Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.
München

MÜNCHEN

München er perla Mið-Evrópu. höfuðborg Bæjaralands. Borgin stendur við Isar-ána í suðurhluta Þýskalands og er þriðja stærsta borg landsins. Áin skiptir borginni í nánast tvo jafna hluta. Báðir hlutarnir hafa upp á heilmargt að bjóða í helgarferð þinni til München. Borgin nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna. Hún á sér ríka sögu og miklar menningarhefðir.

Borgin er þekkt fyrir gestrisni íbúa hennar. Margir hátíðisdagar eru í Bæjaralandi og taka heimamenn afar vel á móti ferðamönnum. Fyrir hvað stendur októberhátíðin? Stórkostlegt bjórhátíð sem er haldin seinnihluta septembermánaðar og fram í október ár hvert og er haldin á engjum Theresu frægu (Theresienwiese).

Það er ómögulegt að verða fyrir vonbrigðum í München – fjöldinn af veitingastöðum með þjóðlegri matargerð og bjórkrám er slíkur og getur fætt nokkur þúsund gesti í einu. Matgæðingar þurfa því ekkert að óttast því borgin hefur upp á mikinn gæðamat að bjóða. Þá er ótalmargt að skoða í þessari yndislegu borg. Það tekur heila viku að skoða söfn og minnisvarða í Maxvorstadt-hverfinu einu.

Veðrið í München er nokkuð breytilegt sem ræðst af nokkrum þáttum. Borgin stendur á svæðinu á milli raka Atlantshafsins og þurra meginlandsins svo gegna Alparnir sem eru í grenndinni mikilvægu hlutverki en þaðan blæs óstöðugur en frekar hlýr vindur sem getur haft veruleg áhrif á lofthitann á nokkrum klukkustundum. Veturnir í München eru frá desember fram í mars og það er alls ekki algengt að það rigni mikið í borginni. Kaldasti mánuðurinn er janúar en meðalhitinn þá er -1°C. Snjórinn þekur borgina nokkuð hressilega nokkrar vikur yfir veturinn. Sumrin í München eru frekar heit, frá maí fram í september, með meðalhita í kringum 20°C.
Menning í München
Allir sem hyggja á ferð til München spyrja sig hvað sé ómissandi að sjá í borginni Hvert skuli halda fyrst og hvar ætti að verja tímanum?

Þetta er borg þar sem nútímaleg þróun stórborgar og menningarleg gildi sögunnar tvinnast vel saman. Það er upplagt að byrja á að skoða sögulega hluta borgarinnar. Hjarta hennar er Marienplatz. Á torginu miðju trónir Maríustyttan, há gyllt og fögur og er hún mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en hún hefur verið verndardýrlingur Bæjaralands svo öldum skiptir. Í norðausturhluta torgsins er Fischbrunnen – gosbrunnur sem trekkir að fjölda ferðamenna, sérstaklega yfir sumartímann þar sem þeir geta frískað sig aðeins við. Þá tíðkast að henda mynt í vatnið til að öðlast auð og gæfu.

Nýja ráðhúsið og gamla ráðhúsið á Marienplatz bera vitni um nýjar og gamlar hefðir bæverskrar menningar. Úr turninum er stórkostlegt útsýni yfir gamla bæinn. Á svölum ráðhússins er glæsilegt brúðuleikhús daglega kl. 11:00 og 12:00 og auk þess frá mars til október kl. 17.

Hvað ætti að skoða í fjölskyldufríi í München sem gleður bæði börn og fullorðna? Gamla ráðhúsið, leikfangasafnið þar sem gríðarlegt safn leikfanga segir sögu síðastliðinna 200 ára.

Þeir sem koma til München í fyrsta skipti ættu að láta það vera sitt fyrsta verk að fara á Odeonsplatz. Þar er margt sem vekur mikla hrifningu en þar eru listagallerí og einnig má berja augum fagra konunglega dýrgripi. Eftir að hafa skoðað markverða staði og minjar í borginni er upplagt að slaka á á notalegum veitingastöðum, kaffihúsum eða börum í gamla hluta borgarinnar. Þar eru bornir fram ljúffengir réttir í anda Bæjaralands, t.d. margrómuð hvíta pylsan þeirra, svínaskankar og annað gúmmilaði. Það sem trekkir þó mest að, bæði heimamenn og gesti, er heimsþekkta bjórhúsið, Hofbräuhaus. Þetta er önnur hlið á München sem dregur æði marga að. Gestum er boðið upp á girnilega bæverska rétti að ógleymdum rómaða bjórnum sem er bruggaður á staðnum en boðið er upp á fjölmargar tegundir.


Næturlífið


Við fyrstu kynni virðist München frekar hljóðlát borg. Er ekkert næturlíf?. Heimamenn hanga ekki bara heima á kvöldin fyrir framan tölvuna eða sjónvarpið. München er frábær borg fyrir unnendur góðs næturlífs. Fjörið byrjar venjulegast ekki fyrr en um miðnætti. Fram að því hittist fólk og fær sér ölkrús til að hita upp áður en haldið er á vit ævintýra skemmtistaðanna.

Heilmikið úrval næturklúbba, diskóteka og pöbba er í borginni. Margvísleg skemmtidagskrá er í boði á ólíkum stöðum. Atomic Cafe er mjög vinsæll staður hjá unga fólkinu þar sem er boðið upp á framandi snakk og þar dunar dansinn fram á morgun. Eina vandamálið er að þar eru oft fullmargir gestir, sérstaklega á föstudags- og laugardagskvöldum.

Ef þú hefur gaman af að skemmta þér, vaka fram eftir og rápa á milli næturklúbba, diskóteka, bara og veitingastaða þarftu ekki að hafa áhyggjur af því hvernig þú kemst heim. Almenningssamgöngurnar í München eru í gangi allan sólarhringinn!


