Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.
Dubrovnik-Suður-Dalmatíu

DUBROVNIK

Dubrovnik er borg í Króatíu, staðsett við strendur Adríahafsins. Það er á þessu svæði sem ferðamannatímabilið er sem lengst, enda er þetta svæðið þar sem sjórinn er sem heitastur. Hvað er það svo sem gerir Dubrovnik að eina vinsælasta ferðamannastað Miðjarðarhafsins? Hið milda Miðjarðarhafsloftslag ásamt þeirri ótrúlegu fallegu náttúru sem þar er að finna. Dubrovnik laðar ferðamenn að með glæsileika sínum, friðsæld og örlítið hægari lífsstíl sem íbúar stórborga kunna sérstaklega vel að meta.

Í þessari frábæru borg er allt að finna sem löndin á Balkanskaga eru hvað stoltust af: stórkostlegur arkitektúr, gífurlegt landslag, vel hirtar strendur og notalegir veitingastaðir. Ef þú er að hugsa um að ferðast til Dubrovnik yfir sumartímann getur þú svo sannarlega fundið bæði stórar sandstrendur og steinvölustrendur til að njóta á og eftir að hafa skemmt þér stórksotlega í hreinu vötnunum, skellt þér í sólbað á ströndinni og séð fjöldan allan af rauðum múrsteinsþökum, þá muntu óhjákvæmilega hugsa: Ég verð að fara aftur til Dubrovnik!


Strandlíf


Dubrovnik teygir sig allt að 6km meðfram Adríahafinu. Þú getur komist að vatninu frá ýmsum stöðum í borginni, hvort sem það er með stigum, hoppa fram af grjóti eða farið meðfram strandlengjunni. Það eru margar fallegar strendur í Dubrovnik – Sveti Jakov ströndin, Banje ströndin, Betina hellisströndin og svo mætti lengi telja. Í raun er hver strönd í Dubrovnik sú besta vegna fallega grænbláa litar Miðjarðarhafsins og hversu kristaltært vatnið er. Annar eiginleiki er sá að allar strendurnar í Dubrnovik eru steinvölustrendur og vel útbúnar, en það er einungis á Lapad ströndinni þar sem þú getur fundið grunnt vatn og mjúkan sand. Á nánast öllum ströndunum er enginn aðgangseyrir en þú getur notið tæra hafsins og aðstöðunnar sem þar er, s.s. sturtur, klósett og búningsklefar. Einnig er hægt að leigja kayak og snekkjur eða heimsækja góða veitingastaði og fjölmarga bari.

Lapad ströndin er ein vinsælasta ströndin og er staðsett í Lapad flóa. Króatar eru afar stoltir af Lapand ströndinni og kalla strandlengjuna á Lapad-skaga lengstu sandströnd landsins, þar sem ferðamenn geta notið þess að slaka á og leyft börnunum að leika sér í sandinum.

Sveti Jakov ströndin er lítil strönd þar sem má finna fallegt útsýni yfir Gamla bæinn og Lokrum eyjuna. Óvenjulega og marg-hæða grýtta Banje ströndin er staðsett rétt við Dubrovnik borgarmúrinn, við suðurströnd borgarinnar. Litla leyndarmálið sem Betina ströndin er, er staðsett beint í klettum, svo eina leiðin til að komast að henni er frá sjónum. Ástæða vinsælda hennar er augljós, en hún er óvenjuleg, falleg og mjög fámenn. Fjölskyldur með börn eru líklegust til þess að velja Copacobana ströndina, sem nær norður fyrir Babin Kuk-skagann. Hún er húðuð steinvölum, en aðeins nokkrum skrefum frá sjávarmálinu breytast steinvölurnar í sand. Aðgengi að vatninu er mjög góð og slétt yfirborð þess gerir þessa strönd örugga, jafnvel fyrir yngstu sundkappana.


Næturlíf


Næturlíf Dubrovnik er einnig fjölbreytt: Alþjóðlegar tónlistarhátíðir eru þar haldnar árlega á sumrin, en einnig er fjölbreytt úrval af kaffihúsum, börum, veitingastöðum og klúbbum – ferðamenn á öllum aldri geta því fundið eitthvað við sitt hæfi. Dansunnendum munu ekki þurfa að láta sér leiðast, þar sem fjöldi næturklúbba og skemmtistaða eru opnir á kvöldin og fram eftir nóttu. Næturlífið í Dubrovnik er aðallega í kringum Burbon stræti, en þar er fjöldi skemmtilegra bara og veitingastaða. Engir skemmtanaglaðir munu neita sér ánægjunni að koma við á Rock Café, fræga kúbneska Hemingway eða Otok, djazz bar með ótrúlega notalegu andrúmslofti. Á meðal vinsælustu næturklúbbana í Dubrovnik eru Factory, EastWet, Capitano og Lantino Club Fuego (aðgangseyrir 3-5 EUR).


Dvalarstaðir


Hin nútímalega Dubrovnik stamanstendur af nokkrum svæðum; gamli bærinn og nágrenni, Gruž er iðnaðarsvæði með nýrri höfn, Lapad, Babin Kuk Pile, Ploce – íbúðarhverfi með litlum steinhúsum. Í kringum Dubrovnik eru eyjar, þær þekktustu eru Lokrum og Elaphite. Bestu strendurnar í nágrenni Dubrovnik eru staðsettar á Lapad-skaga („Copacabana“), á eyjunni Lopud eða í grýttum flóum Lokrum eyjar. Ef þú vilt ekki fara langt, getur þú skellt þér til sunds á borgarströndinni nálægt Ploce (Banje ströndin).

