Frankfurt

FRANKFURT

Frankfurt er stærsta efnahagsmiðstöð Evrópu. Hún stendur við Main-ána, þar sem var vað (á þýsku "furt") að fornu. Á þeim tíma bjuggu Frankar í borginni en þaðan dregur hún nafn sitt og svo af vaðinu "furt" yfir ána Main og því útleggst það Frankfurt.

Nú er þetta tæknivæddasta og nútímalegasta borg Evrópu. Í henni er t.d. hæsti og nýtískulegasti skýjakljúfur - Commerzbank-turninn. Þess ber að geta að þetta er langt í frá eini banki borgarinnar. Frankfurt er mikil fjármálamiðstöð sem gárungarnir kalla oft „Bankfurt“. Fyrir 200 árum opnaði Rothschild fyrsta bankann þar og nú eru þeir orðnir um 400 talsins. Í Frankfurt eru fleiri skýjakljúfar en eru annars staðar í Þýskalandi samtals. Þá er í borginni einn af stærstu flugvöllum í allri Evrópu þar sem flugvél tekur á loft eða lendir á hverri einustu mínútu. Því er nokkuð augljóst að fleiri og fleiri gestir geta átt ánægjulegan tíma í Frankfurt!

Frankfurt fær sífellt fleiri gesti sem eru þeirrar ánægju aðnjótandi að dást að fegurð borgarinnar. Speglaðir skýjakljúfar blandast litlum og sjarmerandi húsum sem skapar skemmtilega stemmningu og blöndun ólíkra tíma. Veðurfarið í borginni er temprað meginlandsloftslag svo sumrin eru ætíð hlý og sólrík og veturnir nánast alltaf snjólausir og tiltölulega notalegir. Trúlega er allra best að sækja borgina heim síðla vors eða snemma hausts því þá er hitastigið notalegt og úrkoma lítil. Sá böggull fylgir þó skammrifi að þá er dýrast að leigja sér hótelherbergi því aðsókn ferðamanna er mest. Þá þarf að hafa í huga að ódýrari gistingarvalkostur selst fljótt upp á þessum vinsælasta tíma. Því þarf að hugsa hratt og bóka tímanlega!


Fjör í Frankfurt


Sögulegi hluti miðborgar Frankfurt er á vinstri bakka árinnar Main. Timburklædd hús mynda skemmtilega götumynd sem er kunnugleg úr auglýsingum. Á knæpum borgarinnar geturðu bragðað á hefðbundnu eplavíni heimamanna og þeirra margrómuðu pylsum með sjö kryddjurta grænu sósunni – einstaklega spennandi blanda úr héraði!

Á Römerberg-torginu í miðborginni eru margir minnisvarðar sem vekja athygli ferðamanna. Við suðurströndina er stórbrotinn skógur, Frankfurt-skógur. Hann er stærstur þeirra skóga Þýskalands sem eru innan borgarmarka. Það er ekki allt byggt úr gleri og steypu í borginni. Hið gamla hverfi Alt-Sachsenhausen ber gamla Þýskalandi fagurt vitni. Það má segja að það sé magnað í þessari borg stórkostlegra skýjakljúfa og glæsilegra nýtískulegra skrifstofubygginga að svona gamalt og sjarmerandi hverfi fái líka að njóta sín. Staðreyndin er reyndar sú að það má vart finna hús þarna og reyndar í borginni allri sem er eldra en 50 ára. Þau voru nefnilega endurreist eftir síðari heimsstyrjöldina. Gamla brúin í Frankfurt tengir Alt-Sachsenhausen við gamla bæinn. Ferðamenn nýta sér hana óspart. Beint undir brúnni í miðri Main er eyjan Maininsel. Þessi litla eyja er gróin víði. Maininsel er um það bil 300 metra löng og aðeins 30 metrar á breidd. Vesturhluti eyjunnar er prýddur verkum arkitektsins Christophs Macklers en það er nútímaleg bygging þar sem ávallt eru sýningar.

Hvernig á að vera á ferðinni í Frankfurt – fjármálamiðstöð Þýskalands – án þess að fara í fjármálahverfið? Þetta er nútímaleg borg með fjölda skýjakljúfa. Hér eru höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu og aðalskrifstofur fjölmargra fjármálafyrirtækja. Frægustu byggingar hverfisins eru hinn geysihái turn Commerzbank en hann er 259 metra hár, Messe-turninn 256 metra hár og Main-turninn 200 metra hár. Frítt aðgengi er að sumum skýjakljúfanna upp á hæðirnar þar sem veitingastaðirnir og útsýnissvalir eru.

Auk allra meistaraverka arkitektanna í Frankfurt er þar alger paradís náttúruunnenda. Palms-garðurinn er í suðausturhluta borgarinnar. Þessi listigarður er talinn vera einn sá allra glæsilegasti, ekki aðeins í Þýskalandi heldur Evrópu allri. Það skyldi engan undra því hann þekur 22 hektara og í honum má finna gróður hvaðanæva úr heiminum. Deginum virkilega vel varið í garðinum fyrir alla fjölskylduna.


