Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

60+ Ferð með Kristínu Tryggva


60+ FERÐ MEÐ KRISTÍNU TRYGGVA

TIL TENERIFE 13. FEBRÚAR

 FINNA FERÐ

   
 

Kristín Tryggvadóttir fer með 60+ hóp til Tenerife þann 13. febrúar. Að þessu sinni verður gist á hinu glæsilega hótel Labranda Suites Costa Adeje**** sem opnaði í lok árs 2021. Hótelið er því nýtt og aðstaðan hin huggulegasta. Farþegar Aventura gista þeim megin á hótelinu þar sem einungis fullorðnir eru.
 
...
 

KRISTÍN TRYGGVADÓTTIR

Fararstjóri

Kristín ólst upp í Breiðholtinu. Kristín hóf störf hjá íslenskri ferðaskrifstofu vorið 1998 sem fararstjóri erlendis. Kristín hefur unnið við fararstjórn á Spáni og Kanaríeyjum allt árið um kring s.l. 24 ár og einnig farið í sérferðir til Grikklands, Tyrklands, Lettlands, Búdapest, Slóveníu, Kúbu o.fl. staða. Ferðalög eru eitt af aðal áhugamálum Kristínar ásamt útiveru og samverustundum með góðu fólki. Kristín hefur starfað fyrir Aventura síðan 2021.

 

Verð í tvíbýli í 14 nætur - 324.900 kr á mann
Verð í einbýli í 14 nætur - 414.900 kr

BÓKA FERÐ í 14 NÆTUR

Verð í tvíbýli í 21 nætur - 429.900 kr á mann
Verð í einbýli í 21 nótt - 564.900 kr

BÓKA FERÐ Í 21 NÓTT

Verð í tvíbýli í 28 nætur - 534.900 kr á mann
Verð í einbýli í 28 nætur - 709.900 kr

BÓKA FERÐ í 28 NÆTUR


INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐAR 

 • Innifalið:
 • Flug með Play, 20 kg innrituð taska ásamt 10 kg handfarangri þó ekki stærri en 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum
 • Gisting á 4 stjörnu hótelinu Labranda Suites Costa Adeje með hálfu fæði, vatni og víni
 • Fararstjórn í höndum okkar einstöku Kristínar Tryggvadóttir
 • Rútur til og frá flugvelli
 • Frábær dagskrá
  
  
 • Annað:
 • Staðfestingargjald er 40.000 kr á mann og er óendurkræft. 
 • Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.
 • Ekki innifalið: Sameiginlegir kvöldverðir og annað sem ekki er talið upp hér fyrir ofan.
 • Bingó, Félagsvist, minigolf, gönguferðir, skoðunarferðir í næstu þorp og bæi
   
 

Dvalið verður á glæsilegu 4 stjörnu hóteli, Labranda Suites Costa Adeje, sem er opnaði í lok árs 2021. Hótelið er á besta stað á Costa Adeje í 5 mínútna göngufæri við Fanabe ströndina.


Við kynnum nýtt hótel, Labranda Suites Costa Adeje – með frábærri aðstöðu fyrir draumafríið, vel staðsett á Costa Adeje svæðinu.
Hótelgarðurinn er með fjölskyldusvæði og svæði sem er einungis fyrir fullorðna. Á fjölskyldusvæðinu er skemmtileg barnalaug með buslsvæði fyrir börnin. Góð sólbaðsaðstaða og skemmtidagskrá yfir daginn.
Fyrir fullorðna er "Sunset Champagne Lounge" á þaki hótelsins. Þar er sundlaug og sólbaðsaðstaða og á kvöldin er lifandi tónlist.

Vistarverur eru allar bjartar og nýtískulegar. Glæsilegar svítur, í svefnherberginu er hjónarúm en svefnsófi er í stofunni. Herbergin eru um 43m². Í svítunum er sjónvarp, loftkæling, smábar, sími, ketill, kaffivél, straujárn og bretti ásamt öryggishólfi gegn gjaldi. Frítt þráðlaust net.
Svíturnar eru einungis fyrir fullorðna.

Nokkrir veitingastaðir eru á hótelinu, El Paladar er hlaðbborðsveitingastaður hótelsins þar sem gestir hótelsins borða hvort sem þeir velja hálft fæði eða allt innifalið. Tapas Bar er a la carte veitingastaður þar sem gestir hótelsins geta greitt aukalega fyrir. La Costa er hlaðborðsveitingastaður aðeins fyrir fullorðna, fyrir þá sem dvelja í svítum. La Cucina Di Luigi er a la carte veitingataður aðeins fyrir fullorðna þar sem fullorðnir geta borðað og greitt aukalega.
Það eru barir við sundlaugar, bæði við fjölskyldusvæði og svæði fyrir fullorðna.

Á hótelinu er heilsurækt ásamt 3 nuddklefum þar sem hægt er að kaupa nuddþjónustu.

 
 
60+