Gamli bærinn í Pile

Hjarta Dubrovnik er Gamli bærinn í Pile: sögulega miðstöðin þar sem helstu aðdráttaröflin eru, ásamt fjölda minjagripaverslana og veitingastaða. Vegna allra rauðflísalögðu þakanna er ekki auðvelt að aðgreina gamla bæinn frá þeim nýja. Í Dubrovnik er hinsvegar aðal aðgreiningin sú að í gamla bænum hittir þú fjölda ferðamanna og leiðsögumanna sem bjóða upp á margskonar skoðunarferðir. Einn af vinsælustu ferðunum er um staðina sem sjónvarpsserían „Game of Thrones“ var tekin upp. Í þeirri skoðunarferð er m.a. farið í heimsókn í Dubrovnik-virkið, Trsteno Arboretum, þar sem skrúfa Lady Olenna er staðsett og Gradac Park, þar sem brúðkaup Prince Joffrey var haldið. Fyrir Lúxus unnendur er betra að velja Ploce hverfið, sem liggur að St. Lawrence virkinu í austri, en þar eru öll helstu tísku hótelin staðsett. Nálægt er hin fræga Banje strönd.

Lapad & Babin Kuk

Tveir vinsælir dvalarstaðir eru Lapad, sem er staðsettur í flóa með sama nafni og Babin Kuk, sem er ótrúlega fallegur með gróðurmiklum görðum. Aðalaðdráttarafl þess fyrr nefnda er skógi vaxin hæð Petka og tákn þess síðara er hin frábæra Copacobana strönd sem er kjörin fyrir fjölskylduna. Bæði þessi svæði höfða vel til aðdáenda afslappaðra sumarfría með evrópskum gæðum.

Lapad skaginn er afskekktur, en mjög fallegur partur af Dubrovnik. Á svæðinu með sama nafni eru nokkrar notalegar strendur sem eru vinsælar meðal ferðamanna sem ekki vilja dvelja í miðborginni. Ef þú vilt eyða fríinu þínu í Dubrovnik í friðsæld og þögn, fjarri umferðateppum borgarinnar, þá er Lapad besti kosturinn. Eitt af aðdráttaröflum Lapada er langa göngugatan með fjölda kaffihúsa og veitingastaða. Í enda hennar eru svo fallegar strendur.

Í þeim hluta Lapad, sem heitir Babin Kuk, getur þú stundað ýmsar íþróttir, s.s. blak, handbolta og tennis. Í Lapad eru einnig kvikmyndahús og margir veitingastaðir, sem og nokkrar góðar strendur – Copacabana, Uvala Lapad, Nepute og nektarströndin Kava.

Gruzh

Nálægt höfninni er íbúðarhverfið í Gruzh, sem er staðsett 2 km frá gamla bænum. Flestir ferðamenn sem koma til Dubrovnik fara til Gruz. Frá þessu svæði er auðvelt að fara í bátsferðir til eyjunnar Mijet, Elafti, Šipan, Lopud og Koločep. Gruža er með miðlægasta markaðinn í Dubrovnik, þar sem þú getur keypt nýveiddan fisk, ferskt grænmeti og ávexti. Þarna er einnig mikið úrval af kaffihúsum, veitingastöðum og verslunum.


Gott að vita


Flugfélög: Nokkur flugfélög starfa frá öllum heimshornum, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópu osfrv. Við munum alltaf bjóða þér flug til Dubrovnik á besta verði.
Flugvöllur: Flugvöllur Dubrovnik
Fjarlægð frá flugvelli: um 20 mín (um 20 km)
Tungumál: króatíska
Tímabelti: Tímabelti í Mið-Evrópu
Mannfjöldi: um 42.000
Vegabréf: Gilt vegabréf eða vegabréfsáritun er skylt
Ferðaáritun: Ekki krafist fyrir dvöl undir 90 daga
Gjaldmiðill: Króatískar kúnur / evra
Þjórfé: Ekki skylt, en mjög algengt að gefa 5-10% af reikning.
Aðeins flugsæti: til að bóka sæti - vinsamlegast finndu hlekkinn okkar til frábærra fargjalda: www.aventura.is
Ferðaskattur: 5% af herbergisverði
Vatn: Vatn á flöskum er besti kosturinn
Rafmagn: 230V, 50Hz AC, venjulegir evrópskir (kringlóttir) innstungur.

Hlutir til að gera


1. Njóttu fallega útsýnisins sem opnast þér frá virkisveggnum. Í dag er Revelin Fortress einn af vinsælustu stöðunum í Dubrovnik. Yndislegt útsýni yfir Gamla bæinn og hina frægu Dubrovnik höfn opnast frá veggjum þess. Ennfremur eru leiksýningar og hátíðir nú leiknar á víðáttumiklu verönd gamla virkisins.

2. Kafaðu í Adríahafinu. Köfun er hefðbundin skemmtun við ströndina og þökk sé mikils fjölda köfunarþjónustufyrirtækja á svæðinu er nú öll fegurð Adríahafsis opin köfunaráhugafólki. Loftslagið í Dubrovnik er þannig að hægt er að kafa neðansjávar allan ársins hring. Þeir sem eru bara að reyna að komast inn í leyndarmál neðansjávarheimsins fá hjálp frá köfunarkennurum.

3. Smakkaðu á innlendri matargerð. Ferðir til Dubrovnik henta einnig fyrir sælkera sem munu meta innlenda matargerð sem einkennist af sjávarréttum og ljúffengum lambakjötsréttum, ostrum úr Neretva ánni. Vertu svo viss um að prófa vínin frá Peljesac skaganum, sem eru fræg um alla Suður-Dalmatíu.

Dubrovnik-Suður-Dalmatíu á korti