We use cookies and other tracking technologies to improve your browsing experience on our website, to show you personalized content and targeted ads, to analyze our website traffic, and to understand where our visitors are coming from. By browsing our website, you consent to our use of cookies and other tracking technologies.

Fuerteventura

11.05.2023


ÆVINTÝRAEYJAN - F U E R T E V E N T U R A


FINNA FERÐ
   

 
Ævintýraeyjan Fuerteventura er spennandi nýjung sem verður í boði næsta vetur.
Gylltar strendur og kristaltær sjór er það sem einkennir Fuerteventura sem er ein af Kanaríeyjunum. Eyjan hefur lengi verið vinsæl meðal brimbrettafólks og náttúruunnenda.

Jandia, á suðurhluta eyjunnar, státar af fínum hvítum sandi og glæsilegu eldfjallalandslagi. Afslappandi andrúmsloft og hvítar strandlengjur minna einna helst á Karabíska hafið

Hjá Aventura er staðfestingargjaldið einungis 40.000 kr fyrir hvern farþega og fullgreiða þarf ferðina 7 vikum fyrir brottför. 
 

Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum, þarf að komast undir sætið fyrir framan.

 Innrituð taska 20 kg

 

Flogið 1 sinni í viku frá 20. des - 10. apríl. Flugtíminn er um 5 klukkustundir og 40 mínútur.

Gjaldmiðillinn á Spáni er evra.

   

► Akstur til og frá flugvelli er í boði gegn gjaldi. Akstur getur tekið frá 15-60 mínútur, eftir því í hvaða bæ er gist og á hversu mörg hótel er ekið.
 

 

Corralejo
Njóttu þín á stærsta og líflegasta dvalarstað Fuerteventura, Corralejo. Ströndin hér er tilvalin fyrir sólarunnendur, fjölskyldur og pör. Hvítur sandur og mikið úrval vatnasports.

Caleta de Fuste
Slakaðu á við sjávarsíðuna í Caleta de Fuste. Yndislegur dvalarstaður á austurhluta eyjunnar tilvalinn fyrir fjölskyldufríið.