Fuerteventura

11.05.2023

Ævintýraeyjan Fuerteventura

Ævintýraeyjan Fuerteventura er spennandi nýjung sem verður í boði næsta vetur.
Gylltar strendur og kristaltær sjór er það sem einkennir Fuerteventura sem er ein af Kanaríeyjunum. Eyjan hefur lengi verið vinsæl meðal brimbrettafólks og náttúruunnenda.

 

Corralejo

Njóttu þín á stærsta og líflegasta dvalarstað Fuerteventura, Corralejo. Huggulegur miðbær þar sem verslanir, veitingastaðir og barir eru á hverju götuhorni. Ströndin hér er tilvalin fyrir sólarunnendur, fjölskyldur og pör. Hvítur sandur og mikið úrval vatnasports. Á kvöldin iðar miðbærinn af lífi, strandbarir, lifandi tónlist og skemmtiatriði á götum bæjarins.

Caleta de Fuste

Slakaðu á við sjávarsíðuna í Caleta de Fuste. Yndislegur dvalarstaður á austurhluta eyjunnar tilvalinn fyrir fjölskyldufríið. Mikið um vatnasport og við smábátahöfnina búa sæljón sem sýna gjarnan listir sínar, sjórinn er tær og þar má sjá fiska synda í sjónum. Fallegar gönguleiðir við höfnina og að ströndinni. Veitingastaðir og ferðamannaverslanir eru í þessum heillandi bæ.

 
Jandia

Jandia, á suðurhluta eyjunnar, státar af fínum hvítum sandi og glæsilegu eldfjallalandslagi. Afslappandi andrúmsloft og hvítar strandlengjur minna einna helst á Karabíska hafið.
 

Morro Jable

Lítill huggulegur bær með veitingastöðum og litlum verslunum. Þekkasta kennileitið er án efa vitinn við ströndina. Ekta spænsk stemming er í gamla bænum þar sem litlir veitingastaðir og tapasbarir setja svip á bæinn.


 

Af hverju Fuerteventura?

Betancuria
Ferð til Lanzarote
Buggy
 
Dagsferð um eyjuna
Fjallganga
Sigling til Lobos
 

 

Aventura mælir með

Skemmtileg hótel víðsvegar um eyjuna


 

Fuerteventura á kortinu