyjunnar. Faliraki teygir anga sína jafnvel lengra - með sínum mjúka gullna sandi, tæra sjó og öllu sem þú þarfnast í fríinu hvort sem er með eða án barna.

Hvað varðar aðgang að ströndunum þá er frítt aðgengi að öllum ströndum Ródos nema Kallithea en þar kostar þrjár evrur. Ef þú vilt leigja sólbekk eða sólhlíf þá kostar það í kringum fimm evrur, þ.e.a.s. ef það er ekki við hótelið þitt.


Næturlífið


Næturlífið á eyjunni er afar fjölbreytt, pöbbar og skemmtistaðir sem eru aðallega inni í borginni og á ferðamannastöðunum Faliraki, Lindos og Ialysos. Þeir eru opnir alla nóttina, fram undir morgun, og bjóða ferðamönnum upp á ógleymanlegar nætur.

Næturlífið á Ródos er bæði fjörugt og fjölbreytt. Ríflega hundrað klúbbar eru starfræktir á eyjunni til að gleðja gesti og gangandi, spila nútímalega og notalega tónlist auk þess sem þeir bjóða upp á allra ljúffengustu og flottustu kokteila Grikklands. Þetta bendir allt til þess að eyjan sé sú allra líflegasta, fjörugasta og skemmtilegasta.

Hér má finna dýra og fína skemmtistaði og þar gætir þú m.a.s. rekist á frægðarmenni, hlýtt á nýja tónlist eða einfaldlega meðtekið undursamlega klúbbamenninguna. Svo eru staðir þar sem nóg virðist af dýrum merkjafatnaði og peningar eru ekki af skornum skammti. Aðalmálið er að djamma alla nóttina og taka fagnandi á móti nýjum ævintýrum.


Vinsælir ferðamannastaðir


Ródos

Höfuðborg eyjunnar, hin yndislega borg Ródos, hefur tvær ólíkar hliðar. Önnur hliðin er dásamleg miðaldaborg umkringd háu og fornu virki. „Eyja riddaranna“ er nafn Ródos frá fornu fari. Sumar göturnar hafa haldið miðaldaútliti sínu. Það er eins og maður sé kominn aftur til miðalda þegar maður gengur um þær.

Hin hliðin á þessari sólríku eyju er nýtískulegur og vinsæll ferðamannstaður þar sem götuhátíðir taka völdin á tveggja vikna fresti með tilheyrandi glaumi og gleði. Hávær diskótek og klúbbar, barir og spilavíti óteljandi búðir og einstakar byggingar – andrúmsloft hinnar nútímalegu Ródos umlykur þig og býður þér upp á heim ómældrar skemmtunar.

Faliraki

Ef þú ferð frá suðri meðfram austurströndinni ættirðu að veita athygli þéttskipuðum og líflegum ferðamannastað, Faliraki. Næturlífið þar er mjög líflegt en þar er líka mikið um fjölskyldufólk og það má þakka glæsilegum vatnsleikjagarði. Hann setur mark sitt á staðinn og þar er því mikið líf og fjör! Eftir að hafa slakað á í hitanum yfir daginn er tilvalið að fara í lítinn skemmtigarð sem þarna er. Það má ekki láta hjá líða að nefna að hinn gullna strönd á Faliraki er talin ein sú besta á Ródos. Hún teygir anga sína í nánast fimm 5 km. Ströndin er fullkomin fyrir barnafjölskyldur. Sandurinn er mjúkur og gullinn, sjórinn volgur og tær og þar eru nánast engar háar öldur.

Frá Faliraki geturðu gengið eða keyrt til nærliggjandi víka - Anthony Quinn og Ladiko - fjölmennar en undur fallegar. Göngustígar liggja meðfram fallegum klettunum og á leiðinni geturðu komið við í stjörnuathugunarstöðinni.

Lindos

Þar er ákjósanlegt að verja fríinu ef þú vilt blanda saman dásamlegu strandlífi og spennandi skoðunarferðum. Margir áhugaverðir staðir eru á svæðinu. Suður af Lindos (frá Lardos til Plymiri) kemurðu á bestu strendur Ródos – ekki eins mikil þægindi í boði og á Faliraki eða Ialyssos en afar fallegar og hreinar. Þessi dásemdarstrandlengja er einir 30 km og endar á suðuroddanum sem er á mörkum tveggja hafa, Prasonisi.

Lindos er stórkostleg ferðamannaparadís með dásamlegum sandströndum og fallegum lónum. Þar er alls kyns afþreying í boði og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar er allt fyrir hið fullkomna frí – góð hótel, notaleg sérbýli, flottir veitingastaðir og litríkar krár sem bjóða upp á gómsætan mat úr héraði, fjölmargir barir og næturklúbbar að ógleymdum risastórum mörkuðum þar sem þú getur keypt nánast hvað sem hugurinn girnist


Gagnlegar upplýsingar


Flugfélög: Nokkur flugfélög fljúga til Ródos. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til Ródos.
Flugvöllur: Rhodes-flugvöllur (RHO).
Fjarlægð frá flugvelli: 20-25 mínútur, 14 km.
Flugtími: Fjórir tímar.
Tungumál: Gríska.
Tímabelti: Austur-Evrópu tími.
Íbúafjöldi: Í kringum 50.000.
Vegabréf: Vegabréf í gildi er nauðsyn.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið. Venjan að gefa 5-10% af reikningnum.
Rafmagn: 230 volt 50 Hz, klær og innstungur að gerð C og F.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Tvær til þrjár evrur.
Vatn: Það er í lagi að drekka kranavatnið.


Líf og fjör


1. Það er margvísleg skemmtun í boði á eyjunni. Auk allra fallegu strandanna og náttúrufegurðarinnar er ýmiss konar afþreying í boði. Barnafjölskyldur ættu alls ekki að láta það fram hjá sér fara að heimsækja Fantasia-garðinn sem hentar fjölskyldum með börn á öllum aldri. Þessi garður og margir fleiri hafa upp á ýmislegt að bjóða, t.a.m. parísarhjól, vel útbúin útivistarsvæði og notaleg kaffihús.

2. Gönguferðir. Umhverfi Ródos er kjörið til gönguferða. Fourni-hellirinn og Archangel Michael Panormitis hellirinn eru álitnir meðal bestu staða vistvænnar ferðamennsku og laða að sér ferðamenn sökum magnaðrar fegurðar sinnar.

3. Skoðaðu neðansjávarheiminn en þurr! Það er hreint út sagt stórkostlegt að fara í vatnaveröld Ródos og skoða þar neðansjávarheiminn.Ómissandi staður að heimsækja fyrir alla fjölskylduna í höfuðborg eyjunnar en þar má berja augum margvísleg sjávardýr.

Ródos á korti