Verslun


Það er ekki vandamálið að versla í München - margar nýtískulegar verslunarmiðstöðvar, heimsþekkt tískuhús, alls kyns minni verslanir og auðvitað útsölur. Allt þetta gerir höfuðborg Bæjaralands mjög aðlaðandi í augum þeirra sem vilja skipta á peningunum sínum og þeim vörum sem hugurinn girnist í glæsilegum verslunum. Þeir kaupglöðu dýrka og dá München, ekki bara Evrópubúar heldur fólk héðan og þaðan úr heiminum. Ef Mílanó, París og London eru miðstöðvar hátískunnar þá er München þekkt fyrir hagstætt verð og gríðarlegt vöruúrval.

Nokkrar götur í München eru sérhannaðar fyrir þá góðu íþrótt að versla. Helstu verslunaræðar borgarinnar eru Kaufingerstrasse, Maximilianstrasse, Neuhauserstrasse og nokkrar aðrar götur. Þar má finna sérverslanir heimsþekktra hönnuða auk fjölmargra hagkvæmari kosta.

Afgreiðslutíminn fer svolítið eftir staðsetningu og tegund verslana. Almennt eru verslanir opnar mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 18:00 (á laugardögum til 16:00). Útsölutímabilin í München, og öllu Þýskalandi, eru tvö: að vetri og sumri. Vetrarútsölurnar hefjast síðla janúarmánaðar og enda í febrúar. Sumarútsölurnar byrja í lok júlí og eru fram í ágúst. Afslátturinn nær að jafnaði 50% en á sumum útsölumörkuðum fer hann jafnvel upp í 70%.

Útsala á hönnunarvörum hefst þó aðeins síðar en á öðrum vörum. Það er óskrifuð regla að dýru verslanirnar fara að selja eldri vörur strax eftir áramótin.


Gagnlegar upplýsingar


Flugfélög: Þó nokkur flugfélög fljúga til München hvaðanæva úr heiminum, Bandaríkjunum, Evrópu o.s.frv. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til München.
Flugvöllur: Alþjóðaflugvöllurinn í München.
Fjarlægð frá flugvelli: Í kringum 45 mínútur (um 40 km).
Tungumál: Þýska.
Tímabelti: Mið-Evrópu tímabelti.
Íbúafjöldi: Í kringum 1,4 milljónir.
Vegabréf: Vegabréf í gildi eða vegabréfsáritun er nauðsyn.
Vegabréfsáritun: Ekki þörf ef dvalið er í landinu skemur en 90 daga.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki skylda en algengt að gefa 5-10% af reikningi.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: 5% af verði herbergis.
Vatn: Það er í lagi að drekka kranavatnið.
Rafmagn: 230 volt, klær og innstungur að gerð F.


YS og þys


1. Skoðaðu borgina á hjóli. München er nefnilega frekar lítil borg og vinsamleg hjólreiðafólki. Það er nánast hægt að leigja hjól á hverju horni og fyrir 18-20 evrur geturðu hjólað um borgina allan daginn. Það er tilvalið að byrja á Karlsplatz, dást að byggingunum þar, t.a.m. Bæjaralandsdómstólnum og auðvitað gosbrunninum, og þá liggur leiðin í gegnum Karlshliðið að Kaufingerstrasse. Beygðu þá til vinstri og fyrir framan þig blasir Frúarkirkjan við í allri sinni dýrð en hún er hæsta dómkirkja München. Nokkrar mínútur til viðbótar og þú ert á Marienplatz, hjarta borgarinnar. Ekki rugla saman nýja og gamla ráðhúsinu. Það nýja virðist kannski eldra þar sem það er í gotneskum stíl. Eftir torgið skaltu beygja til hægri og þá er komi að Viktualen-markaðnum. Það er vel þess virði að stoppa á honum, fá sér aðeins í svanginn eftir allt erfiðið og e.t.v. kaupa einhverja minjagripi. Eftir að hafa fyllt á tankinn er tilvalið að halda hjólaferðinni áfram um gamla bæinn.

2. Bragðaðu bæverskan bjór. Ef þú smakkar ekki á bjór í München þá veistu ekki hvernig Bæjaraland bragðast. Ef heppnin er með þér og þú ert í München um mánaðamótin október-nóvember farðu þá á Theresienwiese (Theresu-engið) en þar hefur októbergleðin verið haldin í tvö hundruð ár í allri sinni dýrð þar sem glaumur, gleði og freyðandi bjór er alls ráðandi. Fyrir hátíðina er bruggaður sérstakur bjór. Hann er tilvalinn til að slökkva þorstann eftir hjólatúrinn! Það má alls ekki láta hinn hressandi bæverska drykk fram hjá sér fara sem er blanda af léttum bjór og límonaði.

3. Ef vísindin heilla þig er tilvalið að fara á stórkostlega tækni- og náttúruvísindasafnið Deutsches Museum en á því eru um 28.000 sýningargripir. Það er stærsta tæknisafn í heimi og nánast þekur heila eyju á Isar-ánni. Meginreglan á safninu er gagnvirkni. Það má og á að snerta sýningarmuni. Það þarf alls ekkert að vera tækninörd til að kunna að meta safnið. Skoðaðu geimskipin og kafbátana og áttaðu þig á hvernig þetta virkar allt saman. Hvernig virkaði fyrsta geimhylkið? Þá geturðu farið inn í risastóran gítar svo þú getir áttað þig á því hvernig strengirnir hljóma. Ef börnunum þínum finnst ekki gaman að læra skaltu fara með þau á þetta safn: eðlisfræði og efnafræði er miklu skemmtilegri þar en í kennslubókunum.

München á korti