Næturlíf


Það er ekki bara á daginn sem gleðin er við völd. Næturklúbbarnir taka fagnandi á móti gestum strax við sólarlag. Frankfurt er þekkt fyrir fjörugt næturlíf. Þar skemmtir fólk sér fram á morgun á hinum fjölmörgu börum, pöbbum og næturklúbbum. Skemmtanasjúkir koma víða að úr heiminum svo fjörugt er næturlífið í Frankfurt. Sumir heillast af ljósum prýddu dansgólfunum þar sem spiluð er teknótónlist en aðrir velja djassbari. Þeir allra bestu eru staðsettir á Kleine Bockenheimer Strasse sem er einnig þekkt undir nafninu djassgatan.
Þeir sem eru að koma í sína fyrstu heimsókn til Frankfurt ættu að byrja á Alt-Sachsenhausen hverfinu. Þar skenkja barþjónar heimagert eplavín. Það er virkilega skemmtilegt að skella sér á einn af þakbörunum, fá sér góðan kokteil og horfa yfir þýska „Manhattan“ fyrir neðan. Bornheim- og Nordend-hverfi eru líka mjög vinsæl meðal skemmtanaglaðra. Þar eru fjölmargir líflegir skemmtistaðir þar sem plötusnúðar víða að úr heiminum koma og þeyta skífur. Þeim finnst fátt skemmtilegra en að spila í stærstu klúbbum Frankfurt.


Verslun


Í fyrstu telur fólk að Franfurt hafi ekki upp á eins mikið að bjóða og London og Mílanó þegar kemur að verslun. Það er mjög gott að versla í Frankfurt og verðið er hagstætt. Við mælum með að byrja verslunarferðina á Hauptwache, Konstablerwache og Schillerstrasse. Við þessar verslunargötur eru fjölmargar stærri og smærri verslanir og markaðir.

Þeir sem eru þrautreyndir í búðaröltinu vita eflaust að besta verðið er á útsölumarkaðnum (outlet) í úthverfi Frankfurt. Í nágrenni borgarinnar er nokkurs konar tískuverslunarþorp þar sem má kaupa merkjavörur á góðu verði. Það er ekki flókið að komast þangað. Þorpið kallast Wertheim Village og það tekur þig aðeins einn og hálfan tíma að komast þangað.

Fyrir þá sem vilja færa öllum ættingjum og vini minjagripi þá er hentugt að kaupa þá í miðborg Frankfurt. Í því sambandi er gaman að geta þess að á aðfangadagskvöld er Zeil-verslunargatan sem ein stór minjagripaverslun með alls kyns glitrandi ljósum.

Fólk ætti að búa sig undir að verslunum er lokað frekar snemma á daginn. Á virkum dögum eru minni sölustaðir þó opnir til klukkan 19:00 eða 22:00, verslunar- og afþreyingarstöðum er lokað kl. 22:00. Á laugardögum lýkur verslunardeginum kl. 16:00 á sunnudögum eru flestar verslanir lokaðir. Þó má finna einhverjar opnar búðir og stóra útsölumarkaði.


Gagnlegar upplýsingar


Flugfélög: Þó nokkur flugfélög fljúga til Frankfurt hvaðanæva úr heiminum, Bandaríkjunum, Evrópu o.s.frv. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til Frankfurt.
Flugvöllur: Frankfurt-flugvöllur.
Fjarlægð frá flugvelli: Í kringum 15-20 mínútur (um 13 km).
Tungumál: Þýska.
Tímabelti: Mið-Evrópu tímabelti.
Íbúafjöldi: Í kringum 740.000.
Vegabréf: Vegabréf í gildi eða vegabréfsáritun er nauðsyn.
Vegabréfsáritun: Ekki þörf ef dvalið er í landinu skemur en 90 daga.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki skylda en algengt að gefa 5-10% af reikningi.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: 5% af verði herbergis.
Vatn: Það er í lagi að drekka kranavatnið.
Rafmagn: 230 volt, klær og innstungur að gerð F.


Ys og þys


Auk hefðbundinna skoðunarferða um miðborgina, gamla bæinn og að skoða dómkirkjuna, versla á aðalverslunargötunum og ganga á milli skýjakljúfa þá er samt heilmargt eftir til að skoða og gera í Frankfurt.

1. Skelltu þér í bátsferð á Main. Á göngu þinni meðfram ánni sérðu aragrúa báta sigla um hana. Ef þú vilt ekki vera uppi á þilfari þá horfirðu bara á glæsilega útsýnið í gegnum gluggana, fjármálahverfið, glæsihýsin, skýjakljúfana og hin ýmsu verk arkitekta. Annar valkostur er að ganga meðfram ánni. Ef heitt og sólríkt er í veðri þá getur verið gott að ganga beggja vegna árinnar. Fylgstu með ræðurunum sem eru við æfingar á ánni, farðu á söfn sem eru í röðum á vinstri bakka árinnar.

2. Njóttu fjölskyldufrís í Frankfurt. Það er ávísun á góðan dag að skella sér í dýragarðinn, sérstaklega ef börn eru með í ferð. Hann er svo sem ekki stór en hann var byggður upp á skynsamlegan og áhugaverðan hátt. Það er alla vega engin hætta á að villast þarna. Nálægt girðingunum eru ólík leiksvæði og upplýsingaborð. Sum dýrin ganga frjáls um garðinn. Aparnir eru sérstaklega skemmtilegir þar sem þeir eru rétt við götuna og aðeins grunnt díki aðskilur þá frá gestum. Fyrir unnendur sjávarlífsins þá er í garðinum stórt búr með selum og loðselum sem getur gert þá allra hörðustu meyra. Ef heppnin er með þér þá geturðu fylgst með þegar þeim er gefið að éta en það er gert tvisvar á dag (kl. 10:45 og 15:15). Þá geturðu fylgst með athöfninni sem er í raun stórkostleg sýning.

3. Fangaðu fegurð Frankfurt. Farðu á Deutschherrn–brúna eða þá sem er meira miðsvæðis, Alte-brúna – þar geturðu fangað fegurð landslagsins í allri sinni dýrð.

Frankfurt á korti