Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Fuerteventura

11.05.2023


ÆVINTÝRAEYJAN - F U E R T E V E N T U R A


FINNA FERÐ
   

 
Ævintýraeyjan Fuerteventura er spennandi nýjung sem verður í boði næsta vetur.
Gylltar strendur og kristaltær sjór er það sem einkennir Fuerteventura sem er ein af Kanaríeyjunum. Eyjan hefur lengi verið vinsæl meðal brimbrettafólks og náttúruunnenda.

Jandia, á suðurhluta eyjunnar, státar af fínum hvítum sandi og glæsilegu eldfjallalandslagi. Afslappandi andrúmsloft og hvítar strandlengjur minna einna helst á Karabíska hafið

Hjá Aventura er staðfestingargjaldið einungis 40.000 kr fyrir hvern farþega og fullgreiða þarf ferðina 7 vikum fyrir brottför. 
 

Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum, þarf að komast undir sætið fyrir framan.

 Innrituð taska 20 kg

 

Flogið 1 sinni í viku frá 20. des - 10. apríl. Flugtíminn er um 5 klukkustundir og 40 mínútur.

Gjaldmiðillinn á Spáni er evra.

   

► Akstur til og frá flugvelli er í boði gegn gjaldi. Akstur getur tekið frá 15-60 mínútur, eftir því í hvaða bæ er gist og á hversu mörg hótel er ekið.
 

 

Corralejo
Njóttu þín á stærsta og líflegasta dvalarstað Fuerteventura, Corralejo. Ströndin hér er tilvalin fyrir sólarunnendur, fjölskyldur og pör. Hvítur sandur og mikið úrval vatnasports.

Caleta de Fuste
Slakaðu á við sjávarsíðuna í Caleta de Fuste. Yndislegur dvalarstaður á austurhluta eyjunnar tilvalinn fyrir fjölskyldufríið.